Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 10:06 Sigrún leiðir nýja Náttúruverndarstofnun og Gestur nýja Umhverfis- og orkustofnun. Vísir Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Alþingi hafi í júlí samþykkt frumvörp um nýja Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Ný Umhverfis- og orkustofnun taki við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar, en Náttúruverndarstofnun taki við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar auk lífríkis og veiðistjórnunarhluta hennar. Forstjóri Umhverfisstofnunar tekur við Náttúruverndarstofnun Í tilkynningu segir að Sigrún hafi verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020 og hafi starfað að umhverfismálum í rúm tuttugu ár. Hún hafi verið sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var skipuð í embætti forstjóra stofnunarinnar. Þá hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á árunum 2000 – 2008. Sigrún hafi lokið cand.jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 1995. Sigrún hafi sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram öðrum störfum, meðal annars í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hafi hún starfað að alþjóðamálum á vettvangi umhverfismála um árabil. Eiginmaður Sigrúnar sé Davíð Pálsson leiðsögumaður og þau eigi tvö börn. Embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðnum og átta sótt um stöðuna. Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar beint úr stóriðjunni Þá segir að Gestur, nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, hafi verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá árinu 2022. Áður hafi hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland. Gestur hafi víðtæka reynslu af stjórnun og hafi átt sæti í framkvæmdastjórnum félaga sem æðsti stjórnandi eða sem næstráðandi nær óslitið frá árinu 2004. Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hafi Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Gestur hafi lokið meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998. Embætti forstjóra Umhverfis- og loftslagsstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðinn og sex sótt um stöðuna. Umfangsmiklar stofnanabreytingar Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun muni taka til starfa 1. janúar 2025, en nýju stofnanirnar séu liður í umfangsmiklum stofnanabreytingum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafi unnið að, ásamt undirstofnum, frá miðju ári 2022 og sem miði að því að skapa vettvang fyrir kraftmikið fagstarf og árangur. Umhverfismál Stjórnsýsla Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stóriðja Vistaskipti Tengdar fréttir Gestur ráðinn framkvæmdastjóri Veitna Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 23. júlí 2019 08:20 Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5. mars 2022 15:01 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Alþingi hafi í júlí samþykkt frumvörp um nýja Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Ný Umhverfis- og orkustofnun taki við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar, en Náttúruverndarstofnun taki við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar auk lífríkis og veiðistjórnunarhluta hennar. Forstjóri Umhverfisstofnunar tekur við Náttúruverndarstofnun Í tilkynningu segir að Sigrún hafi verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020 og hafi starfað að umhverfismálum í rúm tuttugu ár. Hún hafi verið sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var skipuð í embætti forstjóra stofnunarinnar. Þá hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á árunum 2000 – 2008. Sigrún hafi lokið cand.jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 1995. Sigrún hafi sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram öðrum störfum, meðal annars í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hafi hún starfað að alþjóðamálum á vettvangi umhverfismála um árabil. Eiginmaður Sigrúnar sé Davíð Pálsson leiðsögumaður og þau eigi tvö börn. Embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðnum og átta sótt um stöðuna. Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar beint úr stóriðjunni Þá segir að Gestur, nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, hafi verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá árinu 2022. Áður hafi hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland. Gestur hafi víðtæka reynslu af stjórnun og hafi átt sæti í framkvæmdastjórnum félaga sem æðsti stjórnandi eða sem næstráðandi nær óslitið frá árinu 2004. Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hafi Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Gestur hafi lokið meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998. Embætti forstjóra Umhverfis- og loftslagsstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðinn og sex sótt um stöðuna. Umfangsmiklar stofnanabreytingar Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun muni taka til starfa 1. janúar 2025, en nýju stofnanirnar séu liður í umfangsmiklum stofnanabreytingum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafi unnið að, ásamt undirstofnum, frá miðju ári 2022 og sem miði að því að skapa vettvang fyrir kraftmikið fagstarf og árangur.
Umhverfismál Stjórnsýsla Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stóriðja Vistaskipti Tengdar fréttir Gestur ráðinn framkvæmdastjóri Veitna Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 23. júlí 2019 08:20 Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5. mars 2022 15:01 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Sjá meira
Gestur ráðinn framkvæmdastjóri Veitna Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 23. júlí 2019 08:20
Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5. mars 2022 15:01