„Þarft að vera sami leikmaður og á Íslandi og bæta tuttugu prósentum ofan á það“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2024 19:46 Arnar Gunnlaugsson var ánægður með frammistöðu Víkings í fyrri hálfleik. vísir/diego Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fannst tapið fyrir Omonia í Sambandsdeild Evrópu vera of stórt. Hann sagði að sínir menn hefðu gert mistök sem þeir gera alla jafna ekki. Þá höfðu meiðsli Tariks Ibrahimagic mikil áhrif á gang mála að mati þjálfarans. Víkingur tapaði 4-0 fyrir Omonia í dag. Öll mörkin komu í seinni hálfleik, eitt í upphafi hans og svo þrjú á síðustu níu mínútunum. „Fyrri hálfleikur var góður. Það var slæmt að missa Tarik. Það var gott flæði í liðinu þegar hann fór út af. Það riðlaðist aðeins. Við fengum einhver færi í fyrri hálfleik en það var fín stjórnun á þessu,“ sagði Arnar. „En þú sérð þetta oft gerast, með íslenska landsliðið og fleiri félagslið. Þegar hitt liðið fer aðeins að herja á okkur í seinni hálfleik eru menn þreyttir og þá missirðu fókus. Þetta voru full ódýr mörk fyrir minn smekk.“ Arnar segir að staðan á Tarik sé eftir aðstæðum ágæt. „Sem betur fer er hann allt í lagi. Ég held að hann hafi dottið út í nokkrar sekúndur en hann er í fínu lagi núna. Við tökum enga áhættu. Hann fer í nánari skoðun og við sjáum til,“ sagði Arnar. Súrt að tapa svona stórt Hann vonast til að Víkingar læri af leiknum í dag. „Þetta eru bara erfiðir leikir. Þú ert að spila við góð lið með góða einstaklinga. Þeir geta breytt um leikkerfi inni í leik. Við aðlöguðumst ekki alveg nægilega vel og gerðum ódýr mistök í varnarleik sem er ólíkt okkur. En vonandi verður góður lærdómur af þessum leik,“ sagði Arnar sem var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við spiluðum okkar leik og keyptum okkur hvíld með því að halda boltanum, leysa pressuna þeirra vel og spila ekkert ósvipað og við spilum heima. En á þessu stigi þarftu að gera það í níutíu mínútur og við erum ekki enn komnir þangað, bara því miður. Það er okkar verkefni. Það var súrt að tapa svona stórt en þetta gefur kannski alveg rétta mynd af leiknum sjálfum.“ Sömu trixin virka ekki eins og heima Víkingar tóku áhættu undir lok leiksins og við það opnuðust flóðgáttirnar. „Við þurftum að ýta liðinu aðeins framar en mörkin voru virkilega ódýr. Þetta var bara einbeitingarleysi og það er meiri kjarnorka í löppunum á þessum leikmönnum en það sem við erum fást við almennt heima á Íslandi. Þegar menn taka sömu trixin og ganga heima virka þau ekki hérna úti. Þú þarft að vera sami leikmaður og þú ert á Íslandi og bæta tuttugu prósent ofan á það,“ sagði Arnar að endingu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Víkingur tapaði 4-0 fyrir Omonia í dag. Öll mörkin komu í seinni hálfleik, eitt í upphafi hans og svo þrjú á síðustu níu mínútunum. „Fyrri hálfleikur var góður. Það var slæmt að missa Tarik. Það var gott flæði í liðinu þegar hann fór út af. Það riðlaðist aðeins. Við fengum einhver færi í fyrri hálfleik en það var fín stjórnun á þessu,“ sagði Arnar. „En þú sérð þetta oft gerast, með íslenska landsliðið og fleiri félagslið. Þegar hitt liðið fer aðeins að herja á okkur í seinni hálfleik eru menn þreyttir og þá missirðu fókus. Þetta voru full ódýr mörk fyrir minn smekk.“ Arnar segir að staðan á Tarik sé eftir aðstæðum ágæt. „Sem betur fer er hann allt í lagi. Ég held að hann hafi dottið út í nokkrar sekúndur en hann er í fínu lagi núna. Við tökum enga áhættu. Hann fer í nánari skoðun og við sjáum til,“ sagði Arnar. Súrt að tapa svona stórt Hann vonast til að Víkingar læri af leiknum í dag. „Þetta eru bara erfiðir leikir. Þú ert að spila við góð lið með góða einstaklinga. Þeir geta breytt um leikkerfi inni í leik. Við aðlöguðumst ekki alveg nægilega vel og gerðum ódýr mistök í varnarleik sem er ólíkt okkur. En vonandi verður góður lærdómur af þessum leik,“ sagði Arnar sem var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við spiluðum okkar leik og keyptum okkur hvíld með því að halda boltanum, leysa pressuna þeirra vel og spila ekkert ósvipað og við spilum heima. En á þessu stigi þarftu að gera það í níutíu mínútur og við erum ekki enn komnir þangað, bara því miður. Það er okkar verkefni. Það var súrt að tapa svona stórt en þetta gefur kannski alveg rétta mynd af leiknum sjálfum.“ Sömu trixin virka ekki eins og heima Víkingar tóku áhættu undir lok leiksins og við það opnuðust flóðgáttirnar. „Við þurftum að ýta liðinu aðeins framar en mörkin voru virkilega ódýr. Þetta var bara einbeitingarleysi og það er meiri kjarnorka í löppunum á þessum leikmönnum en það sem við erum fást við almennt heima á Íslandi. Þegar menn taka sömu trixin og ganga heima virka þau ekki hérna úti. Þú þarft að vera sami leikmaður og þú ert á Íslandi og bæta tuttugu prósent ofan á það,“ sagði Arnar að endingu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
„Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31