„Verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 12:17 Mikið margmenni safnaðist saman við Reykjanesbrautina þegar að síðasta eldgos varð. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi á jöfnum hraða. Verkfræðingur í innviðahópi almannavarna segir mikilvægt að undirbúa sig fyrir það að mögulega muni hraun renna yfir Reykjanesbrautina og í átt að Vogum. Mikil verðmæti séu fólgin í því að halda brautinni opinni. Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að landris undir Svartsengi hafi verið mjög stöðugt síðustu vikur en nú hafa safnast um 6,5 milljón rúmmetrar af kviku í kvikuhólfinu. Allt sé með kyrrum kjörum á svæðinu, minniháttar skjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Kleifarvatn og má búast við rólegum októbermánuði á svæðinu að sögn Hildar. „Hver dagur þar telur“ Á Upplýsingafundi í Vogum á fimmtudaginn var meðal annars ræddur möguleikinn á að reisa varnargarða við bæinn og við Reykjanesbrautina til að verjast hraunflæði frá næsta gosi eða gosum á svæðinu. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís á sæti í innviðahóp almannavarna og sat á fundinum. Hann segir ólíklegt að hraun flæði alla leið að Vogum en að mikilvægt sé að vera undirbúin fyrir allar mögulegar sviðsmyndir. „Árið 2021 var innviðahópurinn að skoða varnir við Voga og þá voru settar línur um lítinn garð upp við Voga en þá var hugmyndin að hleypa hraunflæði niður í sjó en nú er það þannig að það eru töluverð verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni, hver dagur þar telur.“ Varnargarðar við Reykjanesbraut frábrugðnir öðrum Hann tekur fram að það sé vandkvæðum bundið að reisa varnargarða fyrir sunnan Reykjanesbrautina og að þeir yrðu frábrugðnir þeim sem búið er að reisa við Grindavík og Svartsengi. Hann segir að niðurstöðu um hvað verði gert megi vænta frá hópnum á næstu vikum. „Í Grindavík erum við með svokallaða leiðigarða og þar er mun hentugra að leiða hraunið og breyta stefnu hraunsins og leið það til sjávar. Þarna erum við ekki með það, við erum ekki með sömu sviðsmynd, við erum að stífla og nýta þessa rýmd fyrir innan. Við höfum verið að sjá að þetta er að fara norðar en það eru raunverulega jafnar líkur á því að það komi upp næsti atburður þarna sunnan megin eða norðan megin. Við verðum að búa okkur undir það að það gæti komið upp þarna norðan megin og með þessum afleiðingum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að landris undir Svartsengi hafi verið mjög stöðugt síðustu vikur en nú hafa safnast um 6,5 milljón rúmmetrar af kviku í kvikuhólfinu. Allt sé með kyrrum kjörum á svæðinu, minniháttar skjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Kleifarvatn og má búast við rólegum októbermánuði á svæðinu að sögn Hildar. „Hver dagur þar telur“ Á Upplýsingafundi í Vogum á fimmtudaginn var meðal annars ræddur möguleikinn á að reisa varnargarða við bæinn og við Reykjanesbrautina til að verjast hraunflæði frá næsta gosi eða gosum á svæðinu. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís á sæti í innviðahóp almannavarna og sat á fundinum. Hann segir ólíklegt að hraun flæði alla leið að Vogum en að mikilvægt sé að vera undirbúin fyrir allar mögulegar sviðsmyndir. „Árið 2021 var innviðahópurinn að skoða varnir við Voga og þá voru settar línur um lítinn garð upp við Voga en þá var hugmyndin að hleypa hraunflæði niður í sjó en nú er það þannig að það eru töluverð verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni, hver dagur þar telur.“ Varnargarðar við Reykjanesbraut frábrugðnir öðrum Hann tekur fram að það sé vandkvæðum bundið að reisa varnargarða fyrir sunnan Reykjanesbrautina og að þeir yrðu frábrugðnir þeim sem búið er að reisa við Grindavík og Svartsengi. Hann segir að niðurstöðu um hvað verði gert megi vænta frá hópnum á næstu vikum. „Í Grindavík erum við með svokallaða leiðigarða og þar er mun hentugra að leiða hraunið og breyta stefnu hraunsins og leið það til sjávar. Þarna erum við ekki með það, við erum ekki með sömu sviðsmynd, við erum að stífla og nýta þessa rýmd fyrir innan. Við höfum verið að sjá að þetta er að fara norðar en það eru raunverulega jafnar líkur á því að það komi upp næsti atburður þarna sunnan megin eða norðan megin. Við verðum að búa okkur undir það að það gæti komið upp þarna norðan megin og með þessum afleiðingum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira