England loks tekið úr handbremsu: „Leikmenn eiga allt hrós skilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 23:01 Anthony Gordon, Declan Rice og Lee Carsley. Michael Regan/Getty Images England lagði lærisveina Heimis Hallgrímssonar hjá Írlandi 2-0 með mörkum tveimur fyrrverandi leikmanna yngri landsliða Íra, þeim Declan Rice og Jack Grealish. Sérfræðingar eru á því að nýr þjálfari Englands hafi tekið liðið úr handbremsu. Sigurinn var einkar sannfærandi en þó liðið hafi aðeins skorað tvö mörk þá sköpuðu lærisveinar Lee Carsley sér urmul færa. Eitthvað sem liðið hafði ekki gert undir stjórn forvera hans, Gareth Southgate. Alls átti liðið 16 skot, þar af 9 á markið. Ofan á það spilaði það blússandi sóknarbolta, eitthvað sem vantaði á Evrópumótinu í sumar að mati sérfræðinga breska ríkisútvarpsins, BBC. Það vakti athygli margra að Trent Alexander-Arnold var loks stillt upp í hægri bakverði hjá Englandi. Þó svo hann spili eingöngu þá stöðu með Liverpool hafði hann ekki byrjað landsleik í þeirri stöðu í fjögur ár. Skapaði hann tvö af færunum sextán. Þó liðið hafi farið alla leið í úrslit á EM, annað Evrópumótið i röð, þá var spilamennskan heldur þurr og leiðinleg. Það var allt annað upp á teningnum í Dublin á laugardag. Liðið sótti á mörgum mönnum léku þeir Anthony Gordon og Bukayo Saka á alls oddi á meðan Harry Kane var síógnandi sem fremsti maður. Gordon sjálfur sagði í viðtali nýverið að liðið hefði þurft á meiri sköpunargleði að halda í sumar. Það er leyfi til að skapa og sýna meira inn á vellinum. Það fengu þeir gegn Írlandi í því sem var kallað „Cars-bolti“ en Carsley vildi alls ekki taka undir það. „Allavega alls ekki það. Það eru leikmennirnir sem eru nægilega færir til að taka á móti boltanum í litlum svæðum og spila honum áfram. Þeir eiga allt hrós skilið.“ Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands og einn af sérfræðingum BBC, vildi þó gefa Carsley hrós fyrir að leyfa leikmönnum að njóta sín. „Það sem við sáum í fyrri hálfleik var allt annað landslið. Handbremsan var tekin af og við viljum sjá meira af því sama.“ England, sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir fall undir stjórn Southgate, mætir Finnlandi á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður í beinni útsendingu Vodafone Sport. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Varafyrirliði Real Madrid sleit krossband Fótbolti Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Enski boltinn Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron Körfubolti Man Utd hafði samband við Inzaghi Fótbolti Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Enski boltinn „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og NFL Sport Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Golf Fleiri fréttir Sjáðu Andra Rúnar skjóta Fram í kaf Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Varafyrirliði Real Madrid sleit krossband Man Utd hafði samband við Inzaghi Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Thuram skaut Inter í toppbaráttuna „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann „Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Pickford bjargaði stigi Valverde sá til þess að Real var ekki í vandræðum með Villareal Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Lið Hildar yfir gegn meisturunum í hálfleik en töpuðu með sjö Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Uppgjörið: Þór/KA - Víkingur 0-1 | Gestirnir taka bronsið Þægilegt hjá Þrótti í Krikanum Meistararnir lentu undir en unnu samt Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum Uppgjörið: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Byrjunarlið Vals og Breiðabliks: Pétur gerir tvær breytingar á liði Vals Lið Cecilíu jafnaði undir lokin og er enn taplaust Sandra María valin best „Okkur er sama hvað öðrum finnst um okkur“ Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Cole Campbell á bekknum hjá Dortmund „Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Sjá meira
Sigurinn var einkar sannfærandi en þó liðið hafi aðeins skorað tvö mörk þá sköpuðu lærisveinar Lee Carsley sér urmul færa. Eitthvað sem liðið hafði ekki gert undir stjórn forvera hans, Gareth Southgate. Alls átti liðið 16 skot, þar af 9 á markið. Ofan á það spilaði það blússandi sóknarbolta, eitthvað sem vantaði á Evrópumótinu í sumar að mati sérfræðinga breska ríkisútvarpsins, BBC. Það vakti athygli margra að Trent Alexander-Arnold var loks stillt upp í hægri bakverði hjá Englandi. Þó svo hann spili eingöngu þá stöðu með Liverpool hafði hann ekki byrjað landsleik í þeirri stöðu í fjögur ár. Skapaði hann tvö af færunum sextán. Þó liðið hafi farið alla leið í úrslit á EM, annað Evrópumótið i röð, þá var spilamennskan heldur þurr og leiðinleg. Það var allt annað upp á teningnum í Dublin á laugardag. Liðið sótti á mörgum mönnum léku þeir Anthony Gordon og Bukayo Saka á alls oddi á meðan Harry Kane var síógnandi sem fremsti maður. Gordon sjálfur sagði í viðtali nýverið að liðið hefði þurft á meiri sköpunargleði að halda í sumar. Það er leyfi til að skapa og sýna meira inn á vellinum. Það fengu þeir gegn Írlandi í því sem var kallað „Cars-bolti“ en Carsley vildi alls ekki taka undir það. „Allavega alls ekki það. Það eru leikmennirnir sem eru nægilega færir til að taka á móti boltanum í litlum svæðum og spila honum áfram. Þeir eiga allt hrós skilið.“ Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands og einn af sérfræðingum BBC, vildi þó gefa Carsley hrós fyrir að leyfa leikmönnum að njóta sín. „Það sem við sáum í fyrri hálfleik var allt annað landslið. Handbremsan var tekin af og við viljum sjá meira af því sama.“ England, sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir fall undir stjórn Southgate, mætir Finnlandi á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður í beinni útsendingu Vodafone Sport.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Varafyrirliði Real Madrid sleit krossband Fótbolti Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Enski boltinn Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron Körfubolti Man Utd hafði samband við Inzaghi Fótbolti Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Enski boltinn „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og NFL Sport Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Golf Fleiri fréttir Sjáðu Andra Rúnar skjóta Fram í kaf Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Varafyrirliði Real Madrid sleit krossband Man Utd hafði samband við Inzaghi Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Thuram skaut Inter í toppbaráttuna „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann „Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Pickford bjargaði stigi Valverde sá til þess að Real var ekki í vandræðum með Villareal Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Lið Hildar yfir gegn meisturunum í hálfleik en töpuðu með sjö Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Uppgjörið: Þór/KA - Víkingur 0-1 | Gestirnir taka bronsið Þægilegt hjá Þrótti í Krikanum Meistararnir lentu undir en unnu samt Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum Uppgjörið: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Byrjunarlið Vals og Breiðabliks: Pétur gerir tvær breytingar á liði Vals Lið Cecilíu jafnaði undir lokin og er enn taplaust Sandra María valin best „Okkur er sama hvað öðrum finnst um okkur“ Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Cole Campbell á bekknum hjá Dortmund „Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Íslenski boltinn