Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 22:27 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, tekur í hönd Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í Washington-borg í dag. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. Ummælin lét Harris falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Washington-borg í dag. Selenskíj er í Bandaríkjunum til að vera viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hefur nýtt tækifærið til þess að funda með bandarískum ráðamönnum. „Þetta eru ekki friðartillögur. Þetta eru frekar tillögur að uppgjöf,“ sagði Harris sem er jafnframt forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. VP Harris points out that "there are some in my country who [want] to force Ukraine to give up large parts of its sovereign territory...these proposals are the same as those of Putin. Let us be be clear. They are not proposals for peace. Instead, they are proposals for surrender" pic.twitter.com/N6oFYvH1Hm— Aaron Rupar (@atrupar) September 26, 2024 Orð hennar voru lítt dulin gagnrýni á tillögur Donalds Trump og J.D. Vance, frambjóðenda Repúblikanaflokksins, um að Úkraínumenn semji fljótt um frið til þess að binda enda á stríðið við Rússa. Trump hefur ennfremur endurómað áróður frá Kreml um að Bandaríkin og vestræn ríki hafi á einhvern hátt látið Rússa ráðast inn í Úkraínu. Harris varaði við því að öðrum árásargjörnum ríkjum gæti vaxið ásmegin ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti stendur uppi sem sigurvegari í stríðinu gegn Úkraínu. „Bandaríkin styðja ekki Úkraínu af aumingjagæsku heldur vegna þess að það eru hernaðarlegir hagsmunir okkar,“ sagði varaforsetinn. Rannsaka heimsókn Selenskíj í vopnaverksmiðju Heimsókn Selenskíj hefur farið öfugt ofan í repúblikana sem eru margir gagnrýnir á áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sérstaklega reiddust þeir yfir því að Selenskíj hefði heimsótt skotfæraverksmiðju í Pennsylvaníu um helgina en það ríki er líklegt til þess að ráða úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hófu repúblikanar í fulltrúadeild þingsins rannsókn á heimsókninni í dag og sökuðu Hvíta húsið um að notfæra sér hana til þess að hjálpa Harris í forsetaframboði sínu. AP-fréttastofan hefur eftir Trump að hann ætli að hitta Selenskíj í New York á morgun en áður hafði verið greint frá því að þeir hittust ekki. Óvíst er hvort að það verði fagnaðarfundir. Trump hefur kallað „besta sölumann á jörðinni“ vegna þess stuðnings sem hann hefur tryggt Úkraínu frá Bandaríkjastjórn og kvartað undan því að Selenskíj neiti að semja við Rússa. Þá lét Trump þegar hann var forseti halda eftir hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt fyrir Úkraínu til þess að reyna að knýja Selenskíj til þess að hjálpa sér að koma höggi á Joe Biden, þá helsta pólitíska keppinaut Trump. Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þess en öldungadeild þess sýknaði forsetann. Kamala Harris Úkraína Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Ummælin lét Harris falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Washington-borg í dag. Selenskíj er í Bandaríkjunum til að vera viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hefur nýtt tækifærið til þess að funda með bandarískum ráðamönnum. „Þetta eru ekki friðartillögur. Þetta eru frekar tillögur að uppgjöf,“ sagði Harris sem er jafnframt forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. VP Harris points out that "there are some in my country who [want] to force Ukraine to give up large parts of its sovereign territory...these proposals are the same as those of Putin. Let us be be clear. They are not proposals for peace. Instead, they are proposals for surrender" pic.twitter.com/N6oFYvH1Hm— Aaron Rupar (@atrupar) September 26, 2024 Orð hennar voru lítt dulin gagnrýni á tillögur Donalds Trump og J.D. Vance, frambjóðenda Repúblikanaflokksins, um að Úkraínumenn semji fljótt um frið til þess að binda enda á stríðið við Rússa. Trump hefur ennfremur endurómað áróður frá Kreml um að Bandaríkin og vestræn ríki hafi á einhvern hátt látið Rússa ráðast inn í Úkraínu. Harris varaði við því að öðrum árásargjörnum ríkjum gæti vaxið ásmegin ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti stendur uppi sem sigurvegari í stríðinu gegn Úkraínu. „Bandaríkin styðja ekki Úkraínu af aumingjagæsku heldur vegna þess að það eru hernaðarlegir hagsmunir okkar,“ sagði varaforsetinn. Rannsaka heimsókn Selenskíj í vopnaverksmiðju Heimsókn Selenskíj hefur farið öfugt ofan í repúblikana sem eru margir gagnrýnir á áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sérstaklega reiddust þeir yfir því að Selenskíj hefði heimsótt skotfæraverksmiðju í Pennsylvaníu um helgina en það ríki er líklegt til þess að ráða úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hófu repúblikanar í fulltrúadeild þingsins rannsókn á heimsókninni í dag og sökuðu Hvíta húsið um að notfæra sér hana til þess að hjálpa Harris í forsetaframboði sínu. AP-fréttastofan hefur eftir Trump að hann ætli að hitta Selenskíj í New York á morgun en áður hafði verið greint frá því að þeir hittust ekki. Óvíst er hvort að það verði fagnaðarfundir. Trump hefur kallað „besta sölumann á jörðinni“ vegna þess stuðnings sem hann hefur tryggt Úkraínu frá Bandaríkjastjórn og kvartað undan því að Selenskíj neiti að semja við Rússa. Þá lét Trump þegar hann var forseti halda eftir hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt fyrir Úkraínu til þess að reyna að knýja Selenskíj til þess að hjálpa sér að koma höggi á Joe Biden, þá helsta pólitíska keppinaut Trump. Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þess en öldungadeild þess sýknaði forsetann.
Kamala Harris Úkraína Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47