„Við erum hundfúl yfir þessu“ Árni Sæberg skrifar 13. september 2024 17:01 Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Ívar Bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar var í síðustu viku falið að krefja Vegagerðina svara um stöðu framkvæmda á Dynjandiheiði, en aðeins sjö kílómetra vantar upp á að bundið slitlag verði á heiðinni allri. Svarið sem barst var einfalt; fjármagn skortir og ekkert verður aðhafst í bili. Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar síðasta föstudag var staða framkvæmda á Dynjandisheiði á dagskrá. Í fundargerð segir að nú sé verið að ljúka við annan áfanga á Dynjandisheiði. Þá verði komið slitlag á um 24 af 31 kílómetrum og því eigi eftir að leggja slitlag á um sjö kílómetra kafla. Eftir þá framkvæmd verði loksins komið bundið slitlag milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða. Gera megi ráð fyrir að kostnaður við þennan kafla sé um 1,5 milljarðar. Verkið ætti að klárast á árinu Samgönguáætlun 2020-2034 hafi gert ráð fyrir að ljúka við heiðina á fyrsta tímabili hennar, sem líður á árinu. Framkvæmdaleyfi hafi legið fyrir síðan á fyrsta fundi bæjarstjórnar í janúar á þessu ári og Ísafjarðarbær óski eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu mála á þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Stutt og laggott Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var falið að krefja Vegagerðina svara. Í samtali við Vísi segir hún að svar hafi borist hratt og verið stutt og laggott. „Eins og er hefur ekki verið tekin ákvörðun um tímasetningu útboðs á 3.áfanga Dynjandisheiði. Fjárlög komu í dag og umræða um þau tekur við. Á sama tíma fer vinna í gang hér við að setja upp framkvæmdatöflu næsta árs miðað við þær forsendur sem verða aðgengilegar,“ hafði Vegagerðin að segja um stöðuna. Arna Lára segir að Ísfirðingar muni halda áfram að ýta á eftir málinu enda sé grátlegt að klára ekki þessa örfáu kílómetra sem eru eftir. Þá séu öll tæki og tól til vegagerðarinnar þegar á svæðinu. „Við erum hundfúl yfir þessu“ Engin útboð í heilt ár Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að ekkert stórt verk hafi verið boðið út af Vegagerðinni í heilt ár. „Vegagerðin boðaði framkvæmdir upp á 32 milljarða í ár. En hins vegar hafa engin stór verkefni á þeirra vegum verið boðin út síðan haustið 2023,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Verktakar sem sátu útboðsþing í byrjun ársins væntu mikils þegar þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, þuldi upp stórverkin sem átti að fara í á þessu ári. Hann nefndi breikkun Kjalarnesvegar að Hvalfjarðargöngum, áframhaldandi endurbyggingu Vestfjarðavegar, bæði að halda áfram á Dynjandisheiði og hefja brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og loks nefndi ráðherrann Norðausturveg um Brekknaheiði. Ekkert þessara verka er farið í útboð. Uppsagnir í verktakageiranum Sigurður sagði að þetta aðgerðaleysi Vegagerðarinnar væri þegar farið að bitna á jarðvinnu- og malbiksverktökum. Þar séu uppsagnir hafnar. Í upphafi mánaðar var greint frá því að tæplega þrjátíu starfsmönnum verktakafyrirtækis hefðu misst vinnuna. Framkvæmdastjóri sagði verkefnastöðu ekki nógu góða auk þess sem eigendurnir ætli hvort í sína áttina. Verktakafyrirtækið var einmitt Vestfirskir verktakar á Ísafirði. Vegagerð Ísafjarðarbær Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vesturbyggð Samgöngur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar síðasta föstudag var staða framkvæmda á Dynjandisheiði á dagskrá. Í fundargerð segir að nú sé verið að ljúka við annan áfanga á Dynjandisheiði. Þá verði komið slitlag á um 24 af 31 kílómetrum og því eigi eftir að leggja slitlag á um sjö kílómetra kafla. Eftir þá framkvæmd verði loksins komið bundið slitlag milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða. Gera megi ráð fyrir að kostnaður við þennan kafla sé um 1,5 milljarðar. Verkið ætti að klárast á árinu Samgönguáætlun 2020-2034 hafi gert ráð fyrir að ljúka við heiðina á fyrsta tímabili hennar, sem líður á árinu. Framkvæmdaleyfi hafi legið fyrir síðan á fyrsta fundi bæjarstjórnar í janúar á þessu ári og Ísafjarðarbær óski eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu mála á þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Stutt og laggott Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var falið að krefja Vegagerðina svara. Í samtali við Vísi segir hún að svar hafi borist hratt og verið stutt og laggott. „Eins og er hefur ekki verið tekin ákvörðun um tímasetningu útboðs á 3.áfanga Dynjandisheiði. Fjárlög komu í dag og umræða um þau tekur við. Á sama tíma fer vinna í gang hér við að setja upp framkvæmdatöflu næsta árs miðað við þær forsendur sem verða aðgengilegar,“ hafði Vegagerðin að segja um stöðuna. Arna Lára segir að Ísfirðingar muni halda áfram að ýta á eftir málinu enda sé grátlegt að klára ekki þessa örfáu kílómetra sem eru eftir. Þá séu öll tæki og tól til vegagerðarinnar þegar á svæðinu. „Við erum hundfúl yfir þessu“ Engin útboð í heilt ár Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að ekkert stórt verk hafi verið boðið út af Vegagerðinni í heilt ár. „Vegagerðin boðaði framkvæmdir upp á 32 milljarða í ár. En hins vegar hafa engin stór verkefni á þeirra vegum verið boðin út síðan haustið 2023,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Verktakar sem sátu útboðsþing í byrjun ársins væntu mikils þegar þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, þuldi upp stórverkin sem átti að fara í á þessu ári. Hann nefndi breikkun Kjalarnesvegar að Hvalfjarðargöngum, áframhaldandi endurbyggingu Vestfjarðavegar, bæði að halda áfram á Dynjandisheiði og hefja brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og loks nefndi ráðherrann Norðausturveg um Brekknaheiði. Ekkert þessara verka er farið í útboð. Uppsagnir í verktakageiranum Sigurður sagði að þetta aðgerðaleysi Vegagerðarinnar væri þegar farið að bitna á jarðvinnu- og malbiksverktökum. Þar séu uppsagnir hafnar. Í upphafi mánaðar var greint frá því að tæplega þrjátíu starfsmönnum verktakafyrirtækis hefðu misst vinnuna. Framkvæmdastjóri sagði verkefnastöðu ekki nógu góða auk þess sem eigendurnir ætli hvort í sína áttina. Verktakafyrirtækið var einmitt Vestfirskir verktakar á Ísafirði.
Vegagerð Ísafjarðarbær Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vesturbyggð Samgöngur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira