„Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2024 21:59 Valgeir Þór Jakobsson, formaður Samfés. aðsend Formaður Samfés vonar að tilveruréttur félagsmiðstöðva og ungmennahúsa verði festur í sessi í framhaldi af boðuðum aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Hann segir ungt fólk sjálft kalla eftir því að hafa meiri og betri aðgang að félagsmiðstöðvum, starfsemi sem hafi sannað forvarnargildi sitt. Fram kom í fréttum í dag að þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmis konar úrræðum á borð við greiningar og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími getur numið allt að þremur árum. Þá hafa stjórnvöld hákveðið að auka fjármagn og fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Fjórtán aðgerðir voru kynntar fyrr í sumar og hefur þeim nú verið fjölgað í 25, í framhaldi af ákalli eftir auknum aðgerðum í kjölfar alvarlegrar hnífstunguárásar á menningarnótt. Um helmingur aðgerða sem bætt hefur verið við varða heilbrigðisþjónustu við börn með einum eða öðrum hætti. Þá snúa boðaðar aðgerðir meðal annars einnig að því að efla ungmennastarf en árlegur starfsdagur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, var í dag þegar saman kom starfsfólk félagsmiðstöðva hvaðanæva að af landinu. Í ár er ofbeldi meðal ungmenna og forvarnargildi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa ofarlega á baugi að sögn Valgeirs Þórs Jakobssonar, formanns Samfés. „Við höfum áhyggjur og það er frábært forvarnastarf sem er komið í gang. Við viljum leggja mesta áherslu á það sem vel er gert, það er verið að reyna að grípa boltann héðan og þaðan, en það hefur bara ekki verið nóg hingað til. Það þarf það sem er í gangi núna, samfélagslegt átak, þverfaglegt,“ segir Valgeir. Hann fagnar boðuðum aðgerðum en hann segir mikið forvarnargildi felast í starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum, þau vilja meiri opnanir í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum og að það sé tryggt. Ekki að það sé sveiflukennt,“ segir Valgeir. Hann segir mikilvægt að eiga í stöðugu samtali, og því sé vettvangur á borð við daginn í dag afar mikilvægur, þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva um allt land kemur saman og deilir reynslu sinni og ræðir málin. „Forvarnir eru fjárfesting til langtíma og það að skerða forvarnarstarf það hjálpar engu samfélagi,“ segir Valgeir. „Það hefur til dæmis verið erfitt fyrir marga í okkar starfi að geta ekki gefið börnunum og ungmennunum þá hjálp sem þau þurfa bara vegna biðlista bara vegna biðlista eða ekki nógu alvarlegra mála og annað.“ Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Fram kom í fréttum í dag að þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmis konar úrræðum á borð við greiningar og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími getur numið allt að þremur árum. Þá hafa stjórnvöld hákveðið að auka fjármagn og fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Fjórtán aðgerðir voru kynntar fyrr í sumar og hefur þeim nú verið fjölgað í 25, í framhaldi af ákalli eftir auknum aðgerðum í kjölfar alvarlegrar hnífstunguárásar á menningarnótt. Um helmingur aðgerða sem bætt hefur verið við varða heilbrigðisþjónustu við börn með einum eða öðrum hætti. Þá snúa boðaðar aðgerðir meðal annars einnig að því að efla ungmennastarf en árlegur starfsdagur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, var í dag þegar saman kom starfsfólk félagsmiðstöðva hvaðanæva að af landinu. Í ár er ofbeldi meðal ungmenna og forvarnargildi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa ofarlega á baugi að sögn Valgeirs Þórs Jakobssonar, formanns Samfés. „Við höfum áhyggjur og það er frábært forvarnastarf sem er komið í gang. Við viljum leggja mesta áherslu á það sem vel er gert, það er verið að reyna að grípa boltann héðan og þaðan, en það hefur bara ekki verið nóg hingað til. Það þarf það sem er í gangi núna, samfélagslegt átak, þverfaglegt,“ segir Valgeir. Hann fagnar boðuðum aðgerðum en hann segir mikið forvarnargildi felast í starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum, þau vilja meiri opnanir í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum og að það sé tryggt. Ekki að það sé sveiflukennt,“ segir Valgeir. Hann segir mikilvægt að eiga í stöðugu samtali, og því sé vettvangur á borð við daginn í dag afar mikilvægur, þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva um allt land kemur saman og deilir reynslu sinni og ræðir málin. „Forvarnir eru fjárfesting til langtíma og það að skerða forvarnarstarf það hjálpar engu samfélagi,“ segir Valgeir. „Það hefur til dæmis verið erfitt fyrir marga í okkar starfi að geta ekki gefið börnunum og ungmennunum þá hjálp sem þau þurfa bara vegna biðlista bara vegna biðlista eða ekki nógu alvarlegra mála og annað.“
Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira