Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 10:06 Sigrún leiðir nýja Náttúruverndarstofnun og Gestur nýja Umhverfis- og orkustofnun. Vísir Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Alþingi hafi í júlí samþykkt frumvörp um nýja Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Ný Umhverfis- og orkustofnun taki við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar, en Náttúruverndarstofnun taki við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar auk lífríkis og veiðistjórnunarhluta hennar. Forstjóri Umhverfisstofnunar tekur við Náttúruverndarstofnun Í tilkynningu segir að Sigrún hafi verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020 og hafi starfað að umhverfismálum í rúm tuttugu ár. Hún hafi verið sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var skipuð í embætti forstjóra stofnunarinnar. Þá hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á árunum 2000 – 2008. Sigrún hafi lokið cand.jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 1995. Sigrún hafi sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram öðrum störfum, meðal annars í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hafi hún starfað að alþjóðamálum á vettvangi umhverfismála um árabil. Eiginmaður Sigrúnar sé Davíð Pálsson leiðsögumaður og þau eigi tvö börn. Embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðnum og átta sótt um stöðuna. Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar beint úr stóriðjunni Þá segir að Gestur, nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, hafi verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá árinu 2022. Áður hafi hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland. Gestur hafi víðtæka reynslu af stjórnun og hafi átt sæti í framkvæmdastjórnum félaga sem æðsti stjórnandi eða sem næstráðandi nær óslitið frá árinu 2004. Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hafi Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Gestur hafi lokið meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998. Embætti forstjóra Umhverfis- og loftslagsstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðinn og sex sótt um stöðuna. Umfangsmiklar stofnanabreytingar Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun muni taka til starfa 1. janúar 2025, en nýju stofnanirnar séu liður í umfangsmiklum stofnanabreytingum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafi unnið að, ásamt undirstofnum, frá miðju ári 2022 og sem miði að því að skapa vettvang fyrir kraftmikið fagstarf og árangur. Umhverfismál Stjórnsýsla Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stóriðja Vistaskipti Tengdar fréttir Gestur ráðinn framkvæmdastjóri Veitna Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 23. júlí 2019 08:20 Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5. mars 2022 15:01 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Alþingi hafi í júlí samþykkt frumvörp um nýja Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Ný Umhverfis- og orkustofnun taki við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar, en Náttúruverndarstofnun taki við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar auk lífríkis og veiðistjórnunarhluta hennar. Forstjóri Umhverfisstofnunar tekur við Náttúruverndarstofnun Í tilkynningu segir að Sigrún hafi verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020 og hafi starfað að umhverfismálum í rúm tuttugu ár. Hún hafi verið sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var skipuð í embætti forstjóra stofnunarinnar. Þá hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á árunum 2000 – 2008. Sigrún hafi lokið cand.jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 1995. Sigrún hafi sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram öðrum störfum, meðal annars í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hafi hún starfað að alþjóðamálum á vettvangi umhverfismála um árabil. Eiginmaður Sigrúnar sé Davíð Pálsson leiðsögumaður og þau eigi tvö börn. Embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðnum og átta sótt um stöðuna. Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar beint úr stóriðjunni Þá segir að Gestur, nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, hafi verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá árinu 2022. Áður hafi hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland. Gestur hafi víðtæka reynslu af stjórnun og hafi átt sæti í framkvæmdastjórnum félaga sem æðsti stjórnandi eða sem næstráðandi nær óslitið frá árinu 2004. Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hafi Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Gestur hafi lokið meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998. Embætti forstjóra Umhverfis- og loftslagsstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðinn og sex sótt um stöðuna. Umfangsmiklar stofnanabreytingar Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun muni taka til starfa 1. janúar 2025, en nýju stofnanirnar séu liður í umfangsmiklum stofnanabreytingum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafi unnið að, ásamt undirstofnum, frá miðju ári 2022 og sem miði að því að skapa vettvang fyrir kraftmikið fagstarf og árangur.
Umhverfismál Stjórnsýsla Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stóriðja Vistaskipti Tengdar fréttir Gestur ráðinn framkvæmdastjóri Veitna Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 23. júlí 2019 08:20 Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5. mars 2022 15:01 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Gestur ráðinn framkvæmdastjóri Veitna Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 23. júlí 2019 08:20
Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5. mars 2022 15:01