Eyddi Instagram eftir kynferðisleg skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 09:31 Emanuela Rusta fékk sig fullsadda af óviðeigandi skilaboðum á Instagram. Getty/Gualter Fatia Hin þrítuga Emanuela Rusta frá Albaníu hefur náð langt sem fótboltadómari, og meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna, en fyrirsagnir fjölmiðla um það hversu kynþokkafull hún sé hafa haft mikil áhrif á einkalíf hennar. Rusta hefur nú eytt Instagram-reikningi sínum vegna fjölda óviðeigandi, kynferðislegra skilaboða sem hún hefur fengið, í kjölfar þess að hafa meðal annars verið kölluð „sexý dómarinn“ í fjölmiðlum. „Þeir ættu frekar að einbeita sér að því sem ég geri í mínu starfi,“ sagði Rusta í viðtali við AFP og bætti við: „Maður þarf að berjast mikið fyrir því að verða samþykktur. Maður þarf að mölbrjóta glerþakið.“ Rusta komst í sögubækurnar þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild Albaníu og einnig fyrsti alþjóðlegi dómari þjóðarinnar til að dæma í Meistaradeild kvenna. Þar dæmdi hún til að mynda leik Sporting Lissabon og Real Madrid í síðustu viku, og Rusta var reyndar einnig með flautuna þegar Breiðablik vann KÍ 7-0 í Litháen fyrir þremur árum. Emanuela Rusta hefur meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna og í efstu deild karla heima í Albaníu.Getty/Gualter Fatia „Dómgæsla snýst ekki um kyn heldur hvað þú kannt og getur. Að taka góðar ákvarðanir. Maður þarf að þekkja reglur leiksins fullkomlega en einnig að vera í góðu líkamlegu ástandi og hafa stórkostlega einbeitingu,“ sagði Rusta sem sjálf æfði körfubolta á yngri árum en kynntist fótbolta betur þegar hún lærði íþróttafræði. Konur hafa brotið niður múra í dómgæslu á undanförnum árum. Til að mynda hin þýska Bibiana Steinhaus-Webb sem árið 2017 varð fyrst kvenna til að dæma í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Hin franska Stephanie Frappart, sem reyndar er kannski ekki svo vinsæl hjá Íslendingum eftir tapið gegn Portúgal í HM-umspili, er líklega fremst kvendómara í dag. Hún varð fyrsta konan til að dæma á HM þegar hún dæmdi á mótinu í Katar 2022. Rusta er staðráðin í að halda áfram að brjóta niður múra. „Albanska knattspyrnusambandið hefur alltaf lagt áherslu á að styðja við oknur svo það er engin tilviljun hvert ég er komin, og þetta er engin endastöð. Ég vona að það sé ekki langt að bíða þess að fjórar konur dæmi saman leik á bestu mótum karlanna. Þó að þetta sé karllægur heimur þá finn ég fyrir virðingu og að það sé tekið eftir því sem ég geri vel á vellinum,“ sagði Rusta. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Katla hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira
Rusta hefur nú eytt Instagram-reikningi sínum vegna fjölda óviðeigandi, kynferðislegra skilaboða sem hún hefur fengið, í kjölfar þess að hafa meðal annars verið kölluð „sexý dómarinn“ í fjölmiðlum. „Þeir ættu frekar að einbeita sér að því sem ég geri í mínu starfi,“ sagði Rusta í viðtali við AFP og bætti við: „Maður þarf að berjast mikið fyrir því að verða samþykktur. Maður þarf að mölbrjóta glerþakið.“ Rusta komst í sögubækurnar þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild Albaníu og einnig fyrsti alþjóðlegi dómari þjóðarinnar til að dæma í Meistaradeild kvenna. Þar dæmdi hún til að mynda leik Sporting Lissabon og Real Madrid í síðustu viku, og Rusta var reyndar einnig með flautuna þegar Breiðablik vann KÍ 7-0 í Litháen fyrir þremur árum. Emanuela Rusta hefur meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna og í efstu deild karla heima í Albaníu.Getty/Gualter Fatia „Dómgæsla snýst ekki um kyn heldur hvað þú kannt og getur. Að taka góðar ákvarðanir. Maður þarf að þekkja reglur leiksins fullkomlega en einnig að vera í góðu líkamlegu ástandi og hafa stórkostlega einbeitingu,“ sagði Rusta sem sjálf æfði körfubolta á yngri árum en kynntist fótbolta betur þegar hún lærði íþróttafræði. Konur hafa brotið niður múra í dómgæslu á undanförnum árum. Til að mynda hin þýska Bibiana Steinhaus-Webb sem árið 2017 varð fyrst kvenna til að dæma í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Hin franska Stephanie Frappart, sem reyndar er kannski ekki svo vinsæl hjá Íslendingum eftir tapið gegn Portúgal í HM-umspili, er líklega fremst kvendómara í dag. Hún varð fyrsta konan til að dæma á HM þegar hún dæmdi á mótinu í Katar 2022. Rusta er staðráðin í að halda áfram að brjóta niður múra. „Albanska knattspyrnusambandið hefur alltaf lagt áherslu á að styðja við oknur svo það er engin tilviljun hvert ég er komin, og þetta er engin endastöð. Ég vona að það sé ekki langt að bíða þess að fjórar konur dæmi saman leik á bestu mótum karlanna. Þó að þetta sé karllægur heimur þá finn ég fyrir virðingu og að það sé tekið eftir því sem ég geri vel á vellinum,“ sagði Rusta.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Katla hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira