England loks tekið úr handbremsu: „Leikmenn eiga allt hrós skilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 23:01 Anthony Gordon, Declan Rice og Lee Carsley. Michael Regan/Getty Images England lagði lærisveina Heimis Hallgrímssonar hjá Írlandi 2-0 með mörkum tveimur fyrrverandi leikmanna yngri landsliða Íra, þeim Declan Rice og Jack Grealish. Sérfræðingar eru á því að nýr þjálfari Englands hafi tekið liðið úr handbremsu. Sigurinn var einkar sannfærandi en þó liðið hafi aðeins skorað tvö mörk þá sköpuðu lærisveinar Lee Carsley sér urmul færa. Eitthvað sem liðið hafði ekki gert undir stjórn forvera hans, Gareth Southgate. Alls átti liðið 16 skot, þar af 9 á markið. Ofan á það spilaði það blússandi sóknarbolta, eitthvað sem vantaði á Evrópumótinu í sumar að mati sérfræðinga breska ríkisútvarpsins, BBC. Það vakti athygli margra að Trent Alexander-Arnold var loks stillt upp í hægri bakverði hjá Englandi. Þó svo hann spili eingöngu þá stöðu með Liverpool hafði hann ekki byrjað landsleik í þeirri stöðu í fjögur ár. Skapaði hann tvö af færunum sextán. Þó liðið hafi farið alla leið í úrslit á EM, annað Evrópumótið i röð, þá var spilamennskan heldur þurr og leiðinleg. Það var allt annað upp á teningnum í Dublin á laugardag. Liðið sótti á mörgum mönnum léku þeir Anthony Gordon og Bukayo Saka á alls oddi á meðan Harry Kane var síógnandi sem fremsti maður. Gordon sjálfur sagði í viðtali nýverið að liðið hefði þurft á meiri sköpunargleði að halda í sumar. Það er leyfi til að skapa og sýna meira inn á vellinum. Það fengu þeir gegn Írlandi í því sem var kallað „Cars-bolti“ en Carsley vildi alls ekki taka undir það. „Allavega alls ekki það. Það eru leikmennirnir sem eru nægilega færir til að taka á móti boltanum í litlum svæðum og spila honum áfram. Þeir eiga allt hrós skilið.“ Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands og einn af sérfræðingum BBC, vildi þó gefa Carsley hrós fyrir að leyfa leikmönnum að njóta sín. „Það sem við sáum í fyrri hálfleik var allt annað landslið. Handbremsan var tekin af og við viljum sjá meira af því sama.“ England, sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir fall undir stjórn Southgate, mætir Finnlandi á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður í beinni útsendingu Vodafone Sport. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjá meira
Sigurinn var einkar sannfærandi en þó liðið hafi aðeins skorað tvö mörk þá sköpuðu lærisveinar Lee Carsley sér urmul færa. Eitthvað sem liðið hafði ekki gert undir stjórn forvera hans, Gareth Southgate. Alls átti liðið 16 skot, þar af 9 á markið. Ofan á það spilaði það blússandi sóknarbolta, eitthvað sem vantaði á Evrópumótinu í sumar að mati sérfræðinga breska ríkisútvarpsins, BBC. Það vakti athygli margra að Trent Alexander-Arnold var loks stillt upp í hægri bakverði hjá Englandi. Þó svo hann spili eingöngu þá stöðu með Liverpool hafði hann ekki byrjað landsleik í þeirri stöðu í fjögur ár. Skapaði hann tvö af færunum sextán. Þó liðið hafi farið alla leið í úrslit á EM, annað Evrópumótið i röð, þá var spilamennskan heldur þurr og leiðinleg. Það var allt annað upp á teningnum í Dublin á laugardag. Liðið sótti á mörgum mönnum léku þeir Anthony Gordon og Bukayo Saka á alls oddi á meðan Harry Kane var síógnandi sem fremsti maður. Gordon sjálfur sagði í viðtali nýverið að liðið hefði þurft á meiri sköpunargleði að halda í sumar. Það er leyfi til að skapa og sýna meira inn á vellinum. Það fengu þeir gegn Írlandi í því sem var kallað „Cars-bolti“ en Carsley vildi alls ekki taka undir það. „Allavega alls ekki það. Það eru leikmennirnir sem eru nægilega færir til að taka á móti boltanum í litlum svæðum og spila honum áfram. Þeir eiga allt hrós skilið.“ Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands og einn af sérfræðingum BBC, vildi þó gefa Carsley hrós fyrir að leyfa leikmönnum að njóta sín. „Það sem við sáum í fyrri hálfleik var allt annað landslið. Handbremsan var tekin af og við viljum sjá meira af því sama.“ England, sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir fall undir stjórn Southgate, mætir Finnlandi á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður í beinni útsendingu Vodafone Sport.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjá meira