„Erum ennþá með þetta í okkar höndum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2024 21:45 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego „Þetta er svekkelsi. Mér fannst við spila frábæran leik,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Val í 25. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Okkur var refsað fyrir þessi fáu mistök sem við gerðum. Við gerðum reyndar vel að koma til baka tvisvar en það er auðvitað bara Frederik [Schram, markvörður Vals] sem vinnur þetta stig fyrir þá. Ég er stoltur af liðinu en svekktur með niðurstöðuna,“ bætti Halldór við. Hann segir enn fremur að það sé erfitt að finna eitthvað sem hann er ósáttur við í leik síns liðs í kvöld. „Það er erfitt. Í byrjun leiks fannst mér við vera aðeins of soft þegar þeir voru að senda háa bolta fram á Patrick [Pedersen]. Mér fannst hann fá að valsa bara hérna um og við hefðum þurft að standa aðeins nær honum. Það var kannski aðallega það. Við tókum hann miklu betur í seinni hálfleik.“ „Valsliðið var auðvitað mætt hérna til að verja markið sitt og þeir gerðu það vel. Þetta var þolinmæðisleikur og auðvitað setur það strik í reikninginn að lenda tvisvar undir. En mér fannst liðið spila vel og ég var ánægður með strákana í dag.“ Þrátt fyrir að hægt sé að tala um tvö töpuð stig í titilbaráttu Breiðabliks getur liðið huggað sig við það að Víkingar gerðu einnig jafntefli í kvöld. „Það er bara óbreytt staða frá því í morgun. Við erum ennþá með þetta í okkar höndum eins og í svolítið langan tíma núna.“ Þá segist Halldór ætla að gefa liðinu smá frí nú þegar landsleikjahléið tekur við áður en liðið mætir aftur á fullu gasi til að undirbúa sig fyrir lokasprettinn. „Við tökum þriggja daga frí, en svo þurfum við bara að æfa vel og undirbúa þessa tvo leiki sem eru framundan,“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
„Okkur var refsað fyrir þessi fáu mistök sem við gerðum. Við gerðum reyndar vel að koma til baka tvisvar en það er auðvitað bara Frederik [Schram, markvörður Vals] sem vinnur þetta stig fyrir þá. Ég er stoltur af liðinu en svekktur með niðurstöðuna,“ bætti Halldór við. Hann segir enn fremur að það sé erfitt að finna eitthvað sem hann er ósáttur við í leik síns liðs í kvöld. „Það er erfitt. Í byrjun leiks fannst mér við vera aðeins of soft þegar þeir voru að senda háa bolta fram á Patrick [Pedersen]. Mér fannst hann fá að valsa bara hérna um og við hefðum þurft að standa aðeins nær honum. Það var kannski aðallega það. Við tókum hann miklu betur í seinni hálfleik.“ „Valsliðið var auðvitað mætt hérna til að verja markið sitt og þeir gerðu það vel. Þetta var þolinmæðisleikur og auðvitað setur það strik í reikninginn að lenda tvisvar undir. En mér fannst liðið spila vel og ég var ánægður með strákana í dag.“ Þrátt fyrir að hægt sé að tala um tvö töpuð stig í titilbaráttu Breiðabliks getur liðið huggað sig við það að Víkingar gerðu einnig jafntefli í kvöld. „Það er bara óbreytt staða frá því í morgun. Við erum ennþá með þetta í okkar höndum eins og í svolítið langan tíma núna.“ Þá segist Halldór ætla að gefa liðinu smá frí nú þegar landsleikjahléið tekur við áður en liðið mætir aftur á fullu gasi til að undirbúa sig fyrir lokasprettinn. „Við tökum þriggja daga frí, en svo þurfum við bara að æfa vel og undirbúa þessa tvo leiki sem eru framundan,“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira