Lykilatriði að ræða við börnin og halda sig við staðreyndir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2024 13:13 Um fimm hundruð nemendur eru í Rimaskóla sem er grunnskóli fyrir fyrsta upp í tíunda bekk. Þar starfa um áttatíu starfsmenn. Vísir/Vilhelm Prestar, ráðgjafar, aðilar frá Rauða krossi Íslands auk stjórnenda í Rimaskóla ræddu við nemendur í skólanum fyrir hádegi um andlát nemanda í 5. bekk skólans. Skólastjórnendur segja lykilatriði fyrir foreldra að taka samtalið við börn sín og halda sig aðeins við staðreyndir. Kolfinna Eldey Sigurðardóttir var nemandi í 5. bekk Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Faðir hennar hringdi í Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið á sunnudaginn og tilkynnti um andlát dóttur sinnar. Lögreglan mætti á svæðið, fann dótturina látna og handtók föðurinn. Hann sætir gæsluvarðhaldi og segist lögregla vera komin með ágæta mynd af atburðum. Þóranna Rósa Ólafsdóttir skólastjóri Rimaskóla sendi foreldrum og forráðamönnum allra barna við skólann tölvupóst í morgun til að lýsa hvernig brugðist hafi verið við þessu erfiða máli. Pósturinn er sendur fyrir hönd stjórnenda og áfallateymis Rimaskóla í þeim tilgangi að halda foreldrum upplýstum um hvernig áfallateymið hefði brugðist við gagnvart nemendum og aðstæðum í skólastarfinu. Haldinn var fundur með nemendum og foreldrum þeirra í 5. bekk í sal skólans í morgun. Þar hafi verið farið yfir málið og staðreyndir þess. Teymið horfi til upplýsingar sem lögregla hafi gefið. Mikilvægt sé að umræðan fari ekki út í ýmsar pælingar sem verið hafi í samfélaginu. Halda sig við staðreyndir „Við getum ekki farið í að meta málin út frá getgátum heldur staðreyndum frá þeim sem rannsaka málið,“ segir í skilaboðum til forráðamanna Rimaskóla. Eftir fundinn með fimmta bekk hafi hópar farið í bekki og rætt við alla nemendur skólans. Í hópunum voru meðal annars prestar, ráðgjafar, aðilar frá Rauða kross og stjórnendur Rimaskóla. „Rætt var um tilfinningar og hvernig við getum haldið utan um hvert annað. Farið var yfir staðreyndir sem við vitum. Við ræddum um mikilvægi þess að viðra ekki málin á samfélagsmiðlum eða taka þátt í umræðu á þeim vettvangi. Okkar væri að hlúa að okkur og hugsa til fjölskyldu stúlkunnar. Við hvetjum foreldra að ræða mjög varlega um þetta mál, þær sögur sem eru í gangi, við börnin sín.“ Má búast við að spurningar vakni Nemendum á eldri stigum hafi verið boðið að ræða við ráðgjafa frá Austurmiðstöð. Þar er að finna sálfræðinga, félagsráðgjafa, unglingaráðgjafa og hegðunarráðgjafa ásamt aðilum frá áfallateymi Rauða krossins. Einnig hafi þessir aðilar verið til taks fyrir foreldra sem leituðu eftir aðstoð í skólanum. „Næstu daga má búast við að margar spurningar vakni og margvíslegar tilfinningar komi fram. Við vitum að sumir af okkar nemendahópi hafa misst náinn aðstandenda. Einnig hafa aðilar innan okkar hóps gengið í gegnum margvíslega reynslu eins og ofbeldi eða missi á einhvern hátt. Allar þessar tilfinningar geta komið upp og þá þurfum við, foreldrar og starfsfólk skólans, að vera viðbúið að hlusta, ræða málin og hlúa að nemendum okkar og hvert öðru.“ Sérfræðingar hjá Austurmiðstöð gefi þau ráð til foreldra að lykilatriði sé að taka samtalið við börn sín þegar málið komi upp. Þar sé mikilvægt að halda sig við staðreyndir málsins. „Við skulum ekki forðast að ræða málin heldur hlustum á barnið og svörum þeim spurningum sem við getum. Lofum samtalinu að flæða og að barnið fái að stýra hvert samtalið fer.“ Þá er vísað á gott efni á vef Sorgarmiðstöðvar sem foreldrar geti nýtt sér í samtölum og stuðningi við barnið sitt. Sjá hér. Einnig eru góðar upplýsingar á vef Rauða krossins varðandi sálræna áfallahjálp og hana er að finna á fjöldamörgum tungumálum. Sjá hér. Þá er bent á bókina „Börn og sorg“. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Erlent Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Erlent Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Innlent Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Innlent Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Erlent Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Erlent Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Innlent Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Innlent Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Risaþota flýgur í lágflugi yfir Reykjavík Áfram á bak við lás og slá vegna andláts hjónanna Umferðarljósin rafmagnslaus vegna rafmagnstruflana hjá Norðuráli Þóra Jóhanna nýr yfirdýralæknir Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Vaxtalækkun, nýr kjarasamningur og lokað á sjúkraskrár Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Kona tveggja flokka í Samtalinu Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Bifreið í ljósum logum við Stuðlaháls Nú beinast öll spjót að bönkunum Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Mikil umferð vegna áreksturs í Kópavogi Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú „Þetta verður góð saga þegar hún verður sögð“ Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum „Það vill enginn vera eins og Steingrímur J.“ Metóánægja með ríkisstjórnina en enn færri ánægðir með stjórnarandstöðuna Sjá meira
Kolfinna Eldey Sigurðardóttir var nemandi í 5. bekk Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Faðir hennar hringdi í Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið á sunnudaginn og tilkynnti um andlát dóttur sinnar. Lögreglan mætti á svæðið, fann dótturina látna og handtók föðurinn. Hann sætir gæsluvarðhaldi og segist lögregla vera komin með ágæta mynd af atburðum. Þóranna Rósa Ólafsdóttir skólastjóri Rimaskóla sendi foreldrum og forráðamönnum allra barna við skólann tölvupóst í morgun til að lýsa hvernig brugðist hafi verið við þessu erfiða máli. Pósturinn er sendur fyrir hönd stjórnenda og áfallateymis Rimaskóla í þeim tilgangi að halda foreldrum upplýstum um hvernig áfallateymið hefði brugðist við gagnvart nemendum og aðstæðum í skólastarfinu. Haldinn var fundur með nemendum og foreldrum þeirra í 5. bekk í sal skólans í morgun. Þar hafi verið farið yfir málið og staðreyndir þess. Teymið horfi til upplýsingar sem lögregla hafi gefið. Mikilvægt sé að umræðan fari ekki út í ýmsar pælingar sem verið hafi í samfélaginu. Halda sig við staðreyndir „Við getum ekki farið í að meta málin út frá getgátum heldur staðreyndum frá þeim sem rannsaka málið,“ segir í skilaboðum til forráðamanna Rimaskóla. Eftir fundinn með fimmta bekk hafi hópar farið í bekki og rætt við alla nemendur skólans. Í hópunum voru meðal annars prestar, ráðgjafar, aðilar frá Rauða kross og stjórnendur Rimaskóla. „Rætt var um tilfinningar og hvernig við getum haldið utan um hvert annað. Farið var yfir staðreyndir sem við vitum. Við ræddum um mikilvægi þess að viðra ekki málin á samfélagsmiðlum eða taka þátt í umræðu á þeim vettvangi. Okkar væri að hlúa að okkur og hugsa til fjölskyldu stúlkunnar. Við hvetjum foreldra að ræða mjög varlega um þetta mál, þær sögur sem eru í gangi, við börnin sín.“ Má búast við að spurningar vakni Nemendum á eldri stigum hafi verið boðið að ræða við ráðgjafa frá Austurmiðstöð. Þar er að finna sálfræðinga, félagsráðgjafa, unglingaráðgjafa og hegðunarráðgjafa ásamt aðilum frá áfallateymi Rauða krossins. Einnig hafi þessir aðilar verið til taks fyrir foreldra sem leituðu eftir aðstoð í skólanum. „Næstu daga má búast við að margar spurningar vakni og margvíslegar tilfinningar komi fram. Við vitum að sumir af okkar nemendahópi hafa misst náinn aðstandenda. Einnig hafa aðilar innan okkar hóps gengið í gegnum margvíslega reynslu eins og ofbeldi eða missi á einhvern hátt. Allar þessar tilfinningar geta komið upp og þá þurfum við, foreldrar og starfsfólk skólans, að vera viðbúið að hlusta, ræða málin og hlúa að nemendum okkar og hvert öðru.“ Sérfræðingar hjá Austurmiðstöð gefi þau ráð til foreldra að lykilatriði sé að taka samtalið við börn sín þegar málið komi upp. Þar sé mikilvægt að halda sig við staðreyndir málsins. „Við skulum ekki forðast að ræða málin heldur hlustum á barnið og svörum þeim spurningum sem við getum. Lofum samtalinu að flæða og að barnið fái að stýra hvert samtalið fer.“ Þá er vísað á gott efni á vef Sorgarmiðstöðvar sem foreldrar geti nýtt sér í samtölum og stuðningi við barnið sitt. Sjá hér. Einnig eru góðar upplýsingar á vef Rauða krossins varðandi sálræna áfallahjálp og hana er að finna á fjöldamörgum tungumálum. Sjá hér. Þá er bent á bókina „Börn og sorg“.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Erlent Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Erlent Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Innlent Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Innlent Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Erlent Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Erlent Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Innlent Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Innlent Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Risaþota flýgur í lágflugi yfir Reykjavík Áfram á bak við lás og slá vegna andláts hjónanna Umferðarljósin rafmagnslaus vegna rafmagnstruflana hjá Norðuráli Þóra Jóhanna nýr yfirdýralæknir Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Vaxtalækkun, nýr kjarasamningur og lokað á sjúkraskrár Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Kona tveggja flokka í Samtalinu Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Bifreið í ljósum logum við Stuðlaháls Nú beinast öll spjót að bönkunum Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Mikil umferð vegna áreksturs í Kópavogi Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú „Þetta verður góð saga þegar hún verður sögð“ Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum „Það vill enginn vera eins og Steingrímur J.“ Metóánægja með ríkisstjórnina en enn færri ánægðir með stjórnarandstöðuna Sjá meira
Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent
Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent