Mælirinn fullur vegna vanvirðingar á slysstað Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2024 19:18 Árni Friðleifsson er aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur. Íslensk kona á fertugsaldri lést í slysinu. Hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ökumaðurinn, sem var ungur karlmaður, er ekki talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Lögregla og Rannsóknarnefnd samgöngumála rannsaka slysið og gengur rannsókn vel að sögn lögreglu. Það sem af er ári hafa þrettán látið lífið í umferðinni sem er það mesta síðan árið 2018. Sjö af þessum þrettán létust í janúar, þar af fimm á fyrstu sautján dögum ársins. Á síðustu árum hefur lögregla einnig orðið vitni að breyttri hegðun vegfarenda þegar kemur að alvarlegum umferðarslysum segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við þurfum að loka vettvangi þar sem hafa orðið umferðarslys eða aðrir atburðir. Fólk virðist bara vilja fara þangað inn. Forvitni eða jafnvel að taka myndir. Þetta höfum við fundið að er að aukast og keyrðu eiginlega um þverbak um helgina,“ segir Árni. Hann segir þetta óboðlega hegðun. „Þetta er bara mjög sorglegt að vera að vinna á vettvangi og þurfa að sitja undir því að almenningur sé að hreyta skít í lögreglumenn því þeir komast ekki leiðar sinnar í ákveðinn tíma,“ segir Árni. Dæmi eru um að slys hafi orðið vegna þess að fólk er að reyna að ná myndum af slysstað. „Þetta er orðið bara vandamál að halda fólki frá. Þetta er ósköp einfalt. Almenningur á ekkert erindi inn á vettvang þar sem hefur orðið alvarlegt umferðarslys,“ segir Árni. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Banaslys við Sæbraut Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Íslensk kona á fertugsaldri lést í slysinu. Hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ökumaðurinn, sem var ungur karlmaður, er ekki talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Lögregla og Rannsóknarnefnd samgöngumála rannsaka slysið og gengur rannsókn vel að sögn lögreglu. Það sem af er ári hafa þrettán látið lífið í umferðinni sem er það mesta síðan árið 2018. Sjö af þessum þrettán létust í janúar, þar af fimm á fyrstu sautján dögum ársins. Á síðustu árum hefur lögregla einnig orðið vitni að breyttri hegðun vegfarenda þegar kemur að alvarlegum umferðarslysum segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við þurfum að loka vettvangi þar sem hafa orðið umferðarslys eða aðrir atburðir. Fólk virðist bara vilja fara þangað inn. Forvitni eða jafnvel að taka myndir. Þetta höfum við fundið að er að aukast og keyrðu eiginlega um þverbak um helgina,“ segir Árni. Hann segir þetta óboðlega hegðun. „Þetta er bara mjög sorglegt að vera að vinna á vettvangi og þurfa að sitja undir því að almenningur sé að hreyta skít í lögreglumenn því þeir komast ekki leiðar sinnar í ákveðinn tíma,“ segir Árni. Dæmi eru um að slys hafi orðið vegna þess að fólk er að reyna að ná myndum af slysstað. „Þetta er orðið bara vandamál að halda fólki frá. Þetta er ósköp einfalt. Almenningur á ekkert erindi inn á vettvang þar sem hefur orðið alvarlegt umferðarslys,“ segir Árni.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Banaslys við Sæbraut Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira