BBC gefur í skyn að draumur Freys gæti ræst Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 10:31 Freyr Alexandersson gerði frábæra hluti með Kortrijk í Belgíu á síðustu leiktíð. Liðið er þó áfram í fallbaráttu á þessari leiktíð. Getty/Filip Lanszweert Freyr Alexandersson gæti orðið næsti knattspyrnustjóri velska félagsins Cardiff, sem leikur í næstefstu deild Englands. Freyr er einn af þeim sem BBC nefnir til sögunnar í grein um Cardiff en félagið er í leit að nýjum stjóra eftir að Tyrkinn Erol Bulut var rekinn. Freyr hefur áður sagst hafa mikinn áhuga á að taka við liðinu. Bulut var látinn fara eftir tap gegn Leeds á laugardaginn, aðeins átta leikjum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til tveggja ára, en hann skildi við Cardiff á botni ensku B-deildarinnar með aðeins eitt stig og eitt mark. Freyr þekkir það að taka við liði í tómu tjóni og hefur náð frábærum árangri hingað til á sínum ferli, eins og BBC nefnir. Eftir að hafa til að mynda stýrt íslenska kvennalandsliðinu og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þá kom hann Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, og hélt því þar, áður en hann framkallaði hálfgert kraftaverk með Kortrijk í Belgíu þegar hann forðaði því frá falli á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk þegar liðið hafði aðeins fengið tíu stig úr fyrstu tuttugu leikjum sínum. BBC fer hins vegar ekkert út í það að meta hverjar líkurnar eru á að Freyr verði næsti stjóri Cardiff, heldur segir aðeins að litið hafi verið aðdáunaraugum í átt til hans. Þannig vill líka til að Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. BBC segir að Cardiff sé hrifið af James Rowberry, fyrrverandi stjóra Newport County og núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara Wales. Enski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Freyr er einn af þeim sem BBC nefnir til sögunnar í grein um Cardiff en félagið er í leit að nýjum stjóra eftir að Tyrkinn Erol Bulut var rekinn. Freyr hefur áður sagst hafa mikinn áhuga á að taka við liðinu. Bulut var látinn fara eftir tap gegn Leeds á laugardaginn, aðeins átta leikjum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til tveggja ára, en hann skildi við Cardiff á botni ensku B-deildarinnar með aðeins eitt stig og eitt mark. Freyr þekkir það að taka við liði í tómu tjóni og hefur náð frábærum árangri hingað til á sínum ferli, eins og BBC nefnir. Eftir að hafa til að mynda stýrt íslenska kvennalandsliðinu og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þá kom hann Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, og hélt því þar, áður en hann framkallaði hálfgert kraftaverk með Kortrijk í Belgíu þegar hann forðaði því frá falli á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk þegar liðið hafði aðeins fengið tíu stig úr fyrstu tuttugu leikjum sínum. BBC fer hins vegar ekkert út í það að meta hverjar líkurnar eru á að Freyr verði næsti stjóri Cardiff, heldur segir aðeins að litið hafi verið aðdáunaraugum í átt til hans. Þannig vill líka til að Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. BBC segir að Cardiff sé hrifið af James Rowberry, fyrrverandi stjóra Newport County og núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara Wales.
Enski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira