Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2024 12:40 Vísindamennirnir brugðu á leik þegar verðlaunin voru afhent í Cambridge í Massachusetts í gær. AP/Steven Senne Japanskir vísindamenn hafa hlotið IG Nóbelsverðlaunin fyrir þá uppgötvun sína að spendýr geta „andað“ með endaþarminum. Uppgötvunin hefur leitt til rannsókna á því hvort hægt sé að meðhöndla andnauð „neðan frá“. IG Nóbelsverðlaunin eru nefnd í höfuðið á Ignatíusi, fjarskyldum (og skálduðum) frænda Alfred Nóbel og tilvísun í orðið „ignoble“, sem má þýða sem „almúgamaður“. Verðlaunin eru veitt vísindamönnum fyrir rannsóknir sem fá fólk til að hlæja og hugsa. Tíu rannsóknir eru verðlaunaðar á ári hverju og meðal annarra áhugaverðra rannsókna sem hrepptu hnossið í ár var rannsókn sem leiddi í ljós að staðhæfingar um háan aldur fólks koma helst frá svæðum þar sem meðalaldur er lágur og fæðingarvottorð eru fátíð. Þá var einnig verðlaunuð rannsókn þar sem vísindamenn könnuðu fýsileika þess að koma dúfum fyrir í eldflaugum til að hjálpa þeim að rata rétta leið og önnur þar sem vísindamenn komust að því að höfuðhár krullast gjarnan til hægri en síður sunnanmegin á jörðinni. Þess má geta að einn maður hefur unnið bæði til IG Nóbelsverðlauna og hinna upprunalegu, og virtari, Nóbelsverðlauna. Sá heitir Andre Geim en hann hlaut IG Nóbelinn árið 2000 fyrir að láta frosk svífa með seguláhrifum og Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2010 fyrir rannsóknir sínar á seguleiginleika grafíns. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Vísindi Japan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
IG Nóbelsverðlaunin eru nefnd í höfuðið á Ignatíusi, fjarskyldum (og skálduðum) frænda Alfred Nóbel og tilvísun í orðið „ignoble“, sem má þýða sem „almúgamaður“. Verðlaunin eru veitt vísindamönnum fyrir rannsóknir sem fá fólk til að hlæja og hugsa. Tíu rannsóknir eru verðlaunaðar á ári hverju og meðal annarra áhugaverðra rannsókna sem hrepptu hnossið í ár var rannsókn sem leiddi í ljós að staðhæfingar um háan aldur fólks koma helst frá svæðum þar sem meðalaldur er lágur og fæðingarvottorð eru fátíð. Þá var einnig verðlaunuð rannsókn þar sem vísindamenn könnuðu fýsileika þess að koma dúfum fyrir í eldflaugum til að hjálpa þeim að rata rétta leið og önnur þar sem vísindamenn komust að því að höfuðhár krullast gjarnan til hægri en síður sunnanmegin á jörðinni. Þess má geta að einn maður hefur unnið bæði til IG Nóbelsverðlauna og hinna upprunalegu, og virtari, Nóbelsverðlauna. Sá heitir Andre Geim en hann hlaut IG Nóbelinn árið 2000 fyrir að láta frosk svífa með seguláhrifum og Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2010 fyrir rannsóknir sínar á seguleiginleika grafíns. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Vísindi Japan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira