Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2024 16:38 Sigrún Árnadóttir er framkvæmdastjóri Félagsbústaða sem rekur um 3100 íbúðir í Reykjavík. Hún segir málið sorglegt og vonar að það sé einstakt. Vísir/GVA Karlmaður sem leysti út lyf í nafni látinnar konu um árabil hér á landi bjó einnig í félagslegri íbúð hennar í tæpan áratug. Upp komst um svik mannsins þegar lögregla sinnti útkalli vegna gruns um heimilisofbeldi. Læknir sem ávísaði lyfjunum eftir lygasögur mannsins var sviptur starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir málið sorglegt og vonandi einstakt. Greint var frá því í síðustu viku að fyrri hluta árs 2023 hefði embætti Landlæknis fengið upplýsingar frá lögreglu um að lyf hefðu verið leyst út í nafni konu sem hafði verið búsett á Íslandi en lést í Úkraínu í maí 2014. Í kjölfarið tók embættið fyrir lyfjaávísanir sem gefnar höfðu verið út frá andláti hennar. Í ljós kom að læknirinn hefði gefið út fjölmargar ávísanir fyrir ávana- og fíknilyf á níu ára tímabili. Landlæknir svipti lækninn leyfi sínu og heilbrigðisráðuneytið staðfesti sviptinguna eftir andmæli læknisins. Útkall vegna heimilisofbeldis Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás 1 að lögregla hefði komist á spor svikahrappsins í útkalli vegna heimilisofbeldi. Kona sem hringdi í lögreglu hefði í félagslegri íbúð karlmannsins upplýst að hann hefði verið að leysa út lyf í nafni látinnar konu og hvatt hana til að þykjast vera hin látna í þeim tilgangi að halda íbúðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er karlmaðurinn sem um ræðir rússneskumælandi á sjötugsaldri sem hefur meðal annars haldið því fram að vera af belgísku fólki kominn. Hann ber merki um áverka sem hann segist meðal annars hafa fengið í Persaflóastríðinu. Frásögn sem verður seint sannreynd enda ekki rannsóknarefni lögreglu. Heimsótti Úkraínu reglulega Konan sem lést var frá Úkraínu og fór reglulega til heimalandsins til að heimsækja móður sína og bróður. Eftir andlát hennar 2014, sem enginn hér á landi virðist hafa haft vitneskju um, hélt karlmaðurinn áfram að búa í íbúð hennar hjá Félagsbústöðum og leysa út lyf sem læknirinn skrifaði upp á. Tjáði hann lækninum að konan héldi til í Úkraínu þar sem hún byggi hjá bróður sínum. Hún kæmi til Íslands af og til en treysti sér ekki til læknisins vegna veikinda. Karlmaðurinn framvísaði svo umboði þegar hann sótti lyfin sem læknirinn skrifaði upp á vegna veikinda konunnar. Læknirinn sagðist ekki hafa haft vitneskju um andlát konunnar fyrr en lögregla sagði honum frá því árið 2023. Hún hefði verið skjólstæðingur hans frá árinu 1997 en síðast komið til hans í mars 2014. Eftir það hefði sambýlismaður hennar komið í hennar stað, og sagt lækninum að konan héldi til í Úkraínu og byggi þar hjá bróður sínum. Hún kæmi þó til Íslands af og til, en treysti sér ekki til læknisins þegar hún væri á landinu. Umfangsmikil rannsókn Ásmundur Rúnar Gylfason er aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rannsóknina á lokametrum og fari í framhaldinu til ákærusviðs lögreglu. Þar verði tekin ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra og nákvæmlega hvaða lög meint brot mannsins heyri undir. Lögregla telur ekki ástæðu til að krefjast farbanns yfir manninum. Lögregla varði miklu púðri í málið á upphafsstigum þess og var meðal annars farið fram á gæsluvarðhald um tíma til tryggja návist aðilans á fyrstu stigum. Ásmundur Rúnar segir að á þeim tíma hafi verið til skoðunar að maðurinn væri annar en hann segðist vera. Svo hafi ekki reynst vera. Rannsóknin hefur teygt sig til Belgíu, Úkraínu og þá hefur lögregla unnið málið í gegnum tengslafulltrúa sinn hjá Interpol. Ein af 3100 íbúðum Sigrún Árnadóttir er framkvæmdastjóri Félagsbústaða sem hefur það hlutverk að leigja út íbúðir til fólks sem hefur verið úthlutað félagslegu leiguhúsnæði af velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Félagsbústaðir hafa um 3100 íbúðir á sínum snærum út um alla borg og um hafi verið að ræða eina slíka íbúð í fjölbýlishúsi. Sigrún segir í samtali við fréttastofu að konan hafi búið í íbúðinni í nokkuð mörg ár. Fyrst hafi verið gerður þriggja ára samningur og svo ótímabundinn leigusamningur. Allar greiðslur hafi borist á réttum tíma og aldrei verið tilefni til athugasemda. Fyrr en lögregla hafði samband vorið 2023. „Við náttúrulega brugðumst við þessu en við fengum ekki íbúðina afhent 1,2 og 3,“ segir Sigrún um viðbrögðin þegar lögregla hafði samband. Rætt hafi verið við manninn og svo hafi ferli farið í gang. Íbúðin sé nú komin í hendur annars leigjanda. Sorglegt mál Hún segir málið sorglegt en svona svik geti alltaf átt sér stað. Gerður sé leigusamningur en svo sé íbúðin eins og hefðbundið heimili fólks. Ekki sé farið í uppfærslur og viðgerðir að frumkvæði Félagsbústaða heldur reynt að að sinna beiðnum sem berist. „Við erum ekkert að abbast upp á fólk nema ástæða sé til,“ segir Sigrún. Íbúðir Félagsbústaða séu um fimm prósent af íbúðarhúsnæði í borginni. „Þetta er fyrir þá borgarbúa sem hafa ekki góða eignarstöðu. Uppfylla félagsleg skilyrði,“ segir Sigrún. Auðvitað sé slæmt að fólk misnoti kerfið. Vel geti verið að karlmaðurinn hefði uppfyllt skilyrðin. „Það gæti alveg verið að hann hefði uppfyllt öll skilyrði hefði hann sótt um, það er ekki ósennilegt.“ Varðandi það hvort þetta mál hafi kveikt viðvörunarbjöllur eða hvort hægt sé að læra af því segir Sigrún að þau muni reyna að vera enn betur á varðbergi. „En hvernig er aðeins erfitt að ákveða. Ég vona að þetta sé einstakt mál.“ Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að fyrri hluta árs 2023 hefði embætti Landlæknis fengið upplýsingar frá lögreglu um að lyf hefðu verið leyst út í nafni konu sem hafði verið búsett á Íslandi en lést í Úkraínu í maí 2014. Í kjölfarið tók embættið fyrir lyfjaávísanir sem gefnar höfðu verið út frá andláti hennar. Í ljós kom að læknirinn hefði gefið út fjölmargar ávísanir fyrir ávana- og fíknilyf á níu ára tímabili. Landlæknir svipti lækninn leyfi sínu og heilbrigðisráðuneytið staðfesti sviptinguna eftir andmæli læknisins. Útkall vegna heimilisofbeldis Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás 1 að lögregla hefði komist á spor svikahrappsins í útkalli vegna heimilisofbeldi. Kona sem hringdi í lögreglu hefði í félagslegri íbúð karlmannsins upplýst að hann hefði verið að leysa út lyf í nafni látinnar konu og hvatt hana til að þykjast vera hin látna í þeim tilgangi að halda íbúðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er karlmaðurinn sem um ræðir rússneskumælandi á sjötugsaldri sem hefur meðal annars haldið því fram að vera af belgísku fólki kominn. Hann ber merki um áverka sem hann segist meðal annars hafa fengið í Persaflóastríðinu. Frásögn sem verður seint sannreynd enda ekki rannsóknarefni lögreglu. Heimsótti Úkraínu reglulega Konan sem lést var frá Úkraínu og fór reglulega til heimalandsins til að heimsækja móður sína og bróður. Eftir andlát hennar 2014, sem enginn hér á landi virðist hafa haft vitneskju um, hélt karlmaðurinn áfram að búa í íbúð hennar hjá Félagsbústöðum og leysa út lyf sem læknirinn skrifaði upp á. Tjáði hann lækninum að konan héldi til í Úkraínu þar sem hún byggi hjá bróður sínum. Hún kæmi til Íslands af og til en treysti sér ekki til læknisins vegna veikinda. Karlmaðurinn framvísaði svo umboði þegar hann sótti lyfin sem læknirinn skrifaði upp á vegna veikinda konunnar. Læknirinn sagðist ekki hafa haft vitneskju um andlát konunnar fyrr en lögregla sagði honum frá því árið 2023. Hún hefði verið skjólstæðingur hans frá árinu 1997 en síðast komið til hans í mars 2014. Eftir það hefði sambýlismaður hennar komið í hennar stað, og sagt lækninum að konan héldi til í Úkraínu og byggi þar hjá bróður sínum. Hún kæmi þó til Íslands af og til, en treysti sér ekki til læknisins þegar hún væri á landinu. Umfangsmikil rannsókn Ásmundur Rúnar Gylfason er aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rannsóknina á lokametrum og fari í framhaldinu til ákærusviðs lögreglu. Þar verði tekin ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra og nákvæmlega hvaða lög meint brot mannsins heyri undir. Lögregla telur ekki ástæðu til að krefjast farbanns yfir manninum. Lögregla varði miklu púðri í málið á upphafsstigum þess og var meðal annars farið fram á gæsluvarðhald um tíma til tryggja návist aðilans á fyrstu stigum. Ásmundur Rúnar segir að á þeim tíma hafi verið til skoðunar að maðurinn væri annar en hann segðist vera. Svo hafi ekki reynst vera. Rannsóknin hefur teygt sig til Belgíu, Úkraínu og þá hefur lögregla unnið málið í gegnum tengslafulltrúa sinn hjá Interpol. Ein af 3100 íbúðum Sigrún Árnadóttir er framkvæmdastjóri Félagsbústaða sem hefur það hlutverk að leigja út íbúðir til fólks sem hefur verið úthlutað félagslegu leiguhúsnæði af velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Félagsbústaðir hafa um 3100 íbúðir á sínum snærum út um alla borg og um hafi verið að ræða eina slíka íbúð í fjölbýlishúsi. Sigrún segir í samtali við fréttastofu að konan hafi búið í íbúðinni í nokkuð mörg ár. Fyrst hafi verið gerður þriggja ára samningur og svo ótímabundinn leigusamningur. Allar greiðslur hafi borist á réttum tíma og aldrei verið tilefni til athugasemda. Fyrr en lögregla hafði samband vorið 2023. „Við náttúrulega brugðumst við þessu en við fengum ekki íbúðina afhent 1,2 og 3,“ segir Sigrún um viðbrögðin þegar lögregla hafði samband. Rætt hafi verið við manninn og svo hafi ferli farið í gang. Íbúðin sé nú komin í hendur annars leigjanda. Sorglegt mál Hún segir málið sorglegt en svona svik geti alltaf átt sér stað. Gerður sé leigusamningur en svo sé íbúðin eins og hefðbundið heimili fólks. Ekki sé farið í uppfærslur og viðgerðir að frumkvæði Félagsbústaða heldur reynt að að sinna beiðnum sem berist. „Við erum ekkert að abbast upp á fólk nema ástæða sé til,“ segir Sigrún. Íbúðir Félagsbústaða séu um fimm prósent af íbúðarhúsnæði í borginni. „Þetta er fyrir þá borgarbúa sem hafa ekki góða eignarstöðu. Uppfylla félagsleg skilyrði,“ segir Sigrún. Auðvitað sé slæmt að fólk misnoti kerfið. Vel geti verið að karlmaðurinn hefði uppfyllt skilyrðin. „Það gæti alveg verið að hann hefði uppfyllt öll skilyrði hefði hann sótt um, það er ekki ósennilegt.“ Varðandi það hvort þetta mál hafi kveikt viðvörunarbjöllur eða hvort hægt sé að læra af því segir Sigrún að þau muni reyna að vera enn betur á varðbergi. „En hvernig er aðeins erfitt að ákveða. Ég vona að þetta sé einstakt mál.“ Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent