„Gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 07:02 Roy Keane mun hafa verið einn af þeim sem rætt var við um að verða landsliðsþjálfari Írlands, áður en Heimir Hallgrímsson var ráðinn í sumar. Samsett/Getty Roy Keane skaut harkalega á nýju vinnuveitendurna hans Heimis Hallgrímssonar, hjá írska knattspyrnusambandinu, í beinni útsendingu frá leik Írlands og Englands í Þjóðadeildinni í gær. Gamli Manchester United-fyrirliðinn Keane, sem er fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Írlands, stóðst ekki mátið að hnýta í forráðamenn írska sambandsins þegar talið barst að því hve langan tíma leitin að Heimi hefði tekið. Stephen Kenny hætti í lok síðasta árs en Heimir var ekki ráðinn fyrr en í sumar. „Það er fullt af góðu fólki sem starfar hjá írska knattspyrnusambandinu en þeir sem taka ákvarðanirnar gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju,“ sagði Keane blákalt í útsendingu ITV, og fékk stjórnandann Mark Pougatch og Ian Wright til að skella upp úr. Roy Keane with some strong words about the FAI for the ITV audience.pic.twitter.com/0eTkZvkbNp— Balls.ie (@ballsdotie) September 7, 2024 Keane óskaði Heimi hins vegar velfarnaðar í starfi en Heimir var sjálfur óánægður með leik sinna manna í gær. Kom til greina í starfið sem Heimir fékk Keane var einn af þeim sem orðaðir voru við starf landsliðsþjálfara Írlands síðasta vetur, og er sagður hafa verið tekinn í viðtal vegna starfsins. Hann starfaði síðast fyrir írska sambandið þegar hann var aðstoðarmaður Martins O‘Neill á árunum 2013-2018. Írar komust þá meðal annars í 16-liða úrslit á EM 2016, eða aðeins styttra en íslenska landsliðið undir stjórn Heimis og Lars Lagerbäck. Keane hvatti Heimi til þess að láta írska liðið spila einfaldari fótbolta en það átti að gera undir stjórn Kenny. Þannig vonast hann eftir betri árangri en Írar hafa ekki komist á stórmót síðan árið 2016. Vill að Heimir einfaldi hlutina „Stephen Kenny vildi spila ákveðna tegund af fótbolta en við vorum bara ekki með nógu mikla gæðaleikmenn. Við reyndum of margar sendingar og vorum of opnir fyrir. Síðustu ár hefur írska liðið spilað boltanum of mikið. Það þarf að fara aftur í grunnatriðin og gera mótherjanum erfitt fyrir að ná í sigur,“ sagði Keane. „Það versta er að áhugi fólks hefur minnkað á síðustu árum. Það er samkeppni við ruðninginn og stuðningsmenn verða að sjá lið sem stendur sig vel og er erfitt að vinna,“ sagði Keane og bætti við að síðustu ár hefðu einfaldlega ekki verið nógu góð fyrir Írland, bæði innan sem utan vallar. Hann sagði ómögulegt að gagnrýna írska liðið mikið eftir tapið í gær, vegna styrkleika andstæðinganna. Englendingarnir hefðu þó verið skelfilegir í seinni hálfleik, eftir góðan fyrri hálfleik, og ekki nýtt tækifærið til að rúlla yfir írska liðið. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
Gamli Manchester United-fyrirliðinn Keane, sem er fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Írlands, stóðst ekki mátið að hnýta í forráðamenn írska sambandsins þegar talið barst að því hve langan tíma leitin að Heimi hefði tekið. Stephen Kenny hætti í lok síðasta árs en Heimir var ekki ráðinn fyrr en í sumar. „Það er fullt af góðu fólki sem starfar hjá írska knattspyrnusambandinu en þeir sem taka ákvarðanirnar gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju,“ sagði Keane blákalt í útsendingu ITV, og fékk stjórnandann Mark Pougatch og Ian Wright til að skella upp úr. Roy Keane with some strong words about the FAI for the ITV audience.pic.twitter.com/0eTkZvkbNp— Balls.ie (@ballsdotie) September 7, 2024 Keane óskaði Heimi hins vegar velfarnaðar í starfi en Heimir var sjálfur óánægður með leik sinna manna í gær. Kom til greina í starfið sem Heimir fékk Keane var einn af þeim sem orðaðir voru við starf landsliðsþjálfara Írlands síðasta vetur, og er sagður hafa verið tekinn í viðtal vegna starfsins. Hann starfaði síðast fyrir írska sambandið þegar hann var aðstoðarmaður Martins O‘Neill á árunum 2013-2018. Írar komust þá meðal annars í 16-liða úrslit á EM 2016, eða aðeins styttra en íslenska landsliðið undir stjórn Heimis og Lars Lagerbäck. Keane hvatti Heimi til þess að láta írska liðið spila einfaldari fótbolta en það átti að gera undir stjórn Kenny. Þannig vonast hann eftir betri árangri en Írar hafa ekki komist á stórmót síðan árið 2016. Vill að Heimir einfaldi hlutina „Stephen Kenny vildi spila ákveðna tegund af fótbolta en við vorum bara ekki með nógu mikla gæðaleikmenn. Við reyndum of margar sendingar og vorum of opnir fyrir. Síðustu ár hefur írska liðið spilað boltanum of mikið. Það þarf að fara aftur í grunnatriðin og gera mótherjanum erfitt fyrir að ná í sigur,“ sagði Keane. „Það versta er að áhugi fólks hefur minnkað á síðustu árum. Það er samkeppni við ruðninginn og stuðningsmenn verða að sjá lið sem stendur sig vel og er erfitt að vinna,“ sagði Keane og bætti við að síðustu ár hefðu einfaldlega ekki verið nógu góð fyrir Írland, bæði innan sem utan vallar. Hann sagði ómögulegt að gagnrýna írska liðið mikið eftir tapið í gær, vegna styrkleika andstæðinganna. Englendingarnir hefðu þó verið skelfilegir í seinni hálfleik, eftir góðan fyrri hálfleik, og ekki nýtt tækifærið til að rúlla yfir írska liðið.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira