Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2024 16:38 Sigrún Árnadóttir er framkvæmdastjóri Félagsbústaða sem rekur um 3100 íbúðir í Reykjavík. Hún segir málið sorglegt og vonar að það sé einstakt. Vísir/GVA Karlmaður sem leysti út lyf í nafni látinnar konu um árabil hér á landi bjó einnig í félagslegri íbúð hennar í tæpan áratug. Upp komst um svik mannsins þegar lögregla sinnti útkalli vegna gruns um heimilisofbeldi. Læknir sem ávísaði lyfjunum eftir lygasögur mannsins var sviptur starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir málið sorglegt og vonandi einstakt. Greint var frá því í síðustu viku að fyrri hluta árs 2023 hefði embætti Landlæknis fengið upplýsingar frá lögreglu um að lyf hefðu verið leyst út í nafni konu sem hafði verið búsett á Íslandi en lést í Úkraínu í maí 2014. Í kjölfarið tók embættið fyrir lyfjaávísanir sem gefnar höfðu verið út frá andláti hennar. Í ljós kom að læknirinn hefði gefið út fjölmargar ávísanir fyrir ávana- og fíknilyf á níu ára tímabili. Landlæknir svipti lækninn leyfi sínu og heilbrigðisráðuneytið staðfesti sviptinguna eftir andmæli læknisins. Útkall vegna heimilisofbeldis Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás 1 að lögregla hefði komist á spor svikahrappsins í útkalli vegna heimilisofbeldi. Kona sem hringdi í lögreglu hefði í félagslegri íbúð karlmannsins upplýst að hann hefði verið að leysa út lyf í nafni látinnar konu og hvatt hana til að þykjast vera hin látna í þeim tilgangi að halda íbúðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er karlmaðurinn sem um ræðir rússneskumælandi á sjötugsaldri sem hefur meðal annars haldið því fram að vera af belgísku fólki kominn. Hann ber merki um áverka sem hann segist meðal annars hafa fengið í Persaflóastríðinu. Frásögn sem verður seint sannreynd enda ekki rannsóknarefni lögreglu. Heimsótti Úkraínu reglulega Konan sem lést var frá Úkraínu og fór reglulega til heimalandsins til að heimsækja móður sína og bróður. Eftir andlát hennar 2014, sem enginn hér á landi virðist hafa haft vitneskju um, hélt karlmaðurinn áfram að búa í íbúð hennar hjá Félagsbústöðum og leysa út lyf sem læknirinn skrifaði upp á. Tjáði hann lækninum að konan héldi til í Úkraínu þar sem hún byggi hjá bróður sínum. Hún kæmi til Íslands af og til en treysti sér ekki til læknisins vegna veikinda. Karlmaðurinn framvísaði svo umboði þegar hann sótti lyfin sem læknirinn skrifaði upp á vegna veikinda konunnar. Læknirinn sagðist ekki hafa haft vitneskju um andlát konunnar fyrr en lögregla sagði honum frá því árið 2023. Hún hefði verið skjólstæðingur hans frá árinu 1997 en síðast komið til hans í mars 2014. Eftir það hefði sambýlismaður hennar komið í hennar stað, og sagt lækninum að konan héldi til í Úkraínu og byggi þar hjá bróður sínum. Hún kæmi þó til Íslands af og til, en treysti sér ekki til læknisins þegar hún væri á landinu. Umfangsmikil rannsókn Ásmundur Rúnar Gylfason er aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rannsóknina á lokametrum og fari í framhaldinu til ákærusviðs lögreglu. Þar verði tekin ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra og nákvæmlega hvaða lög meint brot mannsins heyri undir. Lögregla telur ekki ástæðu til að krefjast farbanns yfir manninum. Lögregla varði miklu púðri í málið á upphafsstigum þess og var meðal annars farið fram á gæsluvarðhald um tíma til tryggja návist aðilans á fyrstu stigum. Ásmundur Rúnar segir að á þeim tíma hafi verið til skoðunar að maðurinn væri annar en hann segðist vera. Svo hafi ekki reynst vera. Rannsóknin hefur teygt sig til Belgíu, Úkraínu og þá hefur lögregla unnið málið í gegnum tengslafulltrúa sinn hjá Interpol. Ein af 3100 íbúðum Sigrún Árnadóttir er framkvæmdastjóri Félagsbústaða sem hefur það hlutverk að leigja út íbúðir til fólks sem hefur verið úthlutað félagslegu leiguhúsnæði af velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Félagsbústaðir hafa um 3100 íbúðir á sínum snærum út um alla borg og um hafi verið að ræða eina slíka íbúð í fjölbýlishúsi. Sigrún segir í samtali við fréttastofu að konan hafi búið í íbúðinni í nokkuð mörg ár. Fyrst hafi verið gerður þriggja ára samningur og svo ótímabundinn leigusamningur. Allar greiðslur hafi borist á réttum tíma og aldrei verið tilefni til athugasemda. Fyrr en lögregla hafði samband vorið 2023. „Við náttúrulega brugðumst við þessu en við fengum ekki íbúðina afhent 1,2 og 3,“ segir Sigrún um viðbrögðin þegar lögregla hafði samband. Rætt hafi verið við manninn og svo hafi ferli farið í gang. Íbúðin sé nú komin í hendur annars leigjanda. Sorglegt mál Hún segir málið sorglegt en svona svik geti alltaf átt sér stað. Gerður sé leigusamningur en svo sé íbúðin eins og hefðbundið heimili fólks. Ekki sé farið í uppfærslur og viðgerðir að frumkvæði Félagsbústaða heldur reynt að að sinna beiðnum sem berist. „Við erum ekkert að abbast upp á fólk nema ástæða sé til,“ segir Sigrún. Íbúðir Félagsbústaða séu um fimm prósent af íbúðarhúsnæði í borginni. „Þetta er fyrir þá borgarbúa sem hafa ekki góða eignarstöðu. Uppfylla félagsleg skilyrði,“ segir Sigrún. Auðvitað sé slæmt að fólk misnoti kerfið. Vel geti verið að karlmaðurinn hefði uppfyllt skilyrðin. „Það gæti alveg verið að hann hefði uppfyllt öll skilyrði hefði hann sótt um, það er ekki ósennilegt.“ Varðandi það hvort þetta mál hafi kveikt viðvörunarbjöllur eða hvort hægt sé að læra af því segir Sigrún að þau muni reyna að vera enn betur á varðbergi. „En hvernig er aðeins erfitt að ákveða. Ég vona að þetta sé einstakt mál.“ Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að fyrri hluta árs 2023 hefði embætti Landlæknis fengið upplýsingar frá lögreglu um að lyf hefðu verið leyst út í nafni konu sem hafði verið búsett á Íslandi en lést í Úkraínu í maí 2014. Í kjölfarið tók embættið fyrir lyfjaávísanir sem gefnar höfðu verið út frá andláti hennar. Í ljós kom að læknirinn hefði gefið út fjölmargar ávísanir fyrir ávana- og fíknilyf á níu ára tímabili. Landlæknir svipti lækninn leyfi sínu og heilbrigðisráðuneytið staðfesti sviptinguna eftir andmæli læknisins. Útkall vegna heimilisofbeldis Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás 1 að lögregla hefði komist á spor svikahrappsins í útkalli vegna heimilisofbeldi. Kona sem hringdi í lögreglu hefði í félagslegri íbúð karlmannsins upplýst að hann hefði verið að leysa út lyf í nafni látinnar konu og hvatt hana til að þykjast vera hin látna í þeim tilgangi að halda íbúðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er karlmaðurinn sem um ræðir rússneskumælandi á sjötugsaldri sem hefur meðal annars haldið því fram að vera af belgísku fólki kominn. Hann ber merki um áverka sem hann segist meðal annars hafa fengið í Persaflóastríðinu. Frásögn sem verður seint sannreynd enda ekki rannsóknarefni lögreglu. Heimsótti Úkraínu reglulega Konan sem lést var frá Úkraínu og fór reglulega til heimalandsins til að heimsækja móður sína og bróður. Eftir andlát hennar 2014, sem enginn hér á landi virðist hafa haft vitneskju um, hélt karlmaðurinn áfram að búa í íbúð hennar hjá Félagsbústöðum og leysa út lyf sem læknirinn skrifaði upp á. Tjáði hann lækninum að konan héldi til í Úkraínu þar sem hún byggi hjá bróður sínum. Hún kæmi til Íslands af og til en treysti sér ekki til læknisins vegna veikinda. Karlmaðurinn framvísaði svo umboði þegar hann sótti lyfin sem læknirinn skrifaði upp á vegna veikinda konunnar. Læknirinn sagðist ekki hafa haft vitneskju um andlát konunnar fyrr en lögregla sagði honum frá því árið 2023. Hún hefði verið skjólstæðingur hans frá árinu 1997 en síðast komið til hans í mars 2014. Eftir það hefði sambýlismaður hennar komið í hennar stað, og sagt lækninum að konan héldi til í Úkraínu og byggi þar hjá bróður sínum. Hún kæmi þó til Íslands af og til, en treysti sér ekki til læknisins þegar hún væri á landinu. Umfangsmikil rannsókn Ásmundur Rúnar Gylfason er aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rannsóknina á lokametrum og fari í framhaldinu til ákærusviðs lögreglu. Þar verði tekin ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra og nákvæmlega hvaða lög meint brot mannsins heyri undir. Lögregla telur ekki ástæðu til að krefjast farbanns yfir manninum. Lögregla varði miklu púðri í málið á upphafsstigum þess og var meðal annars farið fram á gæsluvarðhald um tíma til tryggja návist aðilans á fyrstu stigum. Ásmundur Rúnar segir að á þeim tíma hafi verið til skoðunar að maðurinn væri annar en hann segðist vera. Svo hafi ekki reynst vera. Rannsóknin hefur teygt sig til Belgíu, Úkraínu og þá hefur lögregla unnið málið í gegnum tengslafulltrúa sinn hjá Interpol. Ein af 3100 íbúðum Sigrún Árnadóttir er framkvæmdastjóri Félagsbústaða sem hefur það hlutverk að leigja út íbúðir til fólks sem hefur verið úthlutað félagslegu leiguhúsnæði af velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Félagsbústaðir hafa um 3100 íbúðir á sínum snærum út um alla borg og um hafi verið að ræða eina slíka íbúð í fjölbýlishúsi. Sigrún segir í samtali við fréttastofu að konan hafi búið í íbúðinni í nokkuð mörg ár. Fyrst hafi verið gerður þriggja ára samningur og svo ótímabundinn leigusamningur. Allar greiðslur hafi borist á réttum tíma og aldrei verið tilefni til athugasemda. Fyrr en lögregla hafði samband vorið 2023. „Við náttúrulega brugðumst við þessu en við fengum ekki íbúðina afhent 1,2 og 3,“ segir Sigrún um viðbrögðin þegar lögregla hafði samband. Rætt hafi verið við manninn og svo hafi ferli farið í gang. Íbúðin sé nú komin í hendur annars leigjanda. Sorglegt mál Hún segir málið sorglegt en svona svik geti alltaf átt sér stað. Gerður sé leigusamningur en svo sé íbúðin eins og hefðbundið heimili fólks. Ekki sé farið í uppfærslur og viðgerðir að frumkvæði Félagsbústaða heldur reynt að að sinna beiðnum sem berist. „Við erum ekkert að abbast upp á fólk nema ástæða sé til,“ segir Sigrún. Íbúðir Félagsbústaða séu um fimm prósent af íbúðarhúsnæði í borginni. „Þetta er fyrir þá borgarbúa sem hafa ekki góða eignarstöðu. Uppfylla félagsleg skilyrði,“ segir Sigrún. Auðvitað sé slæmt að fólk misnoti kerfið. Vel geti verið að karlmaðurinn hefði uppfyllt skilyrðin. „Það gæti alveg verið að hann hefði uppfyllt öll skilyrði hefði hann sótt um, það er ekki ósennilegt.“ Varðandi það hvort þetta mál hafi kveikt viðvörunarbjöllur eða hvort hægt sé að læra af því segir Sigrún að þau muni reyna að vera enn betur á varðbergi. „En hvernig er aðeins erfitt að ákveða. Ég vona að þetta sé einstakt mál.“ Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira