Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. október 2024 21:02 Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra Hafnarfirði, og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins. Ívar/Vilhelm Meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra mótmælir áformum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að afnema lög um orlof húsmæðra og segir að það yrði skerðing á lífsgæðum fjölmargra kvenna. Í frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er lagt til að afnema lög um orlof húsmæðra sem hafa verið í gildi frá árinu 1972. Lögin tryggja heimavinnandi húsmæðrum orlofsrétt sem er nýttur til að niðurgreiða ýmsar ferðir sem þær geta sótt um hjá orlofsnefndum sveitarfélaga. Lögin hafa verið umdeild í gegnum tíðina en sem dæmi hefur bæjarstjórn Hveragerðis og Garðabæjar ályktað gegn fyrirkomulaginu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfesti í samtali við fréttastofu að orlofsréttindi húsmæðra kosti sveitarfélagið 2,9 milljónir á ári sem gerir um 157 krónur á hvern íbúa. Umdeild lög séu tímaskekkja „Lengi hefur verið til umræðu að leggja niður orlof húsmæðra. Er m.a. talið að um tímaskekkju sé að ræða enda hafa lögin verið umdeild vegna jafnréttissjónarmiða. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax. Ekki má gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem þær hafa farið. Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis.“ segir í frumvarpinu. „Barn síns tíma“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins, segir lög um orlof húsmæðra vera íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Tímabært sé að fella þau úr gildi og margvíslegar ástæður liggi að baki. „Það er auðvitað sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna sem hafa ekki val um að taka þátt í þessu. Það eru jafnræðissjónarmið. Þetta er að mati okkar flutningsmanna ekki góð meðferð og nýting á almannafé. Það er líka bara viðhorfið sem að felst í þessum lögum, okkur þykir það vera úrelt. Samfélagið okkar hefur blessunarlega gjörbreyst og það er bara barns síns tíma að vera veita svona úthlutanir á grundvelli kyns.“ Ekki hægt að afnema lögin án fulls jafnréttis Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði hafnar því að fyrirkomulagið sé íþyngjandi fyrir sveitarfélögin og segir það ekki nema miklum kostnaði fyrir samfélagið. „Þetta er því miður ekki tímabært frumvarp þó svo að við höfum jafnréttislög þá hafa þau ekki náð fram jafnrétti í launum fyrir konur og það nær ekki aftur í tímann til kvenna sem voru á lágum launum og hafa því lágar lífeyrisgreiðslur.“ Hún bendir á að síðast þegar að orlof húsmæðra fór fyrir Jafnréttisstofu var litið svo á að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn jafnréttislögum. Hún segir orlofsferðir skipta miklu máli fyrir félagslegt líf húsmæðra. „Þar erum við að fara með 100 konur á ári sem nýta sér þetta. Þetta yrði skerðing á þeirra lífsgæðum. Þeim finnst þetta alltaf vera eitthvað sem þær hafa áhyggjur af. Ef þetta yrði lagt niður hvað gerum við þá? Þetta er sértæk aðgerð og hennar er því miður þörf enn þá. Ég ætla skora bara á þingfólk, þingmenn og vinnuveitendur að koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll.“ Jafnréttismál Ferðalög Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Í frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er lagt til að afnema lög um orlof húsmæðra sem hafa verið í gildi frá árinu 1972. Lögin tryggja heimavinnandi húsmæðrum orlofsrétt sem er nýttur til að niðurgreiða ýmsar ferðir sem þær geta sótt um hjá orlofsnefndum sveitarfélaga. Lögin hafa verið umdeild í gegnum tíðina en sem dæmi hefur bæjarstjórn Hveragerðis og Garðabæjar ályktað gegn fyrirkomulaginu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfesti í samtali við fréttastofu að orlofsréttindi húsmæðra kosti sveitarfélagið 2,9 milljónir á ári sem gerir um 157 krónur á hvern íbúa. Umdeild lög séu tímaskekkja „Lengi hefur verið til umræðu að leggja niður orlof húsmæðra. Er m.a. talið að um tímaskekkju sé að ræða enda hafa lögin verið umdeild vegna jafnréttissjónarmiða. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax. Ekki má gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem þær hafa farið. Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis.“ segir í frumvarpinu. „Barn síns tíma“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins, segir lög um orlof húsmæðra vera íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Tímabært sé að fella þau úr gildi og margvíslegar ástæður liggi að baki. „Það er auðvitað sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna sem hafa ekki val um að taka þátt í þessu. Það eru jafnræðissjónarmið. Þetta er að mati okkar flutningsmanna ekki góð meðferð og nýting á almannafé. Það er líka bara viðhorfið sem að felst í þessum lögum, okkur þykir það vera úrelt. Samfélagið okkar hefur blessunarlega gjörbreyst og það er bara barns síns tíma að vera veita svona úthlutanir á grundvelli kyns.“ Ekki hægt að afnema lögin án fulls jafnréttis Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði hafnar því að fyrirkomulagið sé íþyngjandi fyrir sveitarfélögin og segir það ekki nema miklum kostnaði fyrir samfélagið. „Þetta er því miður ekki tímabært frumvarp þó svo að við höfum jafnréttislög þá hafa þau ekki náð fram jafnrétti í launum fyrir konur og það nær ekki aftur í tímann til kvenna sem voru á lágum launum og hafa því lágar lífeyrisgreiðslur.“ Hún bendir á að síðast þegar að orlof húsmæðra fór fyrir Jafnréttisstofu var litið svo á að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn jafnréttislögum. Hún segir orlofsferðir skipta miklu máli fyrir félagslegt líf húsmæðra. „Þar erum við að fara með 100 konur á ári sem nýta sér þetta. Þetta yrði skerðing á þeirra lífsgæðum. Þeim finnst þetta alltaf vera eitthvað sem þær hafa áhyggjur af. Ef þetta yrði lagt niður hvað gerum við þá? Þetta er sértæk aðgerð og hennar er því miður þörf enn þá. Ég ætla skora bara á þingfólk, þingmenn og vinnuveitendur að koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll.“
Jafnréttismál Ferðalög Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum