Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. september 2024 19:13 Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu hafa verið önnum kafnir vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð, innviðir í lamasessi og neyðarástandi víða verið lýst yfir. Í Tékklandi þurfti að rýma um tugþúsundir heimila í norðurhluta landsins þar sem einnig hefur verið rafmagnslaust. Flóðavarnir hafa verið settar upp í höfuðborginni Prag, og ár flætt víða yfir bakka sína, meðal annars í Póllandi. Ástandið hefur einnig verið slæmt í Rúmeníu, Slóvakíu, Ungverjalandi og hluta Þýskalands. Í Austurríki hafa stjórnvöld lýst yfir hamfarasvæði í fjölda bæja þar sem íbúum var gert að rýma, meðal annars í grennd við höfuðborgina Vín. Jakob Veigar Sigurðsson, myndlistamaðurinn búsettur í Vín, segir ástandið verst í úthverfum borgarinnar og í grennd við ár og sýki. „Í kringum kanalana, þar er fullt af veitingastöðum þar sem að vatnið er komið upp á miðjar hurðar og bara mjög illa farið. Ég er búin að vera hérna í átta ár og ég hef aldrei séð neitt nálægt þessu,“ segir Jakob Veigar. Sjálfur býr hann í hverfi sem hefur sloppið nokkuð vel, en annað er að segja um önnur svæði í lægum í útjaðri borgarinnar. Ástandið hefur mikil áhrif á daglegt líf en einhverjum vegum hefur til að mynda verið lokað og neðanjarðarlestarkerfið liggur að miklu leyti niðri í úthverfum. „Neðanjarðarlestarkerfið virkar bara í alveg innsta hring, öll úthverfin eru úti. Þannig að það er stopp. Svo er rok, það er leiðindarok, en eitthvað sem Íslendingur er mjög vanur er vanur. En fólkið er bara á taugum hérna, hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Jakob. Fátt sé til bragðs að taka þar sem ástandið er verst, annað enn að koma sér í skjól og bíða eftir að verinu sloti. „Ég hef náttúrlega aldrei kynnst svona vatnsveðri. Það er rosa skrítið hvernig þetta skiptist niður. Mér skilst að bara hérna í kringum Vín sé ástandið miklu verra. Vinir mínir búa hérna rétt fyrir utan Vín og þau þurftu að yfirgefa húsið sitt. Ég sá myndir áðan og þar er sko hálfs meters vatn yfir öllu í íbúðinni þeirra. Þetta hefur aldrei komið yfir áður.“ Veður Austurríki Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu hafa verið önnum kafnir vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð, innviðir í lamasessi og neyðarástandi víða verið lýst yfir. Í Tékklandi þurfti að rýma um tugþúsundir heimila í norðurhluta landsins þar sem einnig hefur verið rafmagnslaust. Flóðavarnir hafa verið settar upp í höfuðborginni Prag, og ár flætt víða yfir bakka sína, meðal annars í Póllandi. Ástandið hefur einnig verið slæmt í Rúmeníu, Slóvakíu, Ungverjalandi og hluta Þýskalands. Í Austurríki hafa stjórnvöld lýst yfir hamfarasvæði í fjölda bæja þar sem íbúum var gert að rýma, meðal annars í grennd við höfuðborgina Vín. Jakob Veigar Sigurðsson, myndlistamaðurinn búsettur í Vín, segir ástandið verst í úthverfum borgarinnar og í grennd við ár og sýki. „Í kringum kanalana, þar er fullt af veitingastöðum þar sem að vatnið er komið upp á miðjar hurðar og bara mjög illa farið. Ég er búin að vera hérna í átta ár og ég hef aldrei séð neitt nálægt þessu,“ segir Jakob Veigar. Sjálfur býr hann í hverfi sem hefur sloppið nokkuð vel, en annað er að segja um önnur svæði í lægum í útjaðri borgarinnar. Ástandið hefur mikil áhrif á daglegt líf en einhverjum vegum hefur til að mynda verið lokað og neðanjarðarlestarkerfið liggur að miklu leyti niðri í úthverfum. „Neðanjarðarlestarkerfið virkar bara í alveg innsta hring, öll úthverfin eru úti. Þannig að það er stopp. Svo er rok, það er leiðindarok, en eitthvað sem Íslendingur er mjög vanur er vanur. En fólkið er bara á taugum hérna, hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Jakob. Fátt sé til bragðs að taka þar sem ástandið er verst, annað enn að koma sér í skjól og bíða eftir að verinu sloti. „Ég hef náttúrlega aldrei kynnst svona vatnsveðri. Það er rosa skrítið hvernig þetta skiptist niður. Mér skilst að bara hérna í kringum Vín sé ástandið miklu verra. Vinir mínir búa hérna rétt fyrir utan Vín og þau þurftu að yfirgefa húsið sitt. Ég sá myndir áðan og þar er sko hálfs meters vatn yfir öllu í íbúðinni þeirra. Þetta hefur aldrei komið yfir áður.“
Veður Austurríki Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01