Andri Lucas: „Vona að pabbi hafi haldið með mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2024 08:31 Það yljaði eflaust mörgum um hjartaræturnar að sjá Guðjohnsen spila á Stamford Bridge á ný. getty/Sebastian Frej Þrátt fyrir að Gent hafi tapað fyrir Chelsea segir Andri Lucas Guðjohnsen að endurkoman á Stamford Bridge hafi verið ánægjuleg. Andri Lucas var í byrjunarliði Gent og lagði upp fyrra mark liðsins í 4-2 tapi fyrir Chelsea í gær. Pabbi Andra Lucasar, Eiður Smári, lék með Chelsea á árunum 2000-06 og var í stúkunni á Stamford Brigde í gær ásamt elsta syni sínum, Sveini Aroni. Andri Lucas þekkir vel til á Brúnni og segir að úrslit gærkvöldsins hafi ekki eyðilagt minningar hans frá vellinum. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Ef eitthvað er þá gerir þetta minningarnar enn betri. Að vera hérna sem ungur strákur og snúa svo aftur sem fótboltamaður er eitthvað sem ég mun varðveita og þetta er frábært kvöld fyrir mig og mína fjölskyldu,“ sagði Andri í viðtali við TNT eftir leikinn. Hann var svo spurður með hverjum pabbi hans hefði haldið með í leiknum í gær. „Ég vona að hann hafi haldið með mér. Nei, að sjálfsögðu reynir hann að horfa á alla leiki með okkur bræðrunum. Hann gaf mér ráð fyrir leikinn og studdi mig áfram.“ "A nice moment for me and my family" ❤️An evening to remember for Andri Gudjohnsen as he grabbed an assist against his dad Eidur's former club Chelsea 👏 pic.twitter.com/5xNVyU6tjE— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 3, 2024 Andri Lucas gekk í raðir Gent frá Lyngby í sumar. Hann hefur skorað tvö mörk fyrir liðið og lagt upp tvö í fjórtán leikjum. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Andri Lucas var í byrjunarliði Gent og lagði upp fyrra mark liðsins í 4-2 tapi fyrir Chelsea í gær. Pabbi Andra Lucasar, Eiður Smári, lék með Chelsea á árunum 2000-06 og var í stúkunni á Stamford Brigde í gær ásamt elsta syni sínum, Sveini Aroni. Andri Lucas þekkir vel til á Brúnni og segir að úrslit gærkvöldsins hafi ekki eyðilagt minningar hans frá vellinum. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Ef eitthvað er þá gerir þetta minningarnar enn betri. Að vera hérna sem ungur strákur og snúa svo aftur sem fótboltamaður er eitthvað sem ég mun varðveita og þetta er frábært kvöld fyrir mig og mína fjölskyldu,“ sagði Andri í viðtali við TNT eftir leikinn. Hann var svo spurður með hverjum pabbi hans hefði haldið með í leiknum í gær. „Ég vona að hann hafi haldið með mér. Nei, að sjálfsögðu reynir hann að horfa á alla leiki með okkur bræðrunum. Hann gaf mér ráð fyrir leikinn og studdi mig áfram.“ "A nice moment for me and my family" ❤️An evening to remember for Andri Gudjohnsen as he grabbed an assist against his dad Eidur's former club Chelsea 👏 pic.twitter.com/5xNVyU6tjE— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 3, 2024 Andri Lucas gekk í raðir Gent frá Lyngby í sumar. Hann hefur skorað tvö mörk fyrir liðið og lagt upp tvö í fjórtán leikjum.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira