„Nú er hann bara Bobby“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 11:03 Endrick fagnar sínu fyrsta marki fyrir Real Madrid. Hann er kallaður Bobby meðal liðsfélaga sinna. Getty/Angel Martinez Brasilíski táningurinn Endrick hjá Real Madrid getur gleymt því að liðsfélagar hans hjá spænska félaginu kalli hann aftur með hans rétta nafni. Hinn átján ára gamli Endrick kom til Real Madrid í sumar og er þegar búinn að opna markareikning sinn með félaginu þrátt fyrir fáar mínútur. Endrick er líka kominn með þrjú mörk fyrir brasilíska landsliðið. Það vakti athygli þegar hann var spurður út í átrúnaðargoðið sitt í viðtali og hann nefndi ensku goðsögnina Sir Bobby Charlton. Charlton lék sinn síðasta leik árið 1973 eða 33 árum áður en Endrick fæddist. Það þótti mörgum mjög sérstakt og liðsfélagar hans í Real fóru að strax að stríða honum. Einn af þessum nýju liðsfélögum hans er Rodrygo sem spilar auðvitað líka með honum í brasilíska landsliðinu. Hann segir að strákurinn geti gleymt því að einhver hjá Real Madrid muni kalla hann Endrick. „Nú er hann bara Bobby. Hann er ekki Endrick lengur,“ sagði Rodrygo í viðtali við ESPN. Mörg þekkt gælunöfn brasilískra leikmanna í gegnum tíðina hafa orðið til fyrir hálfgerða slysni. Pele hét í raun Edson Arantes do Nascimento, Garrincha hét Manuel Francisco dos Santos, Zico heitir Arthur Antunes Coimbra, Kaká heitir Ricardo Izecson dos Santos Leite og Ronaldinho heitir Ronaldo de Assis Moreira. Það eru til endalaus dæmi. Fullt nafn Endrick er Endrick Felipe Moreira de Sousa en hér eftir er hann bara Bobby. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Spænski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Sjá meira
Hinn átján ára gamli Endrick kom til Real Madrid í sumar og er þegar búinn að opna markareikning sinn með félaginu þrátt fyrir fáar mínútur. Endrick er líka kominn með þrjú mörk fyrir brasilíska landsliðið. Það vakti athygli þegar hann var spurður út í átrúnaðargoðið sitt í viðtali og hann nefndi ensku goðsögnina Sir Bobby Charlton. Charlton lék sinn síðasta leik árið 1973 eða 33 árum áður en Endrick fæddist. Það þótti mörgum mjög sérstakt og liðsfélagar hans í Real fóru að strax að stríða honum. Einn af þessum nýju liðsfélögum hans er Rodrygo sem spilar auðvitað líka með honum í brasilíska landsliðinu. Hann segir að strákurinn geti gleymt því að einhver hjá Real Madrid muni kalla hann Endrick. „Nú er hann bara Bobby. Hann er ekki Endrick lengur,“ sagði Rodrygo í viðtali við ESPN. Mörg þekkt gælunöfn brasilískra leikmanna í gegnum tíðina hafa orðið til fyrir hálfgerða slysni. Pele hét í raun Edson Arantes do Nascimento, Garrincha hét Manuel Francisco dos Santos, Zico heitir Arthur Antunes Coimbra, Kaká heitir Ricardo Izecson dos Santos Leite og Ronaldinho heitir Ronaldo de Assis Moreira. Það eru til endalaus dæmi. Fullt nafn Endrick er Endrick Felipe Moreira de Sousa en hér eftir er hann bara Bobby. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Spænski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Sjá meira