Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Árni Sæberg skrifar 17. september 2024 16:59 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Vísir/Sigurjón Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. Heimferða- og fylgdadeildin hefur talsvert verið í fréttum síðustu tvo daga vegna máls Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Deildin hafði flutt fjölskylduna með valdi á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti henni til Spánar, þegar boð bárust frá dómsmálaráðherra að fresta ætti flutningnum. Fann tvö eldri dæmi Umfjöllun um heimferða- og fylgdadeild kom Eiríki Rögnvaldssyni, uppgjafaprófessors í íslenskri málfræði, spánskt fyrir sjónir, ef marka má aðsenda grein hans hér á Vísi. Hann segist aldrei hafa heyrt af deildinni áður og við leit á netinu hafi hann aðeins fundið tvö dæmi, í frétt síðan í júlí og annarri í ágúst. Nafninu breytt í óðagoti Eiríkur segir að fyrra heiti deildarinnar, stoðdeild, hafi ekki sagt mikið um hlutverk hennar. Frá stofnun árið 2016 hafi hún þó verið orðin vel þekkt og flestum væri væntanlega kunnugt um hlutverk hennar. „Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki.“ Fólk upplifi ekki að það sé að fara heim Hanns segir að í mörgum tilvikum sé hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd sé í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í tilviki deildarinnar sé oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki sé oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda eigi það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl, eins og í máli Yazans. Jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns sé það einmitt landið sem það flúði frá og líti ekki á sem heimaland sitt lengur og telji sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Ekki í þágu gagnsæis Þannig sé breyting á nafni deildarinnar því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leiki varla nokkur vafi á því að henni hafi verið ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings. Bæði fylgd og heimferð séu orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. „Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni.“ Mál Yazans Lögreglan Íslensk tunga Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Heimferða- og fylgdadeildin hefur talsvert verið í fréttum síðustu tvo daga vegna máls Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Deildin hafði flutt fjölskylduna með valdi á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti henni til Spánar, þegar boð bárust frá dómsmálaráðherra að fresta ætti flutningnum. Fann tvö eldri dæmi Umfjöllun um heimferða- og fylgdadeild kom Eiríki Rögnvaldssyni, uppgjafaprófessors í íslenskri málfræði, spánskt fyrir sjónir, ef marka má aðsenda grein hans hér á Vísi. Hann segist aldrei hafa heyrt af deildinni áður og við leit á netinu hafi hann aðeins fundið tvö dæmi, í frétt síðan í júlí og annarri í ágúst. Nafninu breytt í óðagoti Eiríkur segir að fyrra heiti deildarinnar, stoðdeild, hafi ekki sagt mikið um hlutverk hennar. Frá stofnun árið 2016 hafi hún þó verið orðin vel þekkt og flestum væri væntanlega kunnugt um hlutverk hennar. „Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki.“ Fólk upplifi ekki að það sé að fara heim Hanns segir að í mörgum tilvikum sé hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd sé í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í tilviki deildarinnar sé oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki sé oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda eigi það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl, eins og í máli Yazans. Jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns sé það einmitt landið sem það flúði frá og líti ekki á sem heimaland sitt lengur og telji sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Ekki í þágu gagnsæis Þannig sé breyting á nafni deildarinnar því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leiki varla nokkur vafi á því að henni hafi verið ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings. Bæði fylgd og heimferð séu orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. „Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni.“
Mál Yazans Lögreglan Íslensk tunga Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira