Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2024 12:20 Flugvélarnar komu báðar til landsins sama dag með tíu mínútna millibili þann 2. maí árið 1957. Mannfjöldi fagnaði komu þeirra á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair/Kvikmyndasafn Íslands Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsa fyrrverandi starfsmenn Flugfélagsins reynslu sinni af Viscount-vélunum. Félagið fékk tvær nýjar beint úr verksmiðjunum í Bretlandi vorið 1957, TF-ISN og TF-ISU. Þær hlutu nöfnin Gullfaxi og Hrímfaxi og höfðu sæti fyrir 48 farþega. Myndin af Vickers Viscount með gjósandi Surtsey í baksýn er úr bókinni Íslenskar flugvélar - Saga í 90 ár, sem Snorri Snorrason flugstjóri gaf út.Teikning/Wilfred Hardy Margir vilja meina að Íslendingar hafi stigið inn í þotuöldina með komu Viscount-vélanna. Þær töldust skrúfuþotur og voru knúnar af fjórum Rolls-Royce Dart-túrbínuhreyflum. Ekki þurfti að verja löngum tíma til að hita þá upp, ólíkt bulluhreyflum sem voru í eldri flugvélum, eins og þristunum og fjörkunum. Þær gátu flogið upp í 25 þúsund feta hæð, langt upp fyrir veður, sem gerði flugið þægilegra, og náðu yfir 500 kílómetra hraða, sem stytti ferðatímann talsvert. Mest flugu þær milli Íslands og Norðurlandanna og Bretlands en voru einnig notaðar í innanlandsflugi. Gullfaxi á Ísafjarðarflugvelli árið 1962.Snorri Snorrason Önnur þeirra, Hrímfaxi, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli við Osló á páskadag árið 1963 og létust allir um borð, alls tólf manns, sjö farþegar og fimm manna áhöfn. Hin vélin, Gullfaxi, var í notkun hjá Flugfélaginu til ársins 1968 en fékk nafnið Snæfaxi ári áður. Tilraunir til að selja hana báru ekki árangur og var hún rifin vorið 1970. Hér má sjá fjögurra mínútna langt myndskeið úr þættinum: Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16:50. Áskrifendur að Stöð 2 og Stöð 2 plús geta auk þess horft á þáttinn í streymisveitu hvar og hvenær sem er. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar, sem sýndur verður næstkomandi mánudagskvöld, fjallar um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsa fyrrverandi starfsmenn Flugfélagsins reynslu sinni af Viscount-vélunum. Félagið fékk tvær nýjar beint úr verksmiðjunum í Bretlandi vorið 1957, TF-ISN og TF-ISU. Þær hlutu nöfnin Gullfaxi og Hrímfaxi og höfðu sæti fyrir 48 farþega. Myndin af Vickers Viscount með gjósandi Surtsey í baksýn er úr bókinni Íslenskar flugvélar - Saga í 90 ár, sem Snorri Snorrason flugstjóri gaf út.Teikning/Wilfred Hardy Margir vilja meina að Íslendingar hafi stigið inn í þotuöldina með komu Viscount-vélanna. Þær töldust skrúfuþotur og voru knúnar af fjórum Rolls-Royce Dart-túrbínuhreyflum. Ekki þurfti að verja löngum tíma til að hita þá upp, ólíkt bulluhreyflum sem voru í eldri flugvélum, eins og þristunum og fjörkunum. Þær gátu flogið upp í 25 þúsund feta hæð, langt upp fyrir veður, sem gerði flugið þægilegra, og náðu yfir 500 kílómetra hraða, sem stytti ferðatímann talsvert. Mest flugu þær milli Íslands og Norðurlandanna og Bretlands en voru einnig notaðar í innanlandsflugi. Gullfaxi á Ísafjarðarflugvelli árið 1962.Snorri Snorrason Önnur þeirra, Hrímfaxi, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli við Osló á páskadag árið 1963 og létust allir um borð, alls tólf manns, sjö farþegar og fimm manna áhöfn. Hin vélin, Gullfaxi, var í notkun hjá Flugfélaginu til ársins 1968 en fékk nafnið Snæfaxi ári áður. Tilraunir til að selja hana báru ekki árangur og var hún rifin vorið 1970. Hér má sjá fjögurra mínútna langt myndskeið úr þættinum: Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16:50. Áskrifendur að Stöð 2 og Stöð 2 plús geta auk þess horft á þáttinn í streymisveitu hvar og hvenær sem er. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar, sem sýndur verður næstkomandi mánudagskvöld, fjallar um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21