Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 19:02 Florian Wirtz er allt í öllu í sóknarleik Bayer Leverkusen. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. Í Serbíu kom Íslandsvinurinn Kerem Aktürkoğlu gestunum frá Portúgal yfir eftir sendingu frá hinum danska Alexander Bah. Það má segja að Tyrkir hafi verið allt í öllu hjá Benfica í kvöld en Orkun Kökçü skoraði annað mark liðsins og kom liðinu 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik var lokið. Angólamaðurinn Milson minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lok leiks en nær komst Rauða stjarnan ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Benfica. Leikmenn Benfica fagna.EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Í Hollandi voru Þýskalandsmeistarar Leverkusen í heimsókn og gengu þeir hreinlega frá leiknum í fyrri hálfleik en öll fjögur mörkin voru skoruð áður en honum lauk. Florian Wirtz kom gestunum yfir strax á 5. mínútu eftir undirbúning Robert Andrich. Það var svo þegar hálftími var liðinn sem Alejandro Grimaldo tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Jeremie Frimpong. Wirtz var aftur á ferðinni sex mínútum síðar og aftur var það Frimpong sem lagði markið upp. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gerði Timon Wellenreuther hræðileg mistök í marki Feyenoord þegar honum tókst að slá boltann í eigið net og staðan 0-4 í hálfleik. Leverkusen score four! 🤩#UCL pic.twitter.com/ibqH5Ph8dz— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Um miðbik síðari hálfleik héldu heimamenn að þeir hefðu fengið vítaspyrnu en eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í myndbandsskjánum á hliðarlínunni ákvað hann að ekki væri um brot að ræða. Ekki löngu síðar héldu heimamenn að þeir hefðu minnkað muninn en flaggið fór á loft og lauk leiknum með 4-0 sigri gestanna. Benfica og Leverkusen byrja Meistaradeildina þetta árið því með góðum sigrum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Í Serbíu kom Íslandsvinurinn Kerem Aktürkoğlu gestunum frá Portúgal yfir eftir sendingu frá hinum danska Alexander Bah. Það má segja að Tyrkir hafi verið allt í öllu hjá Benfica í kvöld en Orkun Kökçü skoraði annað mark liðsins og kom liðinu 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik var lokið. Angólamaðurinn Milson minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lok leiks en nær komst Rauða stjarnan ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Benfica. Leikmenn Benfica fagna.EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Í Hollandi voru Þýskalandsmeistarar Leverkusen í heimsókn og gengu þeir hreinlega frá leiknum í fyrri hálfleik en öll fjögur mörkin voru skoruð áður en honum lauk. Florian Wirtz kom gestunum yfir strax á 5. mínútu eftir undirbúning Robert Andrich. Það var svo þegar hálftími var liðinn sem Alejandro Grimaldo tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Jeremie Frimpong. Wirtz var aftur á ferðinni sex mínútum síðar og aftur var það Frimpong sem lagði markið upp. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gerði Timon Wellenreuther hræðileg mistök í marki Feyenoord þegar honum tókst að slá boltann í eigið net og staðan 0-4 í hálfleik. Leverkusen score four! 🤩#UCL pic.twitter.com/ibqH5Ph8dz— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Um miðbik síðari hálfleik héldu heimamenn að þeir hefðu fengið vítaspyrnu en eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í myndbandsskjánum á hliðarlínunni ákvað hann að ekki væri um brot að ræða. Ekki löngu síðar héldu heimamenn að þeir hefðu minnkað muninn en flaggið fór á loft og lauk leiknum með 4-0 sigri gestanna. Benfica og Leverkusen byrja Meistaradeildina þetta árið því með góðum sigrum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira