Arnar sagður líklegur til að taka við í Skotlandi Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 19:47 Arnar Gunnlaugsson hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Víkings, er ofarlega á lista yfir þá sem veðbankar í Bretlandi telja líklega til að taka við Hearts í Skotlandi. Steven Naismith, fyrrum leikmaður Everton á Englandi, var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Hearts um helgina eftir 2-1 tap fyrir St. Mirren í skosku úrvalsdeildina. Hearts situr á botni skosku deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex umferðir. Sjá einnig: Ekki heyrt frá Hearts Liðið er í stjóraleit og samkvæmt breskum veðbönkum er Arnar á lista yfir þá líklegri til að taka við þeim purpurarauðu í Edinborg. Líkurnar á næsta stjóra Hearts samkvæmt SkyBet í Bretlandi.Skjáskot Skotinn Alex Neil, sem stýrði Norwich um tíma í ensku úrvalsdeildinni, er efstur á lista veðbanka, Stephen Robinson, stjóri St. Mirren sem lagði Hearts um helgina, er annar en Arnar er svo þriðji. Þriðjungslíkur eru taldar á því að Neil taki við, rétt rúmlega 30 prósent líkur eru settar við Robinson og 25 prósent líkur á því að Arnar taki við skoska liðinu. Þar fyrir neðan er Derek McInnes með 22,2 prósent líkur og John McGlynn með 20 prósent. Hearts gerði vel á síðustu leiktíð og hafnaði í þriðja sæti skosku deildarinnar og er byrjun þessarar leiktíðar þeim mun meiri vonbrigði. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Undir stjórn Arnars varð Víkingur Íslandsmeistari 2021 og í fyrra. Liðið vann þá bikarkeppnina fjögur skipti í röð, frá 2019 til 2023, en keppnin 2020 var lögð af vegna kórónuveirufaraldursins. Víkingur tapaði um helgina bikarúrslitum í fyrsta sinn í fimm ár þegar KA vann 2-0 sigur í Laugardalnum. Liðið berst um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik en liðin eru jöfn á toppi Bestu deildarinnar eftir 22 umferðir. Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Steven Naismith, fyrrum leikmaður Everton á Englandi, var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Hearts um helgina eftir 2-1 tap fyrir St. Mirren í skosku úrvalsdeildina. Hearts situr á botni skosku deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex umferðir. Sjá einnig: Ekki heyrt frá Hearts Liðið er í stjóraleit og samkvæmt breskum veðbönkum er Arnar á lista yfir þá líklegri til að taka við þeim purpurarauðu í Edinborg. Líkurnar á næsta stjóra Hearts samkvæmt SkyBet í Bretlandi.Skjáskot Skotinn Alex Neil, sem stýrði Norwich um tíma í ensku úrvalsdeildinni, er efstur á lista veðbanka, Stephen Robinson, stjóri St. Mirren sem lagði Hearts um helgina, er annar en Arnar er svo þriðji. Þriðjungslíkur eru taldar á því að Neil taki við, rétt rúmlega 30 prósent líkur eru settar við Robinson og 25 prósent líkur á því að Arnar taki við skoska liðinu. Þar fyrir neðan er Derek McInnes með 22,2 prósent líkur og John McGlynn með 20 prósent. Hearts gerði vel á síðustu leiktíð og hafnaði í þriðja sæti skosku deildarinnar og er byrjun þessarar leiktíðar þeim mun meiri vonbrigði. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Undir stjórn Arnars varð Víkingur Íslandsmeistari 2021 og í fyrra. Liðið vann þá bikarkeppnina fjögur skipti í röð, frá 2019 til 2023, en keppnin 2020 var lögð af vegna kórónuveirufaraldursins. Víkingur tapaði um helgina bikarúrslitum í fyrsta sinn í fimm ár þegar KA vann 2-0 sigur í Laugardalnum. Liðið berst um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik en liðin eru jöfn á toppi Bestu deildarinnar eftir 22 umferðir.
Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira