Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 22:24 Ungverjar myndu verjast innrás Rússa eftir allt saman ef marka má yfirlýsingar Viktors Orbán, forsætisráðherra landsins. Ráðgjafi hans gaf annað til kynna í vikunni. AP/Luca Bruno Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. Ummæli ráðgjafans, sem féllu í hlaðvarpsþætti sem birtist á miðvikudag, ollu töluverðu uppnámi í Ungverjalandi, Balázs Orbán, sem er ekki skyldur Orbán forsætisráðherra, sagði þar að það hefði verið „ábyrgðarlaust“ af forseta Úkraínu að verja land sitt með hervaldi þegar Rússar gerðu innrás árið 2022. Ungverjar hefðu lært það af uppreisninni gegn hersetuliði Sovétríkjanna árið 1956 að fara ætti með „dýrmæt ungversk líf“ af varkárkni frekar en að „fórna þeim“ í varnir. Margir tóku ummælunum óstinnt upp þar sem með þeim virtist ráðgjafinn gefa til kynna að það það hefðu verið mistök af ungverskum uppreisnarmönnum að streitast gegn hernámi Sovétmanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Rauði herinn drap um þrjú þúsund óbreytta borgara og lagði stóran hluta Búdapestar í rúst þegar hann barði uppreisnina niður. Péter Magyar, leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar, sakaði ráðgjafann um að svívirða minningu uppreisnarfólksins og krafðist þess að hann segði af sér. Bálazs Orbán er einn nánasti ráðgjafi Orbán forsætisráðherra. Þrátt fyrir eftirnafnið eru þeir ekki tengdir fjölskylduböndum.AP/Michel Euler Telja stríðið tilgangslaust Viktor Orbán reyndi að gera sem minnst úr ummælum ráðgjafa síns í dag. Lýsti hann þeim sem óljósum og það hefðu verið mistök af ráðgjafanum í þessu samhengi. Fullyrti forsætisráðherrann að Ungverjalandi hefði „alltaf varið sig, það mun verja sig í dag og það mun halda áfram að verja sig í framtíðinni með öllum tiltækum ráðum.“ Stjórn Orbán hefur reynt að hindra, tefja og draga úr efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð Evrópusambandsins við Úkraínu og refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Ráðgjafi forsætisráðherrans sagði í samfélagsmiðlafærslu í gær að ungverska ríkisstjórnin sæi „engan tilgang“ í stríðinu í Úkraínu og fullyrti að hundrað þúsundir manna hefði látið lífið þar „til einskis“. Eftir að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu í febrúar 2022 hafa þeir hernumið um fimmtung landsins. Þeir héldu síðar málamynda atkvæðagreiðslur í hernumdum héruðum til þess að réttlæta innlimum þeirra. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að Úkraína eigi sér ekki tilverurétt sem fullvalda ríki. Ungverjaland Rússland Sovétríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Sjá meira
Ummæli ráðgjafans, sem féllu í hlaðvarpsþætti sem birtist á miðvikudag, ollu töluverðu uppnámi í Ungverjalandi, Balázs Orbán, sem er ekki skyldur Orbán forsætisráðherra, sagði þar að það hefði verið „ábyrgðarlaust“ af forseta Úkraínu að verja land sitt með hervaldi þegar Rússar gerðu innrás árið 2022. Ungverjar hefðu lært það af uppreisninni gegn hersetuliði Sovétríkjanna árið 1956 að fara ætti með „dýrmæt ungversk líf“ af varkárkni frekar en að „fórna þeim“ í varnir. Margir tóku ummælunum óstinnt upp þar sem með þeim virtist ráðgjafinn gefa til kynna að það það hefðu verið mistök af ungverskum uppreisnarmönnum að streitast gegn hernámi Sovétmanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Rauði herinn drap um þrjú þúsund óbreytta borgara og lagði stóran hluta Búdapestar í rúst þegar hann barði uppreisnina niður. Péter Magyar, leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar, sakaði ráðgjafann um að svívirða minningu uppreisnarfólksins og krafðist þess að hann segði af sér. Bálazs Orbán er einn nánasti ráðgjafi Orbán forsætisráðherra. Þrátt fyrir eftirnafnið eru þeir ekki tengdir fjölskylduböndum.AP/Michel Euler Telja stríðið tilgangslaust Viktor Orbán reyndi að gera sem minnst úr ummælum ráðgjafa síns í dag. Lýsti hann þeim sem óljósum og það hefðu verið mistök af ráðgjafanum í þessu samhengi. Fullyrti forsætisráðherrann að Ungverjalandi hefði „alltaf varið sig, það mun verja sig í dag og það mun halda áfram að verja sig í framtíðinni með öllum tiltækum ráðum.“ Stjórn Orbán hefur reynt að hindra, tefja og draga úr efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð Evrópusambandsins við Úkraínu og refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Ráðgjafi forsætisráðherrans sagði í samfélagsmiðlafærslu í gær að ungverska ríkisstjórnin sæi „engan tilgang“ í stríðinu í Úkraínu og fullyrti að hundrað þúsundir manna hefði látið lífið þar „til einskis“. Eftir að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu í febrúar 2022 hafa þeir hernumið um fimmtung landsins. Þeir héldu síðar málamynda atkvæðagreiðslur í hernumdum héruðum til þess að réttlæta innlimum þeirra. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að Úkraína eigi sér ekki tilverurétt sem fullvalda ríki.
Ungverjaland Rússland Sovétríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Sjá meira