„Óánægður ef þetta gerðist í krakkafótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 22:00 Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld og hefur oft verið léttari í bragði. Getty/Alex Livesey Heimir Hallgrímsson talaði hreint út á blaðamannafundi eftir fyrsta leik sinn sem þjálfari Írlands í Dublin í kvöld, en liðið tapaði 2-0 fyrir Englandi í Þjóðadeildinni. Hann sagði mistök írska liðsins ekki einu sinni eiga að sjást hjá krökkum. Declan Rice og Jack Grealish, sem spilað hafa fyrir landslið Írlands, skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik í kvöld og eftir það virtist aldrei spurning hvernig færi. Heimir hélt í leikskipulag forvera sinna í starfi og var með fimm manna varnarlínu, líkt og John O‘Shea sem nú er aðstoðarmaður Heimis. Eyjamaðurinn ætlar svo smám saman að koma sínu handbragði á liðið, eftir að hafa kynnst leikmönnum almennilega. „Miðað við að vera með fimm menn aftast þá vorum við of opnir. Ef maður horfir á fyrra markið þá var það bara sending beint í gegnum hjarta liðsins. Það ætti aldrei að gerast, á nokkru stigi fótboltans, svo maður er óánægður ef það gerist í alþjóðabolta. Jafnvel þó að þetta væri krakkafótbolti þá væri maður óánægður,“ sagði Heimir. „Seinna markið var eftir fjórar eða fimm „sendingar og hlaup“ í gegnum okkur. Það ætti heldur ekki að gerast á þessu stigi. En vegna skorts á frumkvæði, að loka fyrir og taka skrefin, þá fengum við svona mörk á okkur. Við verðum að bæta þetta,“ sagði Heimir. Þjálfari Englands reiknaði með fimm í vörn Lee Carsley, sem stýrir Englandi tímabundið, sagðist hafa verið búinn að reikna með fimm manna vörn Heimis. „Við undirbjuggum okkur fyrir fimm manna vörn. Við vissum að þeir ætluðu að vera þéttir fyrir og ekki gefa okkur mikið pláss. Mér datt í hug að þeir gerðu þetta því John [O‘Shea] gerði það þegar hann stýrði liðinu. Og miðað við hans [O‘Shea] hlutverk og að undirbúningurinn var svo stuttur þá reiknaði ég með fimm manna vörn,“ sagði Carsley. Þýðir ekki að væla fram að leik við Grikki Heimir á nú fyrir höndum leik við Grikki á þriðjudagskvöld og ætlar sér þar sinn fyrsta sigur. „Við erum búnir að fara yfir málin í búningsklefanum nú þegar. Reynum að horfa jákvæðum augum á næsta leik. Þetta var neikvætt en við megum ekki láta það smitast yfir í leikinn við Grikkland. Grikkir hafa sýnt að þeir geta spilað vel gegn Írlandi svo að þeir standa betur að vígi. Við verðum að breyta því. Við getum ekki bara vælt og skælt fram að leiknum við Grikkland. Við verðum að sækja orku og gera allt til að vera klárir í þann leik,“ sagði Heimir. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Declan Rice og Jack Grealish, sem spilað hafa fyrir landslið Írlands, skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik í kvöld og eftir það virtist aldrei spurning hvernig færi. Heimir hélt í leikskipulag forvera sinna í starfi og var með fimm manna varnarlínu, líkt og John O‘Shea sem nú er aðstoðarmaður Heimis. Eyjamaðurinn ætlar svo smám saman að koma sínu handbragði á liðið, eftir að hafa kynnst leikmönnum almennilega. „Miðað við að vera með fimm menn aftast þá vorum við of opnir. Ef maður horfir á fyrra markið þá var það bara sending beint í gegnum hjarta liðsins. Það ætti aldrei að gerast, á nokkru stigi fótboltans, svo maður er óánægður ef það gerist í alþjóðabolta. Jafnvel þó að þetta væri krakkafótbolti þá væri maður óánægður,“ sagði Heimir. „Seinna markið var eftir fjórar eða fimm „sendingar og hlaup“ í gegnum okkur. Það ætti heldur ekki að gerast á þessu stigi. En vegna skorts á frumkvæði, að loka fyrir og taka skrefin, þá fengum við svona mörk á okkur. Við verðum að bæta þetta,“ sagði Heimir. Þjálfari Englands reiknaði með fimm í vörn Lee Carsley, sem stýrir Englandi tímabundið, sagðist hafa verið búinn að reikna með fimm manna vörn Heimis. „Við undirbjuggum okkur fyrir fimm manna vörn. Við vissum að þeir ætluðu að vera þéttir fyrir og ekki gefa okkur mikið pláss. Mér datt í hug að þeir gerðu þetta því John [O‘Shea] gerði það þegar hann stýrði liðinu. Og miðað við hans [O‘Shea] hlutverk og að undirbúningurinn var svo stuttur þá reiknaði ég með fimm manna vörn,“ sagði Carsley. Þýðir ekki að væla fram að leik við Grikki Heimir á nú fyrir höndum leik við Grikki á þriðjudagskvöld og ætlar sér þar sinn fyrsta sigur. „Við erum búnir að fara yfir málin í búningsklefanum nú þegar. Reynum að horfa jákvæðum augum á næsta leik. Þetta var neikvætt en við megum ekki láta það smitast yfir í leikinn við Grikkland. Grikkir hafa sýnt að þeir geta spilað vel gegn Írlandi svo að þeir standa betur að vígi. Við verðum að breyta því. Við getum ekki bara vælt og skælt fram að leiknum við Grikkland. Við verðum að sækja orku og gera allt til að vera klárir í þann leik,“ sagði Heimir.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira