Hamra járnið meðan það er heitt í mansalsmálum Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 19:30 Natlia Ollus er forstöðukona European Institute for Crime Prevention and Control (HEUNI). Vísir/Einar Finnskur sérfræðingur í hvernig taka eigi á vinnumansali segir Íslendinga verða að skerpa á því hvernig taka eigi á mansali. Mikilvægt sé að hamra járnið á meðan það er heitt líkt og nú eftir mál Quang Le. Í dag fór fram ráðstefna á vegum SA og ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Stór mál hafa komið upp hér á landi síðustu mánuði, meðal annars tengd athafnamanninum Quang Le sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot. Fenginn var finnskur sérfræðingur til að fræða gesti um aðgerðir þar en Finnar standa öðrum framar þegar kemur að aðgerðum gegn vinnumansali. „Vinnueftirlitsmenn í Finnlandi hafa sérstakt umboð til að fylgjast með farandverkafólki og hafa haft það í tuttugu ár. Síðustu ár höfum við haft sérstaka lögreglumenn sem sérhæfa sig í að rannsaka þessa glæpi. En við höfum líka félagasamtök sem styðja fórnarlömbin og ríkið veitir einnig fórnarlömbum misnotkunar á vinnumarkaði stuðning. Og við höfum miklar upplýsingar og vitneskju um þetta.“ Finnar glími við svipuð vandamál og Íslendingar í vinnumansali. Mál svipuð máli Quangs Le hafi komið upp þar. Mikilvægt sé að hamra járnið meðan það er heitt. „Ísland hefur góðan lagaramma til að takast á við þetta. Það er bara spurning um að framkvæma hann. Og svo er það spurning um að vinna saman og kannski að hafa í þessari stefnu skýr hlutverk og ábyrgð á því hver eigi að gera hvað, hvenær og fyrir hvaða peninga.“ SA og ASÍ hafa skorað á stjórnvöld að bregðast við sem allra fyrst. „Í heildina séð eru þetta fá mál sem betur fer. En við erum að hlusta og við heyrum að stéttarfélögin eru að fá tilkynningar. Við viljum bregðast við strax með forvörnum og aðgerðum til að koma í veg fyrir að íslenskur vinnumarkaður verði fyrir barðinu á einhverjum svona lögbrjótum og að hér þrífist vinnumansal,“ segir Maj-Britt. Maj-Britt Hjördís Briem er lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.Vísir/Einar Mansal Vinnumarkaður Finnland ASÍ Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Í dag fór fram ráðstefna á vegum SA og ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Stór mál hafa komið upp hér á landi síðustu mánuði, meðal annars tengd athafnamanninum Quang Le sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot. Fenginn var finnskur sérfræðingur til að fræða gesti um aðgerðir þar en Finnar standa öðrum framar þegar kemur að aðgerðum gegn vinnumansali. „Vinnueftirlitsmenn í Finnlandi hafa sérstakt umboð til að fylgjast með farandverkafólki og hafa haft það í tuttugu ár. Síðustu ár höfum við haft sérstaka lögreglumenn sem sérhæfa sig í að rannsaka þessa glæpi. En við höfum líka félagasamtök sem styðja fórnarlömbin og ríkið veitir einnig fórnarlömbum misnotkunar á vinnumarkaði stuðning. Og við höfum miklar upplýsingar og vitneskju um þetta.“ Finnar glími við svipuð vandamál og Íslendingar í vinnumansali. Mál svipuð máli Quangs Le hafi komið upp þar. Mikilvægt sé að hamra járnið meðan það er heitt. „Ísland hefur góðan lagaramma til að takast á við þetta. Það er bara spurning um að framkvæma hann. Og svo er það spurning um að vinna saman og kannski að hafa í þessari stefnu skýr hlutverk og ábyrgð á því hver eigi að gera hvað, hvenær og fyrir hvaða peninga.“ SA og ASÍ hafa skorað á stjórnvöld að bregðast við sem allra fyrst. „Í heildina séð eru þetta fá mál sem betur fer. En við erum að hlusta og við heyrum að stéttarfélögin eru að fá tilkynningar. Við viljum bregðast við strax með forvörnum og aðgerðum til að koma í veg fyrir að íslenskur vinnumarkaður verði fyrir barðinu á einhverjum svona lögbrjótum og að hér þrífist vinnumansal,“ segir Maj-Britt. Maj-Britt Hjördís Briem er lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.Vísir/Einar
Mansal Vinnumarkaður Finnland ASÍ Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira