Rangt af Netflix að halda því fram að Baby Reindeer væri „sönn saga“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2024 06:44 Fiona Harvey og Jessica Gunning í hlutverki Mörthu Scott. Dómari í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið rangt af Netflix að halda því fram að þættirnir Baby Reindeer væru „sönn saga“ í upphafi þáttarins. Þá segir hann framleiðendurna ekki hafa gert neina tilraun til að kanna sannleiksgildi handritsins né fela það hvaða manneskju sögupersónan Martha Scott væri byggð á. Umrædd manneskja, Fiona Harvey, höfðaði mál á hendur Netflix og höfundi og aðalleikara Baby Reindeer, Richard Gadd, vegna ýmissa brota sem hún taldi sig hafa mátt þola þegar aðdáendur þáttanna grófu það upp að hún væri Martha, konan sem ofsótti Gadd í fjölda ára. Þættirnir byggja á upplifun Gadd en víkja frá staðreyndum að ýmsu leiti. Dómarinn Gary Klausner sagði að ákvörðun Netflix um að staðhæfa að um „sanna sögu“ væri að ræða hefði haft það í för með sér að áhorfendur teldu það sem gerðist í þáttunum einnig hafa gerst í raunveruleikanum. Þrátt fyrir að meint framganga Harvey í garð Gadd hefði verið skammarleg hefðu þættirnir hins vegar sýnt Mörthu í enn verra ljósi. Þannig væri til að mynda munur á káfi og kynferðisárás og áminning frá lögreglu vegna áreitis ekki það sama að vera ákærð og fangelsuð. Gadd hefur sagt að Baby Reindeer og leikritið sem þættirnir byggja á hafa verið skáldaða útgáfu af upplifun hans og í júní greindi hann frá því í viðtali við Sunday Times að hann hefði haft efasemdir um að halda því fram í upphafi þáttanna að um væri að ræða „sanna sögu“. Það hefði hins vegar verið ákvörðun Netflix að halda því fram. Klausner sagði í ákvörðun sinni að framleiðendur hjá Netflix hefðu mátt vita að staðhæfingin væri röng og að áhorfendur myndu gera tilraunir til að finna hina raunverulegu Mörthu. Hann neitaði því beiðni Netflix um að vísa málinu alfarið frá dómi og sagði Harvey heimilt að halda því til streitu að krefjast bóta vegna þeirrar andlegu þjáningar sem hún hefði upplifað vegna þáttarins. Með því að gera Mörthu að dæmdum glæpamanni sem hefði ráðist á persónu Gadd á ofbeldisfullan hátt hefði verið ráðist á grófan hátt gegn æru Harvey. Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Dómsmál Netflix Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Þá segir hann framleiðendurna ekki hafa gert neina tilraun til að kanna sannleiksgildi handritsins né fela það hvaða manneskju sögupersónan Martha Scott væri byggð á. Umrædd manneskja, Fiona Harvey, höfðaði mál á hendur Netflix og höfundi og aðalleikara Baby Reindeer, Richard Gadd, vegna ýmissa brota sem hún taldi sig hafa mátt þola þegar aðdáendur þáttanna grófu það upp að hún væri Martha, konan sem ofsótti Gadd í fjölda ára. Þættirnir byggja á upplifun Gadd en víkja frá staðreyndum að ýmsu leiti. Dómarinn Gary Klausner sagði að ákvörðun Netflix um að staðhæfa að um „sanna sögu“ væri að ræða hefði haft það í för með sér að áhorfendur teldu það sem gerðist í þáttunum einnig hafa gerst í raunveruleikanum. Þrátt fyrir að meint framganga Harvey í garð Gadd hefði verið skammarleg hefðu þættirnir hins vegar sýnt Mörthu í enn verra ljósi. Þannig væri til að mynda munur á káfi og kynferðisárás og áminning frá lögreglu vegna áreitis ekki það sama að vera ákærð og fangelsuð. Gadd hefur sagt að Baby Reindeer og leikritið sem þættirnir byggja á hafa verið skáldaða útgáfu af upplifun hans og í júní greindi hann frá því í viðtali við Sunday Times að hann hefði haft efasemdir um að halda því fram í upphafi þáttanna að um væri að ræða „sanna sögu“. Það hefði hins vegar verið ákvörðun Netflix að halda því fram. Klausner sagði í ákvörðun sinni að framleiðendur hjá Netflix hefðu mátt vita að staðhæfingin væri röng og að áhorfendur myndu gera tilraunir til að finna hina raunverulegu Mörthu. Hann neitaði því beiðni Netflix um að vísa málinu alfarið frá dómi og sagði Harvey heimilt að halda því til streitu að krefjast bóta vegna þeirrar andlegu þjáningar sem hún hefði upplifað vegna þáttarins. Með því að gera Mörthu að dæmdum glæpamanni sem hefði ráðist á persónu Gadd á ofbeldisfullan hátt hefði verið ráðist á grófan hátt gegn æru Harvey.
Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Dómsmál Netflix Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira