Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2024 14:14 Konurnar giftu sig hjá sýslumanni þann 8. desember 2022. Viku síðar var sótt um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna. Tveimur vikum síðar var hún farin úr landi. Vísir/Vilhelm Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. Konurnar eru báðar af kólumbísku bergi brotnar. Í stefnu konunnar sem er búsett hér á landi og telur á sér brotið kemur fram að hún hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Þá eigi hún barn úr fyrra sambandi sem sé einnig íslenskur ríkisborgari. Farin úr landi tveimur vikum eftir giftingu Hún segist hafa kynnst konunni þegar hún var í heimsókn í heimalandinu og haldið sambandi í framhaldinu. Hún hafi orðið ástfangin og þær ákveðið árið 2022 að gifta sig. Þann 8. desember sama ár gengu þær á fund sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og létu pússa sig saman. Viku síðar sóttu þær um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna og var henni veitt heimild til að dvelja á Íslandi á meðan umsóknin væri í vinnslu. Skömmu síðar komst konan að því að nýja eiginkonan hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og halda framhjá henni. Í lok desember hafi nýja eiginkonan haldið af landi brott án þess að láta vita. Konan segir móður sína hafa fengið þau skilaboð frá nýju eiginkonunni að hún ætlaði til Spánar og svo aftur til Kólumbíu. Hún telur að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda til að geta dvalið í Evrópu. Ekkert gengið að birta konunni stefnu Nú séu liðin tæp tvö ár þar sem hún hafi ekkert heyrt frá eiginkonu sinni þrátt fyrir tilraunir til að ganga frá skilnaði. Hún hafi enga hugmynd hvar hún sé stödd eða eigi heimili. Hún neyðist því til að höfða mál til að fá skilnað í gegn. Hún bætir við að hafa gert tilraun til að fá stefnuna birta á heimilisfangi þar sem eiginkonan bjó áður í Kólumbíu þegar þær kynntust. Þá hjálpi ekki til að kólumbíska ríkið haldi ekki þjóðskrá og því ekki unnt að fá liðsinni þaðan. Hún hafi því að endingu neyðst til að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest þann 5. nóvember. Fjölskyldumál Kólumbía Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Konurnar eru báðar af kólumbísku bergi brotnar. Í stefnu konunnar sem er búsett hér á landi og telur á sér brotið kemur fram að hún hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Þá eigi hún barn úr fyrra sambandi sem sé einnig íslenskur ríkisborgari. Farin úr landi tveimur vikum eftir giftingu Hún segist hafa kynnst konunni þegar hún var í heimsókn í heimalandinu og haldið sambandi í framhaldinu. Hún hafi orðið ástfangin og þær ákveðið árið 2022 að gifta sig. Þann 8. desember sama ár gengu þær á fund sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og létu pússa sig saman. Viku síðar sóttu þær um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna og var henni veitt heimild til að dvelja á Íslandi á meðan umsóknin væri í vinnslu. Skömmu síðar komst konan að því að nýja eiginkonan hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og halda framhjá henni. Í lok desember hafi nýja eiginkonan haldið af landi brott án þess að láta vita. Konan segir móður sína hafa fengið þau skilaboð frá nýju eiginkonunni að hún ætlaði til Spánar og svo aftur til Kólumbíu. Hún telur að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda til að geta dvalið í Evrópu. Ekkert gengið að birta konunni stefnu Nú séu liðin tæp tvö ár þar sem hún hafi ekkert heyrt frá eiginkonu sinni þrátt fyrir tilraunir til að ganga frá skilnaði. Hún hafi enga hugmynd hvar hún sé stödd eða eigi heimili. Hún neyðist því til að höfða mál til að fá skilnað í gegn. Hún bætir við að hafa gert tilraun til að fá stefnuna birta á heimilisfangi þar sem eiginkonan bjó áður í Kólumbíu þegar þær kynntust. Þá hjálpi ekki til að kólumbíska ríkið haldi ekki þjóðskrá og því ekki unnt að fá liðsinni þaðan. Hún hafi því að endingu neyðst til að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest þann 5. nóvember.
Fjölskyldumál Kólumbía Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira