Þóra Jóhanna nýr yfirdýralæknir Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 12:04 Þóra Jóhanna er nýr yfirdýralæknir Matvælastofnunar. Vísir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Þóru Jóhönnu Jónasdóttur í embætti yfirdýralæknis. Hún tekur við af Sigurborgu Daðadóttur, sem var skipuð yfirdýralæknir árið 2013, fyrst kvenna. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að Þóra hafi lokið doktorsprófi árið 2002 frá Dýralæknaháskólanum í Noregi (Norges Veterinærhøgskole, NVH) og embættisprófi í dýralækningum árið 1990 frá sama skóla. Þóra stundi meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, hafi lokið leiðsögunámi og námi í sjúkraflutningum. Þóra hafi starfað hjá Matvælastofnun sem sérgreinadýralæknir frá árinu 2013 og verið eftirlitsdýralæknir Suðvesturumdæmis árið 2009. Hún hafi komið að stofnun lyfjaþróunarfyrirtækisins Oncoinvent hf 2010, hafi verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins fram til ársins 2013 og setið í stjórn þess til ársins 2024. Þóra hafi verið umsjónarmaður Dýraauðkennis hjá Dýralæknafélagi Íslands á árunum 2010 til 2014 og verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu frá 2000 til 2002. Þóra hafi um árabil verið búsett í Noregi og rúmt ár í Bandaríkjunum þar sem hún hafi starfað sem dýralæknir og lagt stund á kennslu og rannsóknir, meðal annars sem dósent og doktor við NVH á árunum 2002 til 2015. Þá hafi Þóra verið héraðsdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis í Ísafjarðarumdæmi á árunum 1990 til 1993. Þóra hafi setið í stjórnum, ráðum, nefndum og hópum tengdum meðal annars heilsu, velferð og vernd dýra sem fulltrúi Íslands í Norðurlandasamstarfi, á vegum Evrópusambandsins og Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni. Hún hafi ritað fjölda vísindagreina í alþjóðleg ritrýnd tímarit og haldið erindi og kynningar á ráðstefnum bæði hér á landi og erlendis. Embætti yfirdýralæknis hafi verið auglýst laust til umsóknar 4. júlí sl. og fjórar umsóknir borist um starfið. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson dýralæknir og Vigdís Tryggvadóttir sérgreinadýralæknir sóttu einnig um starfið. Matvælaráðherra skipi í embættið til fimm ára að undangengnu mati hæfnisnefndar. Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dýr Tengdar fréttir Fjögur sóttu um embætti yfirdýralæknis Fjórir sóttu um starf yfirdýralæknis. Það eru þau Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson, dýralæknir, Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir og Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir. Öll starfa þau hjá Matvælastofnun. Egill Þorri á að hefja starf sem nýr sviðsstjóri í september. 9. ágúst 2024 13:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að Þóra hafi lokið doktorsprófi árið 2002 frá Dýralæknaháskólanum í Noregi (Norges Veterinærhøgskole, NVH) og embættisprófi í dýralækningum árið 1990 frá sama skóla. Þóra stundi meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, hafi lokið leiðsögunámi og námi í sjúkraflutningum. Þóra hafi starfað hjá Matvælastofnun sem sérgreinadýralæknir frá árinu 2013 og verið eftirlitsdýralæknir Suðvesturumdæmis árið 2009. Hún hafi komið að stofnun lyfjaþróunarfyrirtækisins Oncoinvent hf 2010, hafi verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins fram til ársins 2013 og setið í stjórn þess til ársins 2024. Þóra hafi verið umsjónarmaður Dýraauðkennis hjá Dýralæknafélagi Íslands á árunum 2010 til 2014 og verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu frá 2000 til 2002. Þóra hafi um árabil verið búsett í Noregi og rúmt ár í Bandaríkjunum þar sem hún hafi starfað sem dýralæknir og lagt stund á kennslu og rannsóknir, meðal annars sem dósent og doktor við NVH á árunum 2002 til 2015. Þá hafi Þóra verið héraðsdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis í Ísafjarðarumdæmi á árunum 1990 til 1993. Þóra hafi setið í stjórnum, ráðum, nefndum og hópum tengdum meðal annars heilsu, velferð og vernd dýra sem fulltrúi Íslands í Norðurlandasamstarfi, á vegum Evrópusambandsins og Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni. Hún hafi ritað fjölda vísindagreina í alþjóðleg ritrýnd tímarit og haldið erindi og kynningar á ráðstefnum bæði hér á landi og erlendis. Embætti yfirdýralæknis hafi verið auglýst laust til umsóknar 4. júlí sl. og fjórar umsóknir borist um starfið. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson dýralæknir og Vigdís Tryggvadóttir sérgreinadýralæknir sóttu einnig um starfið. Matvælaráðherra skipi í embættið til fimm ára að undangengnu mati hæfnisnefndar.
Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dýr Tengdar fréttir Fjögur sóttu um embætti yfirdýralæknis Fjórir sóttu um starf yfirdýralæknis. Það eru þau Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson, dýralæknir, Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir og Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir. Öll starfa þau hjá Matvælastofnun. Egill Þorri á að hefja starf sem nýr sviðsstjóri í september. 9. ágúst 2024 13:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Fjögur sóttu um embætti yfirdýralæknis Fjórir sóttu um starf yfirdýralæknis. Það eru þau Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson, dýralæknir, Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir og Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir. Öll starfa þau hjá Matvælastofnun. Egill Þorri á að hefja starf sem nýr sviðsstjóri í september. 9. ágúst 2024 13:54