Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2024 12:20 Flugvélarnar komu báðar til landsins sama dag með tíu mínútna millibili þann 2. maí árið 1957. Mannfjöldi fagnaði komu þeirra á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair/Kvikmyndasafn Íslands Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsa fyrrverandi starfsmenn Flugfélagsins reynslu sinni af Viscount-vélunum. Félagið fékk tvær nýjar beint úr verksmiðjunum í Bretlandi vorið 1957, TF-ISN og TF-ISU. Þær hlutu nöfnin Gullfaxi og Hrímfaxi og höfðu sæti fyrir 48 farþega. Myndin af Vickers Viscount með gjósandi Surtsey í baksýn er úr bókinni Íslenskar flugvélar - Saga í 90 ár, sem Snorri Snorrason flugstjóri gaf út.Teikning/Wilfred Hardy Margir vilja meina að Íslendingar hafi stigið inn í þotuöldina með komu Viscount-vélanna. Þær töldust skrúfuþotur og voru knúnar af fjórum Rolls-Royce Dart-túrbínuhreyflum. Ekki þurfti að verja löngum tíma til að hita þá upp, ólíkt bulluhreyflum sem voru í eldri flugvélum, eins og þristunum og fjörkunum. Þær gátu flogið upp í 25 þúsund feta hæð, langt upp fyrir veður, sem gerði flugið þægilegra, og náðu yfir 500 kílómetra hraða, sem stytti ferðatímann talsvert. Mest flugu þær milli Íslands og Norðurlandanna og Bretlands en voru einnig notaðar í innanlandsflugi. Gullfaxi á Ísafjarðarflugvelli árið 1962.Snorri Snorrason Önnur þeirra, Hrímfaxi, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli við Osló á páskadag árið 1963 og létust allir um borð, alls tólf manns, sjö farþegar og fimm manna áhöfn. Hin vélin, Gullfaxi, var í notkun hjá Flugfélaginu til ársins 1968 en fékk nafnið Snæfaxi ári áður. Tilraunir til að selja hana báru ekki árangur og var hún rifin vorið 1970. Hér má sjá fjögurra mínútna langt myndskeið úr þættinum: Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16:50. Áskrifendur að Stöð 2 og Stöð 2 plús geta auk þess horft á þáttinn í streymisveitu hvar og hvenær sem er. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar, sem sýndur verður næstkomandi mánudagskvöld, fjallar um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsa fyrrverandi starfsmenn Flugfélagsins reynslu sinni af Viscount-vélunum. Félagið fékk tvær nýjar beint úr verksmiðjunum í Bretlandi vorið 1957, TF-ISN og TF-ISU. Þær hlutu nöfnin Gullfaxi og Hrímfaxi og höfðu sæti fyrir 48 farþega. Myndin af Vickers Viscount með gjósandi Surtsey í baksýn er úr bókinni Íslenskar flugvélar - Saga í 90 ár, sem Snorri Snorrason flugstjóri gaf út.Teikning/Wilfred Hardy Margir vilja meina að Íslendingar hafi stigið inn í þotuöldina með komu Viscount-vélanna. Þær töldust skrúfuþotur og voru knúnar af fjórum Rolls-Royce Dart-túrbínuhreyflum. Ekki þurfti að verja löngum tíma til að hita þá upp, ólíkt bulluhreyflum sem voru í eldri flugvélum, eins og þristunum og fjörkunum. Þær gátu flogið upp í 25 þúsund feta hæð, langt upp fyrir veður, sem gerði flugið þægilegra, og náðu yfir 500 kílómetra hraða, sem stytti ferðatímann talsvert. Mest flugu þær milli Íslands og Norðurlandanna og Bretlands en voru einnig notaðar í innanlandsflugi. Gullfaxi á Ísafjarðarflugvelli árið 1962.Snorri Snorrason Önnur þeirra, Hrímfaxi, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli við Osló á páskadag árið 1963 og létust allir um borð, alls tólf manns, sjö farþegar og fimm manna áhöfn. Hin vélin, Gullfaxi, var í notkun hjá Flugfélaginu til ársins 1968 en fékk nafnið Snæfaxi ári áður. Tilraunir til að selja hana báru ekki árangur og var hún rifin vorið 1970. Hér má sjá fjögurra mínútna langt myndskeið úr þættinum: Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16:50. Áskrifendur að Stöð 2 og Stöð 2 plús geta auk þess horft á þáttinn í streymisveitu hvar og hvenær sem er. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar, sem sýndur verður næstkomandi mánudagskvöld, fjallar um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21