„Ekki næstum því allir íbúar með þetta app“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2024 07:02 Björn Bjarki segir enn þörf á betri búð í Búðardal. Vísir Sveitarstjóri Dalabyggðar segir ósk sveitarstjórnar vera þá að íbúar njóti lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. „Það má segja að þetta sé ákveðin viðleitni hjá stjórn og stjórnendum Samkaupa að mæta kröfum okkar í Dölunum með þessum hætti en að mínu mati þarf meira að koma til,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar í skriflegu svari til Vísis. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Áður var rekin Kjörbúð í Búðardal sem svo varð að Krambúðinni. Forsvarsmenn Samkaupa höfðu áður útskýrt fyrir sveitarstjórninni að sú verslun hefði ávallt verið rekin með tapi og að ljóst væri því miður að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal. Vöruúrvalið henti frekar ferðamönnum „Það er nú þannig að það eru ekki næstum allir íbúar Dalabyggðar með þetta app sem um ræðir og alls ekki allir með þann búnað sem til þarf né hafa tök á að koma því upp,“ skrifar Björn Bjarki til Vísis. Hann segist einnig hvetja forsvarsmenn Samkaupa til þess að láta vörúrval verslunarinnar taka meira mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð. Uppsetning verslunarinnar og vöruúrval sé enn í þeim anda að um sé að ræða verslun fyrir ferðamanninn miklu frekar en að markhópurinn sé heimafólk. Hann segir sveitarstjórn hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við Samkaup og geri það nú enn og aftur. Íbúar njóti kjaranna strax „Okkar ósk er að Samkaup breyti uppsetningu verslunarinnar í þeim anda sem ég hér lýsi og lagi verðlag þannig að viðskiptavinir séu ekki að safna inneign í gegnum fyrrnefnt „app“ heldur njóti kjaranna strax og viðskiptin eiga sér stað, frá degi til dags,“ skrifar Björn Bjarki. „Við núverandi fyrirkomulag munum við áfram búa við það að fólk sem hér býr þurfi að sækja út fyrir byggðarlagið til þess að sækja sér nauðsynjavöru fyrir heimilið og má kalla það innviða brest líkt og við búum við innviða brest í vegakerfinu okkar svo eitthvað sé nefnt. Við höfum mikinn metnað hér í Dölunum til þess að gera kröftugt og gott samfélag enn sterkara og þessi þáttur skiptir miklu máli í þeim efnum.“ Dalabyggð Verslun Byggðamál Matvöruverslun Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
„Það má segja að þetta sé ákveðin viðleitni hjá stjórn og stjórnendum Samkaupa að mæta kröfum okkar í Dölunum með þessum hætti en að mínu mati þarf meira að koma til,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar í skriflegu svari til Vísis. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Áður var rekin Kjörbúð í Búðardal sem svo varð að Krambúðinni. Forsvarsmenn Samkaupa höfðu áður útskýrt fyrir sveitarstjórninni að sú verslun hefði ávallt verið rekin með tapi og að ljóst væri því miður að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal. Vöruúrvalið henti frekar ferðamönnum „Það er nú þannig að það eru ekki næstum allir íbúar Dalabyggðar með þetta app sem um ræðir og alls ekki allir með þann búnað sem til þarf né hafa tök á að koma því upp,“ skrifar Björn Bjarki til Vísis. Hann segist einnig hvetja forsvarsmenn Samkaupa til þess að láta vörúrval verslunarinnar taka meira mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð. Uppsetning verslunarinnar og vöruúrval sé enn í þeim anda að um sé að ræða verslun fyrir ferðamanninn miklu frekar en að markhópurinn sé heimafólk. Hann segir sveitarstjórn hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við Samkaup og geri það nú enn og aftur. Íbúar njóti kjaranna strax „Okkar ósk er að Samkaup breyti uppsetningu verslunarinnar í þeim anda sem ég hér lýsi og lagi verðlag þannig að viðskiptavinir séu ekki að safna inneign í gegnum fyrrnefnt „app“ heldur njóti kjaranna strax og viðskiptin eiga sér stað, frá degi til dags,“ skrifar Björn Bjarki. „Við núverandi fyrirkomulag munum við áfram búa við það að fólk sem hér býr þurfi að sækja út fyrir byggðarlagið til þess að sækja sér nauðsynjavöru fyrir heimilið og má kalla það innviða brest líkt og við búum við innviða brest í vegakerfinu okkar svo eitthvað sé nefnt. Við höfum mikinn metnað hér í Dölunum til þess að gera kröftugt og gott samfélag enn sterkara og þessi þáttur skiptir miklu máli í þeim efnum.“
Dalabyggð Verslun Byggðamál Matvöruverslun Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira