Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. september 2024 19:13 Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu hafa verið önnum kafnir vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð, innviðir í lamasessi og neyðarástandi víða verið lýst yfir. Í Tékklandi þurfti að rýma um tugþúsundir heimila í norðurhluta landsins þar sem einnig hefur verið rafmagnslaust. Flóðavarnir hafa verið settar upp í höfuðborginni Prag, og ár flætt víða yfir bakka sína, meðal annars í Póllandi. Ástandið hefur einnig verið slæmt í Rúmeníu, Slóvakíu, Ungverjalandi og hluta Þýskalands. Í Austurríki hafa stjórnvöld lýst yfir hamfarasvæði í fjölda bæja þar sem íbúum var gert að rýma, meðal annars í grennd við höfuðborgina Vín. Jakob Veigar Sigurðsson, myndlistamaðurinn búsettur í Vín, segir ástandið verst í úthverfum borgarinnar og í grennd við ár og sýki. „Í kringum kanalana, þar er fullt af veitingastöðum þar sem að vatnið er komið upp á miðjar hurðar og bara mjög illa farið. Ég er búin að vera hérna í átta ár og ég hef aldrei séð neitt nálægt þessu,“ segir Jakob Veigar. Sjálfur býr hann í hverfi sem hefur sloppið nokkuð vel, en annað er að segja um önnur svæði í lægum í útjaðri borgarinnar. Ástandið hefur mikil áhrif á daglegt líf en einhverjum vegum hefur til að mynda verið lokað og neðanjarðarlestarkerfið liggur að miklu leyti niðri í úthverfum. „Neðanjarðarlestarkerfið virkar bara í alveg innsta hring, öll úthverfin eru úti. Þannig að það er stopp. Svo er rok, það er leiðindarok, en eitthvað sem Íslendingur er mjög vanur er vanur. En fólkið er bara á taugum hérna, hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Jakob. Fátt sé til bragðs að taka þar sem ástandið er verst, annað enn að koma sér í skjól og bíða eftir að verinu sloti. „Ég hef náttúrlega aldrei kynnst svona vatnsveðri. Það er rosa skrítið hvernig þetta skiptist niður. Mér skilst að bara hérna í kringum Vín sé ástandið miklu verra. Vinir mínir búa hérna rétt fyrir utan Vín og þau þurftu að yfirgefa húsið sitt. Ég sá myndir áðan og þar er sko hálfs meters vatn yfir öllu í íbúðinni þeirra. Þetta hefur aldrei komið yfir áður.“ Veður Austurríki Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu hafa verið önnum kafnir vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð, innviðir í lamasessi og neyðarástandi víða verið lýst yfir. Í Tékklandi þurfti að rýma um tugþúsundir heimila í norðurhluta landsins þar sem einnig hefur verið rafmagnslaust. Flóðavarnir hafa verið settar upp í höfuðborginni Prag, og ár flætt víða yfir bakka sína, meðal annars í Póllandi. Ástandið hefur einnig verið slæmt í Rúmeníu, Slóvakíu, Ungverjalandi og hluta Þýskalands. Í Austurríki hafa stjórnvöld lýst yfir hamfarasvæði í fjölda bæja þar sem íbúum var gert að rýma, meðal annars í grennd við höfuðborgina Vín. Jakob Veigar Sigurðsson, myndlistamaðurinn búsettur í Vín, segir ástandið verst í úthverfum borgarinnar og í grennd við ár og sýki. „Í kringum kanalana, þar er fullt af veitingastöðum þar sem að vatnið er komið upp á miðjar hurðar og bara mjög illa farið. Ég er búin að vera hérna í átta ár og ég hef aldrei séð neitt nálægt þessu,“ segir Jakob Veigar. Sjálfur býr hann í hverfi sem hefur sloppið nokkuð vel, en annað er að segja um önnur svæði í lægum í útjaðri borgarinnar. Ástandið hefur mikil áhrif á daglegt líf en einhverjum vegum hefur til að mynda verið lokað og neðanjarðarlestarkerfið liggur að miklu leyti niðri í úthverfum. „Neðanjarðarlestarkerfið virkar bara í alveg innsta hring, öll úthverfin eru úti. Þannig að það er stopp. Svo er rok, það er leiðindarok, en eitthvað sem Íslendingur er mjög vanur er vanur. En fólkið er bara á taugum hérna, hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Jakob. Fátt sé til bragðs að taka þar sem ástandið er verst, annað enn að koma sér í skjól og bíða eftir að verinu sloti. „Ég hef náttúrlega aldrei kynnst svona vatnsveðri. Það er rosa skrítið hvernig þetta skiptist niður. Mér skilst að bara hérna í kringum Vín sé ástandið miklu verra. Vinir mínir búa hérna rétt fyrir utan Vín og þau þurftu að yfirgefa húsið sitt. Ég sá myndir áðan og þar er sko hálfs meters vatn yfir öllu í íbúðinni þeirra. Þetta hefur aldrei komið yfir áður.“
Veður Austurríki Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01