„Með því alvarlegra sem ég hef séð frá Vinnueftirlitinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2024 19:22 Elías Pétursson bróðir Lúðvíks Péturssonar (t.h.) sem lést í alvarlegu vinnuslysi í janúar segir niðurstöður Vinnueftirlitsins á slysinu sína að fram þurfi að fara óháð rannsókn. Þá vill hann að leitað sé að líkamsleifum bróður síns svo hægt sé að jarðsetja hann. Vísir/Bjarni Bróðir manns sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík segir niðurstöður rannsóknar Vinnueftirlitsins á slysinu með því alvarlegra sem hann hafi litið augum. Nú þurfi dómsmálaráðherra að taka undir kröfur fjölskyldunnar um að setja á fót óháða rannsóknarnefnd. Vinnueftirlitið spyr hvort verkefnið hafi verið áhættunnar virði. Vinnueftirlitið hefur lokið rannsókn á banaslysi sem varð í Grindavík í janúar þegar Lúðvík Pétursson féll ofan í sprungu þegar hann vann þar við íbúðarhús. Þriggja daga leit að honum skilaði engu. Tjá sig ekki um málið Í skýrslunni kemur fram að EFLA verkfræðistofa hafi haft umsjón með verkinu að beiðni Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ). Þá hafi verktakafyrirtæki starfað að verkinu. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Eflu í dag sem ætlar ekki tjá sig um málið að sinni. Þá kom fram í svari NTÍ við sömu fyrirspurn fréttastofu að niðurstöður í skýrslu eftirlitsins beinist ekki að verklagi eða störfum NTÍ. Stofnunin muni engu að síður fara vel yfir skýrsluna og þau sjónarmið sem þar koma fram. Að öðru leyti hyggst stofnunin ekki tjá sig frekar um málið. Ekki hafi legið fyrir fullnægjandi áhættumat. Verkfræðistofa hefði átt að láta gera það. Þá hafi verktakinn átt undirgangast slíkt mat eða vera með það. Kynning á hættum og verklagi svæðinu hafi ekki verið nógu skýr. Áréttað er að áhættumat þurfi gera fyrir alla atvinnustarfsemi. Loks veltir Vinnueftirlitið upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði. Viljum koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur Fjölskylda Lúðvíks kallaði eftir því fljótlega eftir slysið að fram færi rannsókn óháðra aðila að hvarfinu. Elías Pétursson bróðir hans, sem hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum og verktakastarfsemi, segir niðurstöður og Vinnueftirlitsins sýna enn frekar nauðsyn þess. Fjölskyldan leggi áherslu á að það þurfi að læra af þessu máli. „Ég tel að skýrslan sé með því alvarlegra sem ég hef séð frá Vinnueftirlitinu. Augljóslega erum við fjölskyldan sammála um að þarna hafi menn tekið áhættu sem var ekki þess virði. Það kemur fram í skýrslunni að menn hafi ekki unnið áhættumat sem er að merkilegt því verkefnið var ekki með neinum hætti viðkvæmt tímalega séð. Menn þurftu ekki að æða í það. Ég tel að með þessari niðurstöðu séu engin rök fyrir öðru en að dómsmálaráðherra ákveði að setja á stofn óháða nefnd sem fari yfir alla þætti málsins. Þar verði aðdragandinn, slysið og eftirleikurinn rannsakað með það að markmiði að hægt sé að læra af því sem fór úrskeiðis. Til að koma í veg fyrir slík slys gerist aftur,“ segir Elías. Engin viðbrögð hafi enn komið borist frá dómsmálaráðherra. „Það hefur ekkert gerst. Það hefur verið þessi rannsókn Vinnueftirlitsins. Það hefur verið rannsókn lögreglu þar sem lögregla er að einhverju leyti að rannsaka sjálfan sig,“ segir hann. Vilja að leit haldi áfram Þá sé gríðarlega mikilvægt að áfram verði leitað af Lúðvík. „Fjölskyldan hefur líka óskað eftir því að það verði áfram leitað af líkamsleifum Lúðvíks. Ég hef ágætar vonir um að það verði gert, mér finnst skilningur á því. Það væri ákveðin lúkning á þessu málið að finna hann og geta jarðsett. Þess vegna er það mikilvægt,“ segir hann. Elías segir marga eiga um sárt að binda eftir fráfall Lúðvíks. Þetta hefur verið erfiður tími, erfiðastur fyrir börnin hans. Þetta er mikill missir fyrir marga. Við sjáum líka hvaða áhrif þetta hefur haft á Grindavík og hvaða áhrif slysið hafði á sínum tíma á allt og alla. Það eru ekki bara við sem eigum um sárt að binda það eru miklu fleiri. Slysavarnir Grindavík Vinnuslys Vinnumarkaður Tengdar fréttir Unnur minnist unnusta síns Lúðvíks sem hvarf í sprungu Minningarathöfn um Lúðvík Pétursson var haldin í Langholtskirkju í dag, föstudaginn 9. febrúar, en hann týndist í Grindavík 10. janúar sl. þegar hann var að vinna við að fylla sprungur fyrir Náttúruhamfaratryggingar Íslands. 9. febrúar 2024 17:00 Segir ekki hægt að kalla fall mannsins í sprunguna slys Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að kalla það þegar maður féll í sprungu í Grindavík slys. Hann telur óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að hann hafi verið einn að störfum. 31. janúar 2024 08:30 Áföll í Grindavík Það var merkileg upplifun að sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn að kvöldi sunnudagsins 14. janúar og horfa á heimili Grindavíkur verða eldgosi að bráð. 21. janúar 2024 23:50 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Vinnueftirlitið hefur lokið rannsókn á banaslysi sem varð í Grindavík í janúar þegar Lúðvík Pétursson féll ofan í sprungu þegar hann vann þar við íbúðarhús. Þriggja daga leit að honum skilaði engu. Tjá sig ekki um málið Í skýrslunni kemur fram að EFLA verkfræðistofa hafi haft umsjón með verkinu að beiðni Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ). Þá hafi verktakafyrirtæki starfað að verkinu. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Eflu í dag sem ætlar ekki tjá sig um málið að sinni. Þá kom fram í svari NTÍ við sömu fyrirspurn fréttastofu að niðurstöður í skýrslu eftirlitsins beinist ekki að verklagi eða störfum NTÍ. Stofnunin muni engu að síður fara vel yfir skýrsluna og þau sjónarmið sem þar koma fram. Að öðru leyti hyggst stofnunin ekki tjá sig frekar um málið. Ekki hafi legið fyrir fullnægjandi áhættumat. Verkfræðistofa hefði átt að láta gera það. Þá hafi verktakinn átt undirgangast slíkt mat eða vera með það. Kynning á hættum og verklagi svæðinu hafi ekki verið nógu skýr. Áréttað er að áhættumat þurfi gera fyrir alla atvinnustarfsemi. Loks veltir Vinnueftirlitið upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði. Viljum koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur Fjölskylda Lúðvíks kallaði eftir því fljótlega eftir slysið að fram færi rannsókn óháðra aðila að hvarfinu. Elías Pétursson bróðir hans, sem hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum og verktakastarfsemi, segir niðurstöður og Vinnueftirlitsins sýna enn frekar nauðsyn þess. Fjölskyldan leggi áherslu á að það þurfi að læra af þessu máli. „Ég tel að skýrslan sé með því alvarlegra sem ég hef séð frá Vinnueftirlitinu. Augljóslega erum við fjölskyldan sammála um að þarna hafi menn tekið áhættu sem var ekki þess virði. Það kemur fram í skýrslunni að menn hafi ekki unnið áhættumat sem er að merkilegt því verkefnið var ekki með neinum hætti viðkvæmt tímalega séð. Menn þurftu ekki að æða í það. Ég tel að með þessari niðurstöðu séu engin rök fyrir öðru en að dómsmálaráðherra ákveði að setja á stofn óháða nefnd sem fari yfir alla þætti málsins. Þar verði aðdragandinn, slysið og eftirleikurinn rannsakað með það að markmiði að hægt sé að læra af því sem fór úrskeiðis. Til að koma í veg fyrir slík slys gerist aftur,“ segir Elías. Engin viðbrögð hafi enn komið borist frá dómsmálaráðherra. „Það hefur ekkert gerst. Það hefur verið þessi rannsókn Vinnueftirlitsins. Það hefur verið rannsókn lögreglu þar sem lögregla er að einhverju leyti að rannsaka sjálfan sig,“ segir hann. Vilja að leit haldi áfram Þá sé gríðarlega mikilvægt að áfram verði leitað af Lúðvík. „Fjölskyldan hefur líka óskað eftir því að það verði áfram leitað af líkamsleifum Lúðvíks. Ég hef ágætar vonir um að það verði gert, mér finnst skilningur á því. Það væri ákveðin lúkning á þessu málið að finna hann og geta jarðsett. Þess vegna er það mikilvægt,“ segir hann. Elías segir marga eiga um sárt að binda eftir fráfall Lúðvíks. Þetta hefur verið erfiður tími, erfiðastur fyrir börnin hans. Þetta er mikill missir fyrir marga. Við sjáum líka hvaða áhrif þetta hefur haft á Grindavík og hvaða áhrif slysið hafði á sínum tíma á allt og alla. Það eru ekki bara við sem eigum um sárt að binda það eru miklu fleiri.
Ekki hafi legið fyrir fullnægjandi áhættumat. Verkfræðistofa hefði átt að láta gera það. Þá hafi verktakinn átt undirgangast slíkt mat eða vera með það. Kynning á hættum og verklagi svæðinu hafi ekki verið nógu skýr. Áréttað er að áhættumat þurfi gera fyrir alla atvinnustarfsemi. Loks veltir Vinnueftirlitið upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði.
Slysavarnir Grindavík Vinnuslys Vinnumarkaður Tengdar fréttir Unnur minnist unnusta síns Lúðvíks sem hvarf í sprungu Minningarathöfn um Lúðvík Pétursson var haldin í Langholtskirkju í dag, föstudaginn 9. febrúar, en hann týndist í Grindavík 10. janúar sl. þegar hann var að vinna við að fylla sprungur fyrir Náttúruhamfaratryggingar Íslands. 9. febrúar 2024 17:00 Segir ekki hægt að kalla fall mannsins í sprunguna slys Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að kalla það þegar maður féll í sprungu í Grindavík slys. Hann telur óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að hann hafi verið einn að störfum. 31. janúar 2024 08:30 Áföll í Grindavík Það var merkileg upplifun að sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn að kvöldi sunnudagsins 14. janúar og horfa á heimili Grindavíkur verða eldgosi að bráð. 21. janúar 2024 23:50 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Unnur minnist unnusta síns Lúðvíks sem hvarf í sprungu Minningarathöfn um Lúðvík Pétursson var haldin í Langholtskirkju í dag, föstudaginn 9. febrúar, en hann týndist í Grindavík 10. janúar sl. þegar hann var að vinna við að fylla sprungur fyrir Náttúruhamfaratryggingar Íslands. 9. febrúar 2024 17:00
Segir ekki hægt að kalla fall mannsins í sprunguna slys Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að kalla það þegar maður féll í sprungu í Grindavík slys. Hann telur óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að hann hafi verið einn að störfum. 31. janúar 2024 08:30
Áföll í Grindavík Það var merkileg upplifun að sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn að kvöldi sunnudagsins 14. janúar og horfa á heimili Grindavíkur verða eldgosi að bráð. 21. janúar 2024 23:50