Forsætisráðherra mætir fyrstur manna í Samtalið Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2024 10:21 Bjarni Benediksson forsætisráðherra er fyrsti gesturinn í Samtalinu með Heimi Má. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir fyrstur manna í Samtalið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag. Þátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 og sýndur á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. Samtalið er nýr þjóðmálaþáttur fréttastofunnar sem verður á dagskrá alla fimmtudaga í vetur. Mörg spjót standa að Bjarna Benediktssyni sem um þessar mundir hefur gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum næst lengst allra eða í 15 ár. Hann fer fyrir ríkisstjórn sem verið hefur umdeild frá upphafi fyrri stjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Vaxandi ólgu hefur gætt í stjórnarsamstarfinu frá því það var endurnýjað eftir kosningarnar 2021 og segja sumir að ríkisstjórnin þurfi varla á stjórnarandstöðu að halda með þá ólgu sem ríkir innan hennar. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað mikið og samkvæmt könnunum er hún kolfallin. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sömuleiðis fallið í áður óþekktar lægðir og mælst allt niður í 14 prósent. Mörg umdeild mál bíða afgreiðslu á Alþingi þennan síðasta þingvetur fyrir kosningar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar upp á 217 mál. Allt bendir til að innan ríkisstjórnarinnar verði tekist á um orku- og virkjanamál, útlendingamál og málefni löggæslunnar í landinu svo eitthvað sé talið. Samkvæmt kosningalögum ættu næstu alþingiskosningar að fara fram í september á næsta ári. Kosið var að hausti 2016 eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra áður en kjörtímabilið var úti og kosningum flýtt og haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk eftir aðeins tíu mánuði. Núverandi stjórnarflokkar sem hófu samstarf að loknum kosningum 2017 ákváðu síðan að sitja út kjörtímabilið þannig að í þriðja sinn í röð var kosið að hausti 2021. Nú velta margir fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir ætli sér að boða til kosninga næsta vor, þar sem það hefur verið lengst af verið hefð að alþingiskosningar fari fram að vori. Þessari spurningu og mörgum fleirum verður velt upp í beinni útsendingu í Samtalinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Uppfært klukkan 15:18 Þættinum er lokið en upptöku má sjá að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samtalið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Samtalið er nýr þjóðmálaþáttur fréttastofunnar sem verður á dagskrá alla fimmtudaga í vetur. Mörg spjót standa að Bjarna Benediktssyni sem um þessar mundir hefur gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum næst lengst allra eða í 15 ár. Hann fer fyrir ríkisstjórn sem verið hefur umdeild frá upphafi fyrri stjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Vaxandi ólgu hefur gætt í stjórnarsamstarfinu frá því það var endurnýjað eftir kosningarnar 2021 og segja sumir að ríkisstjórnin þurfi varla á stjórnarandstöðu að halda með þá ólgu sem ríkir innan hennar. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað mikið og samkvæmt könnunum er hún kolfallin. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sömuleiðis fallið í áður óþekktar lægðir og mælst allt niður í 14 prósent. Mörg umdeild mál bíða afgreiðslu á Alþingi þennan síðasta þingvetur fyrir kosningar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar upp á 217 mál. Allt bendir til að innan ríkisstjórnarinnar verði tekist á um orku- og virkjanamál, útlendingamál og málefni löggæslunnar í landinu svo eitthvað sé talið. Samkvæmt kosningalögum ættu næstu alþingiskosningar að fara fram í september á næsta ári. Kosið var að hausti 2016 eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra áður en kjörtímabilið var úti og kosningum flýtt og haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk eftir aðeins tíu mánuði. Núverandi stjórnarflokkar sem hófu samstarf að loknum kosningum 2017 ákváðu síðan að sitja út kjörtímabilið þannig að í þriðja sinn í röð var kosið að hausti 2021. Nú velta margir fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir ætli sér að boða til kosninga næsta vor, þar sem það hefur verið lengst af verið hefð að alþingiskosningar fari fram að vori. Þessari spurningu og mörgum fleirum verður velt upp í beinni útsendingu í Samtalinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Uppfært klukkan 15:18 Þættinum er lokið en upptöku má sjá að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samtalið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira