Fjölskyldan kallar eftir rannsókn óháðra aðila á hvarfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 06:57 Umfangsmiklar björgunar- og leitaraðgerðir fóru fram í Grindavík eftir slysið. Leit var þó hætt eftir tvo daga vegna þess hve hættulegar aðstæður voru. Vísir/Sigurjón Fjölskylda mannsins sem féll ofan í sprungu í Grindavík þann 10. janúar á þessu ári vill að hvarf hans verði rannsakað af óháðum aðilum. Fjölskyldan vill svör um aðdraganda og aðstæður á vettvangi þar sem maðurinn, Lúðvík Pétursson, var við störf. Fjallað er um málið í Heimildinni sem kom út í dag en þar segir að bróðir mannsins, Elías Pétursson, hafi staðfest við þau að fjölskyldan hafi óskað eftir því að hvarf Lúðvíks yrði rannsakað af sjálfstæðum og óháðum aðilum. Það sé þörf á því og að mörgum spurningum sé enn ósvarað um aðdraganda, ákvarðanatöku og atburðarásina í Grindavík. Þá kemur fram í frétt Heimildarinnar að fjölskylda mannsins hafi ítrekað, á meðan leit fór fram, fengið fréttir af leitinni og framgangi hennar í fjölmiðlum. Til dæmis þegar leit var hætt tímabundið þann 12. janúar. Leit var formlega hætt síðar sama kvöld. Lögreglustjóri, Úlfar Lúðvíksson, vísaði til þess að aðstæður væru ótryggar og að ekki væri forsvaranlegt að senda menn niður í sprunguna til áframhaldandi leitar. Á meðan leit fór fram var greint frá því að aðdragandi slyssins hefði verið sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró Lúðvík ofan í hana. Annað hrun varð svo í sprungunni síðar sem gerði verkið enn erfiðara. Sprungan sem var fyllt í var við íbúðarhús í bænum. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnuslysið Maðurinn sem saknað er eftir vinnuslys sem varð í Grindavík þann 10. janúar heitir Lúðvík Pétursson. 13. janúar 2024 18:08 Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. 13. janúar 2024 17:55 „Alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér“ Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík segir þann tímapunkt runninn upp að meta þurfi hvort það sé þess virði að reyna að halda lífi í bænum með fyrirtækjarekstri. Banaslys og eldgos hafi gert það að verkum að algjör umbreyting hafi orðið á viðhorfi fólks til veru í bænum. 21. janúar 2024 13:00 Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. 13. janúar 2024 12:10 Hætta að meta tjón í Grindavík í bili Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í Grindavík í ljósi atburða vikunnar. Stofnunin hefur unnið að mati á tjóni á fasteignum og innviðum í bænum frá því náttúruhamfarirnar hófust í nóvember síðastliðnum. 13. janúar 2024 10:31 Hætta leitinni að manninum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. 12. janúar 2024 19:14 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Fjallað er um málið í Heimildinni sem kom út í dag en þar segir að bróðir mannsins, Elías Pétursson, hafi staðfest við þau að fjölskyldan hafi óskað eftir því að hvarf Lúðvíks yrði rannsakað af sjálfstæðum og óháðum aðilum. Það sé þörf á því og að mörgum spurningum sé enn ósvarað um aðdraganda, ákvarðanatöku og atburðarásina í Grindavík. Þá kemur fram í frétt Heimildarinnar að fjölskylda mannsins hafi ítrekað, á meðan leit fór fram, fengið fréttir af leitinni og framgangi hennar í fjölmiðlum. Til dæmis þegar leit var hætt tímabundið þann 12. janúar. Leit var formlega hætt síðar sama kvöld. Lögreglustjóri, Úlfar Lúðvíksson, vísaði til þess að aðstæður væru ótryggar og að ekki væri forsvaranlegt að senda menn niður í sprunguna til áframhaldandi leitar. Á meðan leit fór fram var greint frá því að aðdragandi slyssins hefði verið sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró Lúðvík ofan í hana. Annað hrun varð svo í sprungunni síðar sem gerði verkið enn erfiðara. Sprungan sem var fyllt í var við íbúðarhús í bænum.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnuslysið Maðurinn sem saknað er eftir vinnuslys sem varð í Grindavík þann 10. janúar heitir Lúðvík Pétursson. 13. janúar 2024 18:08 Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. 13. janúar 2024 17:55 „Alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér“ Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík segir þann tímapunkt runninn upp að meta þurfi hvort það sé þess virði að reyna að halda lífi í bænum með fyrirtækjarekstri. Banaslys og eldgos hafi gert það að verkum að algjör umbreyting hafi orðið á viðhorfi fólks til veru í bænum. 21. janúar 2024 13:00 Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. 13. janúar 2024 12:10 Hætta að meta tjón í Grindavík í bili Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í Grindavík í ljósi atburða vikunnar. Stofnunin hefur unnið að mati á tjóni á fasteignum og innviðum í bænum frá því náttúruhamfarirnar hófust í nóvember síðastliðnum. 13. janúar 2024 10:31 Hætta leitinni að manninum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. 12. janúar 2024 19:14 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnuslysið Maðurinn sem saknað er eftir vinnuslys sem varð í Grindavík þann 10. janúar heitir Lúðvík Pétursson. 13. janúar 2024 18:08
Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. 13. janúar 2024 17:55
„Alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér“ Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík segir þann tímapunkt runninn upp að meta þurfi hvort það sé þess virði að reyna að halda lífi í bænum með fyrirtækjarekstri. Banaslys og eldgos hafi gert það að verkum að algjör umbreyting hafi orðið á viðhorfi fólks til veru í bænum. 21. janúar 2024 13:00
Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. 13. janúar 2024 12:10
Hætta að meta tjón í Grindavík í bili Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í Grindavík í ljósi atburða vikunnar. Stofnunin hefur unnið að mati á tjóni á fasteignum og innviðum í bænum frá því náttúruhamfarirnar hófust í nóvember síðastliðnum. 13. janúar 2024 10:31
Hætta leitinni að manninum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. 12. janúar 2024 19:14