Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 09:51 Víkingar máttu spila á heimavelli sínum í Víkinni í undankeppni Sambandsdeildarinnar en kröfurnar eru meiri þegar stærri liðin koma í heimsókn, auk þess sem sólin er núna mun skemur á lofti. vísir/Diego Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. Víkingar höfðu meðal annars kannað möguleikann á því - og fengið vilyrði Færeyinga - að fara með heimaleiki sína til Færeyja þar sem vallaraðstæður eru betri en á Íslandi. Eftir viðræður við UEFA, með aðkomu meðal annars íslenskra stjórnvalda og KSÍ, sem dregist hafa á langinn, er niðurstaðan sú að leikirnir fara fram á Íslandi en þó á allt öðrum tíma dags en aðrir leikir í Sambandsdeildinni. Kæru Víkingar. Við getum loks staðfest að heimaleikir okkar í Sambandsdeildinni verða spilaðir á Kópavogsvelli. Víkingur vill þakka KSÍ og Breiðablik fyrir veitta aðstoð í þessu verkefni.Til hamingju Víkingar og til hamingju Ísland ❤️🖤 pic.twitter.com/JpfHzwvVuu— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2024 Víkingar eiga fyrir höndum afar spennandi mánuði. Þeir byrja á bikarúrslitaleik við KA á morgun en svo tekur við lokaspretturinn í baráttunni um sigur í Bestu deildinni og sex leikir í Sambandsdeild Evrópu. Víkingar eru í fyrsta sinn með í Evrópukeppni og byrja á að mæta Omonia Nicosia á útivelli 3. október. Fyrsti heimaleikurinn er svo við belgíska liðið Cercle Brugge fimmtudaginn 24. október. Nú er orðið ljóst að sá leikur verður á Kópavogsvelli. Víkingar hafa í nógu að snúast þessa dagana en nú er orðið ljóst að þeir þurfa þó ekki að ferðast til annars lands til að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni.vísir/Diego Heimavöllur Víkinga uppfyllir enn færri kröfur UEFA en Kópavogsvöllur, og ekki var heldur hægt að spila á Laugardalsvelli. Til stóð að Breiðablik léki alla sína heimaleiki í keppninni á Laugardalsvelli í fyrra en færa þurfti síðasta leikinn á Kópavogsvöll, vegna aðstæðna á grasinu í Laugardal í lok nóvember. UEFA vill ekki hætta á að sama staða komi upp núna, og þar að auki stendur til að fara í framkvæmdir á Laugardalsvelli til að skipta út grasvellinum fyrir blandað gras. Síðasti heimaleikur um miðjan desember Þess vegna verða allir þrír heimaleikir Víkinga á Kópavogsvelli en þetta eru heimaleikirnir: 24. okt: Víkingur – Cercle Brugge (Bel) 7. nóv: Víkingur – Borac Banja Luka (Bos) 12. des: Víkingur – Djurgården (Sví) Útileikir Víkinga eru svo eins og fyrr segir við Omonia Nicosia á Kýpur 3. október, gegn Guðmundi Þórarinssyni og félögum í Noah í Armeníu 28. nóvember, og loks gegn LASK í Austurríki 19. desember. Sambandsdeildin er nú með breyttu sniði og leika 36 lið saman í einni deild, í stað þess að spiluð sé riðlakeppni. Hvert lið spilar sex leiki og eftir það falla liðin í 25.-36. sæti úr keppni. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Víkingar höfðu meðal annars kannað möguleikann á því - og fengið vilyrði Færeyinga - að fara með heimaleiki sína til Færeyja þar sem vallaraðstæður eru betri en á Íslandi. Eftir viðræður við UEFA, með aðkomu meðal annars íslenskra stjórnvalda og KSÍ, sem dregist hafa á langinn, er niðurstaðan sú að leikirnir fara fram á Íslandi en þó á allt öðrum tíma dags en aðrir leikir í Sambandsdeildinni. Kæru Víkingar. Við getum loks staðfest að heimaleikir okkar í Sambandsdeildinni verða spilaðir á Kópavogsvelli. Víkingur vill þakka KSÍ og Breiðablik fyrir veitta aðstoð í þessu verkefni.Til hamingju Víkingar og til hamingju Ísland ❤️🖤 pic.twitter.com/JpfHzwvVuu— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2024 Víkingar eiga fyrir höndum afar spennandi mánuði. Þeir byrja á bikarúrslitaleik við KA á morgun en svo tekur við lokaspretturinn í baráttunni um sigur í Bestu deildinni og sex leikir í Sambandsdeild Evrópu. Víkingar eru í fyrsta sinn með í Evrópukeppni og byrja á að mæta Omonia Nicosia á útivelli 3. október. Fyrsti heimaleikurinn er svo við belgíska liðið Cercle Brugge fimmtudaginn 24. október. Nú er orðið ljóst að sá leikur verður á Kópavogsvelli. Víkingar hafa í nógu að snúast þessa dagana en nú er orðið ljóst að þeir þurfa þó ekki að ferðast til annars lands til að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni.vísir/Diego Heimavöllur Víkinga uppfyllir enn færri kröfur UEFA en Kópavogsvöllur, og ekki var heldur hægt að spila á Laugardalsvelli. Til stóð að Breiðablik léki alla sína heimaleiki í keppninni á Laugardalsvelli í fyrra en færa þurfti síðasta leikinn á Kópavogsvöll, vegna aðstæðna á grasinu í Laugardal í lok nóvember. UEFA vill ekki hætta á að sama staða komi upp núna, og þar að auki stendur til að fara í framkvæmdir á Laugardalsvelli til að skipta út grasvellinum fyrir blandað gras. Síðasti heimaleikur um miðjan desember Þess vegna verða allir þrír heimaleikir Víkinga á Kópavogsvelli en þetta eru heimaleikirnir: 24. okt: Víkingur – Cercle Brugge (Bel) 7. nóv: Víkingur – Borac Banja Luka (Bos) 12. des: Víkingur – Djurgården (Sví) Útileikir Víkinga eru svo eins og fyrr segir við Omonia Nicosia á Kýpur 3. október, gegn Guðmundi Þórarinssyni og félögum í Noah í Armeníu 28. nóvember, og loks gegn LASK í Austurríki 19. desember. Sambandsdeildin er nú með breyttu sniði og leika 36 lið saman í einni deild, í stað þess að spiluð sé riðlakeppni. Hvert lið spilar sex leiki og eftir það falla liðin í 25.-36. sæti úr keppni. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira