Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 09:33 Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax fá enn lengra landsleikjahlé eftir að leik liðsins um helgina var frestað. Getty/Rico Brouwe/Alexander Koerner Hollenska knattspyrnufélagið Ajax þarf að fresta næsta leik liðsins vegna verkfallsaðgerða Amsterdam lögreglunnar. Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax áttu að mæta Utrecht næstkomandi sunnudag þegar deildirnar fara aftur af stað eftir landsleikjahlé. Sá leikur verður að fara fram seinna. Málið er að þetta er annar leikurinn í röð sem Ajax getur ekki spilað vegna aðgerða lögreglumanna. Leik liðsins á móti Feyenoord 1. september síðastliðinn var einnig frestað vegna verkfallsaðferða lögreglumanna í Rotterdam. „Öryggi leikmanna, stuðningsmanna og almenningsrýmis getur ekki verið tryggt án aðstoðar lögreglunnar,“ segir í tilkynningu. Eredivisie-directeur Jan de Jong: "Wij zullen er op aandringen dat Ajax - FC Utrecht veilig doorgang kan vinden zonder politie."— ESPN NL (@ESPNnl) September 7, 2024 Það kom til greina að láta leikinn fara fram fyrir framan tómar áhorfendastúkur en á endanum fannst mönnum það ekki heldur vera öruggt án aðstoðar lögreglumanna. Ajax menn segjast mjög vonsviknir með þessa þróun mála. Félagið segist líka sannfært um það að leikurinn gæti farið fram ef ákveðnum öryggisaðgerðum yrði fylgt og með góðu samkomulagi milli félagsins og stuðningsmanna þess. Það eru oft mikil læti í kringum fótboltaleiki í Hollandi og því þarf þessi leikur að fara fram þegar lögreglumenn eru ekki í verkfall. Ajax hefur aðeins leikið tvo deildarleiki þegar flest önnur lið hafa spilað fjóra. Liðið hefur líka bara unnið annan þeirra og situr eins og er i tólfta sætinu. Ook Ajax - FC Utrecht afgelast wegens politie stakingen - https://t.co/8rvBIYZN4U— Eredivisie (@eredivisie) September 9, 2024 Hollenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax áttu að mæta Utrecht næstkomandi sunnudag þegar deildirnar fara aftur af stað eftir landsleikjahlé. Sá leikur verður að fara fram seinna. Málið er að þetta er annar leikurinn í röð sem Ajax getur ekki spilað vegna aðgerða lögreglumanna. Leik liðsins á móti Feyenoord 1. september síðastliðinn var einnig frestað vegna verkfallsaðferða lögreglumanna í Rotterdam. „Öryggi leikmanna, stuðningsmanna og almenningsrýmis getur ekki verið tryggt án aðstoðar lögreglunnar,“ segir í tilkynningu. Eredivisie-directeur Jan de Jong: "Wij zullen er op aandringen dat Ajax - FC Utrecht veilig doorgang kan vinden zonder politie."— ESPN NL (@ESPNnl) September 7, 2024 Það kom til greina að láta leikinn fara fram fyrir framan tómar áhorfendastúkur en á endanum fannst mönnum það ekki heldur vera öruggt án aðstoðar lögreglumanna. Ajax menn segjast mjög vonsviknir með þessa þróun mála. Félagið segist líka sannfært um það að leikurinn gæti farið fram ef ákveðnum öryggisaðgerðum yrði fylgt og með góðu samkomulagi milli félagsins og stuðningsmanna þess. Það eru oft mikil læti í kringum fótboltaleiki í Hollandi og því þarf þessi leikur að fara fram þegar lögreglumenn eru ekki í verkfall. Ajax hefur aðeins leikið tvo deildarleiki þegar flest önnur lið hafa spilað fjóra. Liðið hefur líka bara unnið annan þeirra og situr eins og er i tólfta sætinu. Ook Ajax - FC Utrecht afgelast wegens politie stakingen - https://t.co/8rvBIYZN4U— Eredivisie (@eredivisie) September 9, 2024
Hollenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira