Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir Ágústa Ágústsdóttir skrifar 8. október 2024 13:02 Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð? Stutta svarið er nei! NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna. NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ein af grunnstoðum bandalagsins er svokölluð samhljóða ákvarðanataka. Það þýðir að niðurstaða er ekki fengin með kosningum heldur ræða menn sig niður á sameiginlega ákvörðun (diplómatíska leiðin). Því eru allar ákvarðanir NATO, sameiginleg viljayfirlýsing allra 32 aðildarríkjanna. Þegar við beinum sjónum okkar að íslenskum vörnum sem eru í besta falli mjög máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið, veltir maður fyrir sér rökréttri leið til að efla og styrkja þær svo vit sé í. Landfræðileg lega Íslands er gríðarlega mikilvæg út frá hernaðarlegum sjónarmiðum. Þar utan við er eyjan rík af auðlindum. Ef á okkur yrði ráðist, þá hvað? Líklegasta svarið myndi þá vera “NATO myndi koma og verja okkur” ekki satt? Skoðum þá viðbragðstíma bandalagsins við árás á annað ríki. Samkvæmt sáttmálanum er NATO skuldbundið að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn. Ef það reynist ekki unnt hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða. Uppgefinn viðbragðstími NATO er allt frá 5 og upp í 30 daga og er eins og áður segir háð diplómatískri leið til niðurstöðu ákvörðunar. Þá getur tekið allt að 5 daga að hrinda fyrsta stigi af nokkrum af stað, eftir að viðbragð hefur verið virkjað. Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af. Því er ekki órökrétt að taka upp umræðu um kosti þess að stofna íslenskt varnarlið. Áður en menn skella upp úr eða hoppa upp á nef sér í fljótfærni skulum við hafa það á hreinu að ekki er verið að tala um stofnun hers ásamt meðfylgjandi tækjum og tólum. Slíkt myndum við illa ráða við fjárhagslega og er algjörlega óraunhæft. En að starfrækja varnarlið væri mögulegt. Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist. Þetta teymi gæti t.d. heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlenda herþjóð eins og t.d. Noreg sem stendur okkur landfræðilega nálægt og hefur mikla reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna. Jú við erum friðelskandi þjóð en búum í sívöltum heimi þar sem friðurinn er hringinn um hnöttinn allt of oft fótum troðinn. Þá getum við líka spurt okkur að því hvers vegna við séum í NATO ef við ætlum ekkert að gera til að verja okkur sjálf. Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annara þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að þjóðin, miðað við fólksfjölda, komi sér upp viðbragðsvarnarteymi sem hefur það hlutverk að bregðast við þegar hætta steðjar að. Slíkt teymi gæti aukreitis komið að mörgum öðrum störfum eins og t.d. eftirlit af ýmsum toga og viðbragð við náttúruvám í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu t.d. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Útgáfa hvalveiðileyfa er samfélagslegt mein Micah Garen skrifar Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru konur betri en karlar? Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar Skoðun Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð? Stutta svarið er nei! NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna. NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ein af grunnstoðum bandalagsins er svokölluð samhljóða ákvarðanataka. Það þýðir að niðurstaða er ekki fengin með kosningum heldur ræða menn sig niður á sameiginlega ákvörðun (diplómatíska leiðin). Því eru allar ákvarðanir NATO, sameiginleg viljayfirlýsing allra 32 aðildarríkjanna. Þegar við beinum sjónum okkar að íslenskum vörnum sem eru í besta falli mjög máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið, veltir maður fyrir sér rökréttri leið til að efla og styrkja þær svo vit sé í. Landfræðileg lega Íslands er gríðarlega mikilvæg út frá hernaðarlegum sjónarmiðum. Þar utan við er eyjan rík af auðlindum. Ef á okkur yrði ráðist, þá hvað? Líklegasta svarið myndi þá vera “NATO myndi koma og verja okkur” ekki satt? Skoðum þá viðbragðstíma bandalagsins við árás á annað ríki. Samkvæmt sáttmálanum er NATO skuldbundið að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn. Ef það reynist ekki unnt hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða. Uppgefinn viðbragðstími NATO er allt frá 5 og upp í 30 daga og er eins og áður segir háð diplómatískri leið til niðurstöðu ákvörðunar. Þá getur tekið allt að 5 daga að hrinda fyrsta stigi af nokkrum af stað, eftir að viðbragð hefur verið virkjað. Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af. Því er ekki órökrétt að taka upp umræðu um kosti þess að stofna íslenskt varnarlið. Áður en menn skella upp úr eða hoppa upp á nef sér í fljótfærni skulum við hafa það á hreinu að ekki er verið að tala um stofnun hers ásamt meðfylgjandi tækjum og tólum. Slíkt myndum við illa ráða við fjárhagslega og er algjörlega óraunhæft. En að starfrækja varnarlið væri mögulegt. Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist. Þetta teymi gæti t.d. heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlenda herþjóð eins og t.d. Noreg sem stendur okkur landfræðilega nálægt og hefur mikla reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna. Jú við erum friðelskandi þjóð en búum í sívöltum heimi þar sem friðurinn er hringinn um hnöttinn allt of oft fótum troðinn. Þá getum við líka spurt okkur að því hvers vegna við séum í NATO ef við ætlum ekkert að gera til að verja okkur sjálf. Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annara þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að þjóðin, miðað við fólksfjölda, komi sér upp viðbragðsvarnarteymi sem hefur það hlutverk að bregðast við þegar hætta steðjar að. Slíkt teymi gæti aukreitis komið að mörgum öðrum störfum eins og t.d. eftirlit af ýmsum toga og viðbragð við náttúruvám í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu t.d. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones Skoðun
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar
Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar
Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar
Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones Skoðun
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun