Segir gagnrýnina ósvífna og ósanngjarna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. október 2024 20:12 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Aðsend „Mér finnst þetta bara vera mjög ósvífin og ósanngjörn gagnrýni. Ég skil ekki hvernig það er hægt að saka einhvern um tvískinnung í svona máli sem hefur allan tímann óskað eftir meiri úrbótum fyrir óvarða vegfarendur og vildi ganga lengra en gengið var. Við höfum ekkert skipt um skoðun í þessu máli og gerðum það aldrei.“ Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um gagnrýni borgarfulltrúi Pírata sem tengist öryggi gangandi vegfarenda á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg þar sem banaslys varð um helgina. Blöskraði viðtal Kjartans Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagðist blöskra það að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ í kjölfar slyssins og sakaði hann um að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi vegfarenda við umrædd gatnamót. Hún vísaði þá í viðtal Kjartans við Morgunblaðið þar sem hann talaði um tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur á síðasta ári. Dóra sakaði Kjartan um tvískinnung og sagði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ekki vera hluta af lausninni heldur vandanum. „Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung.“ Meirihlutinn hafi valið verri lausn Kjartan segir í samtali við Vísi að gagnrýni Dóru sé alröng. Hann ítrekar að ekki sé hægt að saka hann um tvískinnung í þessu máli þar sem hann hefur ávallt kallað eftir enn meira öryggi á svæðinu. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið framkvæmdar. „Mér finnst afskaplega ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung. Þetta snýst um tillögu frá meirihlutanum um breytingu á gatnamótunum en við sátum hjá við afgreiðslu þessarar tillögu á þeim tíma. Vegna þess að við töldum ekki nægilega langt gengið fyrir öryggi vegfarenda og töldum að það væri verið að búa til verri lausn fyrir umferðina á svæðinu.“ Telur ljóst að tæknin sem er notuð sé ekki fullkomin Hann segir það augljóst að breyting meirihlutans á gatnamótunum hafi ekki tryggt öryggi vegfarenda nægilega. „Við vildum bæta öryggi gangandi vegfarenda með hnapp og snjallljósastýringu á umferðarljósunum og svo er sú tillaga felld af meirihlutanum. Það er ótrúlegt að tæpu ári síðar er maður sakaður um það að vinna gegn hagsmunum gangandi vegfaranda þegar við lögðum fram tillögu sem vildi ganga lengra.“ Með snjallljósastýringu á Kjartan við að skynjari myndi mæla gangandi vegfarendur og gefa þeim þann tíma sem hann þarf til að komast yfir götuna. Hann segist ekki vita hvers vegna meirihlutinn hafi farið þessa leið í stað þeirrar leiðar sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til. „Það er alveg ljóst á þessum gatnamótum að það er ekki fullkomin tækni notuð. Það er notast við klukkukerfi þar sem er alltaf miðað við fimmtán sekúndur fyrir gangandi vegfarendur. Það eru til miklu betri lausnir.“ Foreldrar kvörtuðu yfir skömmum tíma til að komast yfir gatnamótin í samtali við fréttastofu á sunnudaginn og sögðu hann of skamman fyrir börn. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Banaslys við Sæbraut Píratar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um gagnrýni borgarfulltrúi Pírata sem tengist öryggi gangandi vegfarenda á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg þar sem banaslys varð um helgina. Blöskraði viðtal Kjartans Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagðist blöskra það að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ í kjölfar slyssins og sakaði hann um að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi vegfarenda við umrædd gatnamót. Hún vísaði þá í viðtal Kjartans við Morgunblaðið þar sem hann talaði um tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur á síðasta ári. Dóra sakaði Kjartan um tvískinnung og sagði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ekki vera hluta af lausninni heldur vandanum. „Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung.“ Meirihlutinn hafi valið verri lausn Kjartan segir í samtali við Vísi að gagnrýni Dóru sé alröng. Hann ítrekar að ekki sé hægt að saka hann um tvískinnung í þessu máli þar sem hann hefur ávallt kallað eftir enn meira öryggi á svæðinu. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið framkvæmdar. „Mér finnst afskaplega ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung. Þetta snýst um tillögu frá meirihlutanum um breytingu á gatnamótunum en við sátum hjá við afgreiðslu þessarar tillögu á þeim tíma. Vegna þess að við töldum ekki nægilega langt gengið fyrir öryggi vegfarenda og töldum að það væri verið að búa til verri lausn fyrir umferðina á svæðinu.“ Telur ljóst að tæknin sem er notuð sé ekki fullkomin Hann segir það augljóst að breyting meirihlutans á gatnamótunum hafi ekki tryggt öryggi vegfarenda nægilega. „Við vildum bæta öryggi gangandi vegfarenda með hnapp og snjallljósastýringu á umferðarljósunum og svo er sú tillaga felld af meirihlutanum. Það er ótrúlegt að tæpu ári síðar er maður sakaður um það að vinna gegn hagsmunum gangandi vegfaranda þegar við lögðum fram tillögu sem vildi ganga lengra.“ Með snjallljósastýringu á Kjartan við að skynjari myndi mæla gangandi vegfarendur og gefa þeim þann tíma sem hann þarf til að komast yfir götuna. Hann segist ekki vita hvers vegna meirihlutinn hafi farið þessa leið í stað þeirrar leiðar sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til. „Það er alveg ljóst á þessum gatnamótum að það er ekki fullkomin tækni notuð. Það er notast við klukkukerfi þar sem er alltaf miðað við fimmtán sekúndur fyrir gangandi vegfarendur. Það eru til miklu betri lausnir.“ Foreldrar kvörtuðu yfir skömmum tíma til að komast yfir gatnamótin í samtali við fréttastofu á sunnudaginn og sögðu hann of skamman fyrir börn.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Banaslys við Sæbraut Píratar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira