Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. september 2024 14:18 Fellibylurinn reif með sér tré sem hrundu um allan bæinn. Vísir Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Flórída á fimmtudaginn og var þá einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaveðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum, en bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Veðrið náði svo til Kentucky og Tennesse, en úrhellisrigning sem fylgdi því olli hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Minnst 63 eru látnir og margar milljónir manna eru án rafmagns í fjórum ríkjum í Suð-Austurhluta Bandaríkjanna, eftir fellibylinn. Talið er að fjárhagslegt tjón hlaupi á milljörðum dollara. Tré hrundu ofan á hús og splundruðu rafmagnslínum Hera Björk Brynjarsdóttir býr í Valdosta í Georgíu, og starfar á spítalanum þar sem lífeindafræðingur. Hún segir að ástandið í bænum sé súrrealískt, og að það hafi verið brjálað að gera á spítalanum undanfarna daga. Trén splundruðu húsum og rafmagnslínum.Vísir Hún var á næturvakt þegar fellibylurinn reið yfir bæinn. „Ég kem í vinnuna hérna klukkan 7 að kvöldi fimmtudags, og svo þegar maður fer úr vinnunni morguninn eftir, er eins og eitthvað, ég veit ekki einu sinni hvað kom fyrir bæinn,“ segir Hera. Tré hafi dottið út um allt, ofan á hús, rafmagnslínur hafi verið á víð og dreif, ónýtar og klipptar í tvennt af trjám sem höfðu fallið á þær. Hún segir að rafmagnið hafi farið af spítalanum, en hann hafi verið knúinn áfram með varaaflstöð. Varaaflstöðvarnar hafi verið tvær, og önnur þeirra eyðilagst í ofsaveðrinu. Rafmagnslaust er í bænum.Vísir Ekkert rafmagn fyrr en næstu helgi Hera segir að rafmagnið hafi farið af nánast öllum bænum. Heima hjá henni er rafmagnslaust og ekkert heitt vatn, bara kalt. „Ég held það hafi verið sagt að 99 prósent af öllum bænum hafi verið rafmagnslaus, og að spítalinn hafi verið eina byggingin með rafmagn,“ segir hún. Hún segir að aldrei hafi verið jafnmikið að gera á spítalanum og um helgina. Vísir Við erum með fólk sem er lagt inn, en svo voru allir að koma inn núna sem höfðu slasast á bráðavaktina. Ég held ég hafi aldrei séð jafnmarga á bráðavaktinni og hefur verið síðustu tvo daga,“ segir hún. Hera verður í bænum næstu daga vegna vinnu, en hún kveðst hlakka til að fara í frí. Hún ætlar þá að fara til frænku sinnar í Tampa, og hlakkar til að komast vonandi í heita sturtu og rafmagn. Talið er að rafmagnið verði ekki komið í lag fyrr en næsta laugardag. „Það er mjög löng bið, þau voru alveg búin að vara okkur við, þetta gætu orðið nokkrar vikur. Það var svo stórt svæði í Bandaríkjunum sem varð fyrir rafmagnsleysi, og allir sem geta hjálpað til við að laga þetta eru dreifðir yfir svo stórt svæði,“ segir hún. Bærinn hafi ekki verið undirbúinn Hera segir að upprunalega hafi fellibylurinn ekki átt að fara í gegnum Valdosta, en stefna hans hafi breyst síðasta klukkutímann áður en hann skall á land. Þess vegna hafi flestir íbúar Valdosta ekki verið undirbúnir undir fellibylinn. Til að mynda hafi allur matur orðið ónýtur í ísskápnum á föstudaginn. Hún segir að aðstæður séu mjög erfiðar fyrir margt fólk í bænum, og að hún sé einstaklega heppin að hennar íbúð sé ósködduð að frátöldu rafmagns- og heitavatnsleysi. Vísir Vísir Vísir Bandaríkin Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Flórída á fimmtudaginn og var þá einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaveðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum, en bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Veðrið náði svo til Kentucky og Tennesse, en úrhellisrigning sem fylgdi því olli hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Minnst 63 eru látnir og margar milljónir manna eru án rafmagns í fjórum ríkjum í Suð-Austurhluta Bandaríkjanna, eftir fellibylinn. Talið er að fjárhagslegt tjón hlaupi á milljörðum dollara. Tré hrundu ofan á hús og splundruðu rafmagnslínum Hera Björk Brynjarsdóttir býr í Valdosta í Georgíu, og starfar á spítalanum þar sem lífeindafræðingur. Hún segir að ástandið í bænum sé súrrealískt, og að það hafi verið brjálað að gera á spítalanum undanfarna daga. Trén splundruðu húsum og rafmagnslínum.Vísir Hún var á næturvakt þegar fellibylurinn reið yfir bæinn. „Ég kem í vinnuna hérna klukkan 7 að kvöldi fimmtudags, og svo þegar maður fer úr vinnunni morguninn eftir, er eins og eitthvað, ég veit ekki einu sinni hvað kom fyrir bæinn,“ segir Hera. Tré hafi dottið út um allt, ofan á hús, rafmagnslínur hafi verið á víð og dreif, ónýtar og klipptar í tvennt af trjám sem höfðu fallið á þær. Hún segir að rafmagnið hafi farið af spítalanum, en hann hafi verið knúinn áfram með varaaflstöð. Varaaflstöðvarnar hafi verið tvær, og önnur þeirra eyðilagst í ofsaveðrinu. Rafmagnslaust er í bænum.Vísir Ekkert rafmagn fyrr en næstu helgi Hera segir að rafmagnið hafi farið af nánast öllum bænum. Heima hjá henni er rafmagnslaust og ekkert heitt vatn, bara kalt. „Ég held það hafi verið sagt að 99 prósent af öllum bænum hafi verið rafmagnslaus, og að spítalinn hafi verið eina byggingin með rafmagn,“ segir hún. Hún segir að aldrei hafi verið jafnmikið að gera á spítalanum og um helgina. Vísir Við erum með fólk sem er lagt inn, en svo voru allir að koma inn núna sem höfðu slasast á bráðavaktina. Ég held ég hafi aldrei séð jafnmarga á bráðavaktinni og hefur verið síðustu tvo daga,“ segir hún. Hera verður í bænum næstu daga vegna vinnu, en hún kveðst hlakka til að fara í frí. Hún ætlar þá að fara til frænku sinnar í Tampa, og hlakkar til að komast vonandi í heita sturtu og rafmagn. Talið er að rafmagnið verði ekki komið í lag fyrr en næsta laugardag. „Það er mjög löng bið, þau voru alveg búin að vara okkur við, þetta gætu orðið nokkrar vikur. Það var svo stórt svæði í Bandaríkjunum sem varð fyrir rafmagnsleysi, og allir sem geta hjálpað til við að laga þetta eru dreifðir yfir svo stórt svæði,“ segir hún. Bærinn hafi ekki verið undirbúinn Hera segir að upprunalega hafi fellibylurinn ekki átt að fara í gegnum Valdosta, en stefna hans hafi breyst síðasta klukkutímann áður en hann skall á land. Þess vegna hafi flestir íbúar Valdosta ekki verið undirbúnir undir fellibylinn. Til að mynda hafi allur matur orðið ónýtur í ísskápnum á föstudaginn. Hún segir að aðstæður séu mjög erfiðar fyrir margt fólk í bænum, og að hún sé einstaklega heppin að hennar íbúð sé ósködduð að frátöldu rafmagns- og heitavatnsleysi. Vísir Vísir Vísir
Bandaríkin Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira