Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 14:33 Íslenskir varnarliðsmenn gætu hlotið þjálfun hjá norska hernum, að sögn Ágústu Ágústsdóttur, varaþingmanns Miðflokksins. Vísir Skoða ætti kosti þess að stofna íslenskt varnarlið sem hefði hernaðarlega þjálfun, að mati varaþingmanns Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Dýrmætt væri fyrir þjóðina að Íslendingar gætu gengið í norska herinn til þess að fá þjálfun og reynslu. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaðurinn, segist ekki leggja það til að stofna íslenskan her ásamt tilheyrandi tækjum og tólum í aðsendri grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Hins vegar telur hún mögulegt að starfrækja varnarlið. „Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist,“ skrifar Ágústa og segir að slíkt teymi gæti til dæmis heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlend herþjóð eins og Noreg sem standi Íslandi landfræðilega nálægt og hafi reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. „Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna,“ segir Ágústa sem var í fjórða sæti á lista Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ætlast til þess að börn annarra þjóða komi okkur til bjargar Vísar Ágústa til þess að varnir Íslands séu máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið. Uppgefinn viðbragðstími Atlantshafsbandalagsins við árás á aðildarríki sé allt frá fimm og upp í þrjátíu daga. „Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af,“ skrifar varaþingmaðurinn. Spyrja megi hvers vegna Ísland sé í NATO ef landið ætli ekki að gera neitt til þess að verja sig sjálft. „Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annarra þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt,“ segir Ágústa. Varnarlið gæti einnig komið að öðrum störfum eins og eftirliti af ýmsu tagi og viðbrögðum við náttúruvá í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu. Miðflokkurinn NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaðurinn, segist ekki leggja það til að stofna íslenskan her ásamt tilheyrandi tækjum og tólum í aðsendri grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Hins vegar telur hún mögulegt að starfrækja varnarlið. „Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist,“ skrifar Ágústa og segir að slíkt teymi gæti til dæmis heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlend herþjóð eins og Noreg sem standi Íslandi landfræðilega nálægt og hafi reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. „Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna,“ segir Ágústa sem var í fjórða sæti á lista Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ætlast til þess að börn annarra þjóða komi okkur til bjargar Vísar Ágústa til þess að varnir Íslands séu máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið. Uppgefinn viðbragðstími Atlantshafsbandalagsins við árás á aðildarríki sé allt frá fimm og upp í þrjátíu daga. „Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af,“ skrifar varaþingmaðurinn. Spyrja megi hvers vegna Ísland sé í NATO ef landið ætli ekki að gera neitt til þess að verja sig sjálft. „Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annarra þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt,“ segir Ágústa. Varnarlið gæti einnig komið að öðrum störfum eins og eftirliti af ýmsu tagi og viðbrögðum við náttúruvá í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu.
Miðflokkurinn NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira