„Þarna á ég að gera betur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2024 21:45 Guðlaugur Victor axlaði ábyrð eftir tap kvöldsins. Getty Guðlaugur Victor Pálsson fór ekki í grafgötur með álit sitt á frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í Tyrklandi í kvöld, hvar Ísland tapaði 3-1. Hann axlaði ábyrgð á sínum hluta í tapinu. „Það er ömurlegt að tapa. Betra liðið vann í dag. En við vorum bara ekki að spila okkar besta leik. Við vorum alltof slappir með boltann, taktískt og líka varnarlega voru of mörg spurningarmerki sem við þurfum að fara yfir,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Stefán Árna Pálsson á vellinum í Tyrklandi. Hann bætir við: „Þeir skora þrjú mörk sem við eigum að díla við. Við hefðum mátt vera rólegri á boltanum þegar við vorum með hann. Það er það sem er mér í huga eftir leik.“ Aðspurður hvort íslenska liðið hafi ekki sýnt góðan karakter með því að jafna leikinn játar Guðlaugur því. Hann skoraði sjálfur markið eftir hornspyrnu. Hann færist þó fljótlega aftur í það sem betur mátti fara. „Það er vissulega karakter en maður stendur hérna samt og hugsar með sér: „Af hverju vorum við ekki betri á boltann? Af hverju vorum við ekki betur skipulagðir?“ „Auðvitað er þetta frábært lið en á okkar betri degi þá þarf þetta ekki að vera svona. Við förum inn í hálfleik, ræðum það sem fer úrskeiðis og svo kemur það snemma í seinni hálfleik sem ég á að loka á manninn miklu betur. Hann skorar þetta frábæra mark en þarna á ég að gera betur. Svo var þetta bara brekka,“ segir Guðlaugur Victor sem bætir við um annað mark Tyrkja: „Ég þarf að sjá fyrsta markið aftur en seinna markið er bara þannig að hann feikar að fara í eina átt og ég bara sel mig. Hann tekur frábært touch og skorar. Þarna á ég bara að vera miklu nær honum og gera betur. Það er bara svo einfalt.“ Klippa: Markaskorarinn eftir leik Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Sjá meira
„Það er ömurlegt að tapa. Betra liðið vann í dag. En við vorum bara ekki að spila okkar besta leik. Við vorum alltof slappir með boltann, taktískt og líka varnarlega voru of mörg spurningarmerki sem við þurfum að fara yfir,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Stefán Árna Pálsson á vellinum í Tyrklandi. Hann bætir við: „Þeir skora þrjú mörk sem við eigum að díla við. Við hefðum mátt vera rólegri á boltanum þegar við vorum með hann. Það er það sem er mér í huga eftir leik.“ Aðspurður hvort íslenska liðið hafi ekki sýnt góðan karakter með því að jafna leikinn játar Guðlaugur því. Hann skoraði sjálfur markið eftir hornspyrnu. Hann færist þó fljótlega aftur í það sem betur mátti fara. „Það er vissulega karakter en maður stendur hérna samt og hugsar með sér: „Af hverju vorum við ekki betri á boltann? Af hverju vorum við ekki betur skipulagðir?“ „Auðvitað er þetta frábært lið en á okkar betri degi þá þarf þetta ekki að vera svona. Við förum inn í hálfleik, ræðum það sem fer úrskeiðis og svo kemur það snemma í seinni hálfleik sem ég á að loka á manninn miklu betur. Hann skorar þetta frábæra mark en þarna á ég að gera betur. Svo var þetta bara brekka,“ segir Guðlaugur Victor sem bætir við um annað mark Tyrkja: „Ég þarf að sjá fyrsta markið aftur en seinna markið er bara þannig að hann feikar að fara í eina átt og ég bara sel mig. Hann tekur frábært touch og skorar. Þarna á ég bara að vera miklu nær honum og gera betur. Það er bara svo einfalt.“ Klippa: Markaskorarinn eftir leik
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Sjá meira
„Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21
„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14