Emilía Kiær skoraði og Glódís Perla sá rautt í öruggum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 14:31 Emilía Kiær getur ekki hætt að skora. Nordsjælland Framherjinn Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði annað marka Nordsjælland í góðum sigri í efstu deild kvenna í Danmörku. Þá fékk Glódís Perla Viggósdóttir tvö gul spjöld og þar með rautt þegar Bayern München vann öruggan 4-0 sigur á Werder Bremen. Emilía Kiær var á sínum stað í byrjunarliði Nordsjælland og skoraði annað mark liðsins á 67. mínútu. Var þetta hennar sjöunda deildarmark í jafn mörgum leikjum. Emilía Kiær var svo tekin af velli þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Sigurinn lyftir Nordsjælland upp á topp deildarinnar með 17 stig, einu meira en Fortuna Hjörring þegar bæði lið hafa spilað sjö leiki. 3️⃣ 𝐏𝐎𝐈𝐍𝐓 kommer med hjem til Farum efter dagens 2-0-sejr i Kolding mod AGF ❤️💛 pic.twitter.com/51cWSsUSH3— FC Nordsjælland 🐯 (@FCNordsjaelland) September 29, 2024 Glódís Perla var á sínum stað í byrjunarliði Þýskalandsmeistara Bayern. Hún fékk gult spjald á 21. mínútu en skömmu síðar kom Lea Schüller gestunum frá Bayern yfir. Staðan 0-1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik fékk Glódís Perla sitt annað gula spjald og þar með rautt en það kom ekki að sök þar sem Bæjarar skoruðu þrjú mörk manni færri. Georgia Stanway tvöfaldaði forystu Bayern þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Nachdem Glódís #Viggósdóttir in der 21. Minute bereits die gelbe Karte gesehen hat, wird sie nun mit gelb-rot vom Platz geschickt. Harte Entscheidung...🔴 #SVWFCB | 0:1 | 51'— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 29, 2024 Í blálokin skoruðu gestirnir tvö mörk á jafn mörgum mínútum. Pernille Harder skoraði þriðja mark Bayern og Jovana Damnjanović bætti því fjórða við, lokatölur 0-4. Bayern er því áfram með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og tveimur stigum meira en Bayer Leverkusen sem situr í 2. sæti deildarinnar. Fótbolti Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Emilía Kiær var á sínum stað í byrjunarliði Nordsjælland og skoraði annað mark liðsins á 67. mínútu. Var þetta hennar sjöunda deildarmark í jafn mörgum leikjum. Emilía Kiær var svo tekin af velli þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Sigurinn lyftir Nordsjælland upp á topp deildarinnar með 17 stig, einu meira en Fortuna Hjörring þegar bæði lið hafa spilað sjö leiki. 3️⃣ 𝐏𝐎𝐈𝐍𝐓 kommer med hjem til Farum efter dagens 2-0-sejr i Kolding mod AGF ❤️💛 pic.twitter.com/51cWSsUSH3— FC Nordsjælland 🐯 (@FCNordsjaelland) September 29, 2024 Glódís Perla var á sínum stað í byrjunarliði Þýskalandsmeistara Bayern. Hún fékk gult spjald á 21. mínútu en skömmu síðar kom Lea Schüller gestunum frá Bayern yfir. Staðan 0-1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik fékk Glódís Perla sitt annað gula spjald og þar með rautt en það kom ekki að sök þar sem Bæjarar skoruðu þrjú mörk manni færri. Georgia Stanway tvöfaldaði forystu Bayern þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Nachdem Glódís #Viggósdóttir in der 21. Minute bereits die gelbe Karte gesehen hat, wird sie nun mit gelb-rot vom Platz geschickt. Harte Entscheidung...🔴 #SVWFCB | 0:1 | 51'— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 29, 2024 Í blálokin skoruðu gestirnir tvö mörk á jafn mörgum mínútum. Pernille Harder skoraði þriðja mark Bayern og Jovana Damnjanović bætti því fjórða við, lokatölur 0-4. Bayern er því áfram með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og tveimur stigum meira en Bayer Leverkusen sem situr í 2. sæti deildarinnar.
Fótbolti Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira