Sagði fjölmiðlum að hætta að kalla Valgeir „Friðriksson“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 15:30 Valgeir Lunddal í fyrsta leik sínum fyrir Fortuna Düsseldorf. Getty/Andreas Gora Valgeir Lunddal lék sinn fyrsta leik fyrir Fortuna Düsseldorf í gær, í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Fjölmiðlafulltrúi þýska félagsins nýtti tækifærið til að kenna fjölmiðlum rétta notkun á nafni Íslendingsins. Valgeir heitir fullu nafni Valgeir Lunddal Friðriksson. Þess vegna hafa þýskir fjölmiðlar talað um „Friðriksson“ í sínum fréttum um íslenska landsliðsmanninn, sem kom frá Häcken í Svíþjóð fyrir 300.000 evrur (45 milljónir króna) í sumar. Í frétt Bild í gær segir að það hafi þótt eðlilegt rétt eins og liðsfélagi Valgeirs, Ísak Bergmann Jóhannesson, hafi verið kallaður „Jóhannesson“. Hins vegar hafi komið í ljós að ekki bæri að nota Friðriksson-nafnið, eins og Tino Polster fjölmiðlafulltrúi Düsseldorf útskýrði: „Við getum hætt að nota „Friðriksson“ því hann verður bara með „Lunddal“ á treyjunni sinni. Þetta „Lunddal“-nafn er ættarnafnið og hann vill halda því í heiðri. Þess vegna notuðum við „Lunddal“. Hann heitir sem sagt Valgeir Lunddal.“ Valgeir kom inn á sem varamaður í gær, í sínum fyrsta leik í Þýskalandi, og þeir Ísak fögnuðu 2-0 útisigri gegn Herthu Berlín. Félagi þeirra í landsliðinu, Jón Dagur Þorsteinsson, kom inn á sem varamaður hjá Herthu, í sínum öðrum leik fyrir liðið eftir komuna frá OH Leuven í Belgíu. View this post on Instagram A post shared by Valgeir Lunddal (@valgeirlunddal) Düsseldorf, sem afar naumlega missti af sæti í efstu deild Þýskalands síðasta vor, er á toppi þýsku 2. deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. Hertha er í 9. sæti með sjö stig. Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Valgeir heitir fullu nafni Valgeir Lunddal Friðriksson. Þess vegna hafa þýskir fjölmiðlar talað um „Friðriksson“ í sínum fréttum um íslenska landsliðsmanninn, sem kom frá Häcken í Svíþjóð fyrir 300.000 evrur (45 milljónir króna) í sumar. Í frétt Bild í gær segir að það hafi þótt eðlilegt rétt eins og liðsfélagi Valgeirs, Ísak Bergmann Jóhannesson, hafi verið kallaður „Jóhannesson“. Hins vegar hafi komið í ljós að ekki bæri að nota Friðriksson-nafnið, eins og Tino Polster fjölmiðlafulltrúi Düsseldorf útskýrði: „Við getum hætt að nota „Friðriksson“ því hann verður bara með „Lunddal“ á treyjunni sinni. Þetta „Lunddal“-nafn er ættarnafnið og hann vill halda því í heiðri. Þess vegna notuðum við „Lunddal“. Hann heitir sem sagt Valgeir Lunddal.“ Valgeir kom inn á sem varamaður í gær, í sínum fyrsta leik í Þýskalandi, og þeir Ísak fögnuðu 2-0 útisigri gegn Herthu Berlín. Félagi þeirra í landsliðinu, Jón Dagur Þorsteinsson, kom inn á sem varamaður hjá Herthu, í sínum öðrum leik fyrir liðið eftir komuna frá OH Leuven í Belgíu. View this post on Instagram A post shared by Valgeir Lunddal (@valgeirlunddal) Düsseldorf, sem afar naumlega missti af sæti í efstu deild Þýskalands síðasta vor, er á toppi þýsku 2. deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. Hertha er í 9. sæti með sjö stig.
Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira