Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. október 2024 21:02 Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra Hafnarfirði, og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins. Ívar/Vilhelm Meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra mótmælir áformum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að afnema lög um orlof húsmæðra og segir að það yrði skerðing á lífsgæðum fjölmargra kvenna. Í frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er lagt til að afnema lög um orlof húsmæðra sem hafa verið í gildi frá árinu 1972. Lögin tryggja heimavinnandi húsmæðrum orlofsrétt sem er nýttur til að niðurgreiða ýmsar ferðir sem þær geta sótt um hjá orlofsnefndum sveitarfélaga. Lögin hafa verið umdeild í gegnum tíðina en sem dæmi hefur bæjarstjórn Hveragerðis og Garðabæjar ályktað gegn fyrirkomulaginu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfesti í samtali við fréttastofu að orlofsréttindi húsmæðra kosti sveitarfélagið 2,9 milljónir á ári sem gerir um 157 krónur á hvern íbúa. Umdeild lög séu tímaskekkja „Lengi hefur verið til umræðu að leggja niður orlof húsmæðra. Er m.a. talið að um tímaskekkju sé að ræða enda hafa lögin verið umdeild vegna jafnréttissjónarmiða. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax. Ekki má gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem þær hafa farið. Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis.“ segir í frumvarpinu. „Barn síns tíma“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins, segir lög um orlof húsmæðra vera íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Tímabært sé að fella þau úr gildi og margvíslegar ástæður liggi að baki. „Það er auðvitað sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna sem hafa ekki val um að taka þátt í þessu. Það eru jafnræðissjónarmið. Þetta er að mati okkar flutningsmanna ekki góð meðferð og nýting á almannafé. Það er líka bara viðhorfið sem að felst í þessum lögum, okkur þykir það vera úrelt. Samfélagið okkar hefur blessunarlega gjörbreyst og það er bara barns síns tíma að vera veita svona úthlutanir á grundvelli kyns.“ Ekki hægt að afnema lögin án fulls jafnréttis Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði hafnar því að fyrirkomulagið sé íþyngjandi fyrir sveitarfélögin og segir það ekki nema miklum kostnaði fyrir samfélagið. „Þetta er því miður ekki tímabært frumvarp þó svo að við höfum jafnréttislög þá hafa þau ekki náð fram jafnrétti í launum fyrir konur og það nær ekki aftur í tímann til kvenna sem voru á lágum launum og hafa því lágar lífeyrisgreiðslur.“ Hún bendir á að síðast þegar að orlof húsmæðra fór fyrir Jafnréttisstofu var litið svo á að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn jafnréttislögum. Hún segir orlofsferðir skipta miklu máli fyrir félagslegt líf húsmæðra. „Þar erum við að fara með 100 konur á ári sem nýta sér þetta. Þetta yrði skerðing á þeirra lífsgæðum. Þeim finnst þetta alltaf vera eitthvað sem þær hafa áhyggjur af. Ef þetta yrði lagt niður hvað gerum við þá? Þetta er sértæk aðgerð og hennar er því miður þörf enn þá. Ég ætla skora bara á þingfólk, þingmenn og vinnuveitendur að koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll.“ Jafnréttismál Ferðalög Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Í frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er lagt til að afnema lög um orlof húsmæðra sem hafa verið í gildi frá árinu 1972. Lögin tryggja heimavinnandi húsmæðrum orlofsrétt sem er nýttur til að niðurgreiða ýmsar ferðir sem þær geta sótt um hjá orlofsnefndum sveitarfélaga. Lögin hafa verið umdeild í gegnum tíðina en sem dæmi hefur bæjarstjórn Hveragerðis og Garðabæjar ályktað gegn fyrirkomulaginu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfesti í samtali við fréttastofu að orlofsréttindi húsmæðra kosti sveitarfélagið 2,9 milljónir á ári sem gerir um 157 krónur á hvern íbúa. Umdeild lög séu tímaskekkja „Lengi hefur verið til umræðu að leggja niður orlof húsmæðra. Er m.a. talið að um tímaskekkju sé að ræða enda hafa lögin verið umdeild vegna jafnréttissjónarmiða. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax. Ekki má gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem þær hafa farið. Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis.“ segir í frumvarpinu. „Barn síns tíma“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins, segir lög um orlof húsmæðra vera íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Tímabært sé að fella þau úr gildi og margvíslegar ástæður liggi að baki. „Það er auðvitað sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna sem hafa ekki val um að taka þátt í þessu. Það eru jafnræðissjónarmið. Þetta er að mati okkar flutningsmanna ekki góð meðferð og nýting á almannafé. Það er líka bara viðhorfið sem að felst í þessum lögum, okkur þykir það vera úrelt. Samfélagið okkar hefur blessunarlega gjörbreyst og það er bara barns síns tíma að vera veita svona úthlutanir á grundvelli kyns.“ Ekki hægt að afnema lögin án fulls jafnréttis Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði hafnar því að fyrirkomulagið sé íþyngjandi fyrir sveitarfélögin og segir það ekki nema miklum kostnaði fyrir samfélagið. „Þetta er því miður ekki tímabært frumvarp þó svo að við höfum jafnréttislög þá hafa þau ekki náð fram jafnrétti í launum fyrir konur og það nær ekki aftur í tímann til kvenna sem voru á lágum launum og hafa því lágar lífeyrisgreiðslur.“ Hún bendir á að síðast þegar að orlof húsmæðra fór fyrir Jafnréttisstofu var litið svo á að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn jafnréttislögum. Hún segir orlofsferðir skipta miklu máli fyrir félagslegt líf húsmæðra. „Þar erum við að fara með 100 konur á ári sem nýta sér þetta. Þetta yrði skerðing á þeirra lífsgæðum. Þeim finnst þetta alltaf vera eitthvað sem þær hafa áhyggjur af. Ef þetta yrði lagt niður hvað gerum við þá? Þetta er sértæk aðgerð og hennar er því miður þörf enn þá. Ég ætla skora bara á þingfólk, þingmenn og vinnuveitendur að koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll.“
Jafnréttismál Ferðalög Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira