Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2024 13:58 Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun, stíflunni í ánni, lóninu sem myndast ofan við hana og stöðvarhúsinu á austurbakka Þjórsár. Landsvirkjun Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. Orkustofnun gaf áður út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá í desember 2022. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Öllum álitamálum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að útgáfa virkjunarleyfisins væri í samræmi við vatnaáætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var því sú að fella virkjunarleyfið úr gildi. Síðan hefur Umhverfisstofnun veitt leyfi til breytinga á vatnshloti. Landsvirkjun hefur þegar sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Slétt vika er síðan Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarfélögin vinni málið saman Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir nú unnið út frá greinargerð sem sveitarfélagið lét vinna ásamt Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Nú þurfum við að láta vinna greinargerð sem tekur á þessum athugasemdum sem gerðar voru þegar virkjanaleyfið var fellt úr gildi, og bæta henni við fyrri greinargerð,“ segir Eggert Valur. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason Þegar sveitarfélagið hafi skilað greinargerð sem leyfisveitandi framkvæmdaleyfis væntir Eggert þess að málið fari aftur fyrir skipulags- og umferðarnefnd og umhverfisnefnd. „Og í framhaldinu af því fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. Ég á von á því að það gerist bara fljótlega,“ segir Eggert og bætir við að hann eigi von á að umsóknin verði afgreidd á sama tíma hjá báðum sveitarfélögum. Í fyrri atrennu gaf Skeiða- og Gnúpverjahreppur út framkvæmdaleyfi á meðan Rangarþing ytra frestaði útgáfu þess. „Við reynum að vinna þetta með lögmanni og okkar fólki eins vel og við getum.“ Löngu komið í skipulag Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tekur í svipaðan streng og Eggert. Farið verði yfir öll þau atriði sem kærð voru í síðustu atrennu. „Það voru 19 atriði kærð, þar sem 18 voru í lagi en leyfið fellt út af einu atriði. Nú þurfum við bara að uppfæra vinnuna frá því í fyrra,“ segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri og oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að sveitarfélög hafi mikið að segja um framkvæmdir, þegar þær eru í skipulagsferli. Hins vegar hafi Hvammsvirkjun verið samþykkt í skipulagi árið 2021. „Þá hafa menn bara ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna, að vinna hlutina til að tryggja að þeir séu í samræmi við skipulag,“ segir Haraldur. Hann eigi ekki von á öðru en að framkvæmdaleyfið verði samþykkt, enda beri sveitarfélaginu skylda til að gera það ef „allt er eins og það á að vera.“ Mikil vinna þegar unnin Haraldur segir engin málefnaleg sjónarmið benda til annars en að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi. „Eins og staðan er núna þá er þetta í eðlilegu ferli og á ekki að taka langan tíma.“ Varðandi tímaramma segir Haraldur að undir venjulegum kringumstæðum taki ekki langan tíma að fá framkvæmdaleyfi, en um sé að ræða nokkuð viðurhlutameiri framkvæmd en almennt gengur. „Þetta er bara í eðlilegum farvegi og verið að vinna þetta hjá okkur. Sökum þess hversu mikil vinna var unnin síðast þá teljum við þetta ekki eiga að vera mikla vinnu. En það er ekki eins og það sé oft verið að afgreiða virkjanir með tilliti til vatnshlots, þannig að fólk er svolítið að vinna þetta í fyrsta sinn hvað það varðar.“ Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Ásahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Orkustofnun gaf áður út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá í desember 2022. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Öllum álitamálum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að útgáfa virkjunarleyfisins væri í samræmi við vatnaáætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var því sú að fella virkjunarleyfið úr gildi. Síðan hefur Umhverfisstofnun veitt leyfi til breytinga á vatnshloti. Landsvirkjun hefur þegar sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Slétt vika er síðan Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarfélögin vinni málið saman Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir nú unnið út frá greinargerð sem sveitarfélagið lét vinna ásamt Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Nú þurfum við að láta vinna greinargerð sem tekur á þessum athugasemdum sem gerðar voru þegar virkjanaleyfið var fellt úr gildi, og bæta henni við fyrri greinargerð,“ segir Eggert Valur. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason Þegar sveitarfélagið hafi skilað greinargerð sem leyfisveitandi framkvæmdaleyfis væntir Eggert þess að málið fari aftur fyrir skipulags- og umferðarnefnd og umhverfisnefnd. „Og í framhaldinu af því fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. Ég á von á því að það gerist bara fljótlega,“ segir Eggert og bætir við að hann eigi von á að umsóknin verði afgreidd á sama tíma hjá báðum sveitarfélögum. Í fyrri atrennu gaf Skeiða- og Gnúpverjahreppur út framkvæmdaleyfi á meðan Rangarþing ytra frestaði útgáfu þess. „Við reynum að vinna þetta með lögmanni og okkar fólki eins vel og við getum.“ Löngu komið í skipulag Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tekur í svipaðan streng og Eggert. Farið verði yfir öll þau atriði sem kærð voru í síðustu atrennu. „Það voru 19 atriði kærð, þar sem 18 voru í lagi en leyfið fellt út af einu atriði. Nú þurfum við bara að uppfæra vinnuna frá því í fyrra,“ segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri og oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að sveitarfélög hafi mikið að segja um framkvæmdir, þegar þær eru í skipulagsferli. Hins vegar hafi Hvammsvirkjun verið samþykkt í skipulagi árið 2021. „Þá hafa menn bara ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna, að vinna hlutina til að tryggja að þeir séu í samræmi við skipulag,“ segir Haraldur. Hann eigi ekki von á öðru en að framkvæmdaleyfið verði samþykkt, enda beri sveitarfélaginu skylda til að gera það ef „allt er eins og það á að vera.“ Mikil vinna þegar unnin Haraldur segir engin málefnaleg sjónarmið benda til annars en að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi. „Eins og staðan er núna þá er þetta í eðlilegu ferli og á ekki að taka langan tíma.“ Varðandi tímaramma segir Haraldur að undir venjulegum kringumstæðum taki ekki langan tíma að fá framkvæmdaleyfi, en um sé að ræða nokkuð viðurhlutameiri framkvæmd en almennt gengur. „Þetta er bara í eðlilegum farvegi og verið að vinna þetta hjá okkur. Sökum þess hversu mikil vinna var unnin síðast þá teljum við þetta ekki eiga að vera mikla vinnu. En það er ekki eins og það sé oft verið að afgreiða virkjanir með tilliti til vatnshlots, þannig að fólk er svolítið að vinna þetta í fyrsta sinn hvað það varðar.“
Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Ásahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira