„Gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 07:02 Roy Keane mun hafa verið einn af þeim sem rætt var við um að verða landsliðsþjálfari Írlands, áður en Heimir Hallgrímsson var ráðinn í sumar. Samsett/Getty Roy Keane skaut harkalega á nýju vinnuveitendurna hans Heimis Hallgrímssonar, hjá írska knattspyrnusambandinu, í beinni útsendingu frá leik Írlands og Englands í Þjóðadeildinni í gær. Gamli Manchester United-fyrirliðinn Keane, sem er fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Írlands, stóðst ekki mátið að hnýta í forráðamenn írska sambandsins þegar talið barst að því hve langan tíma leitin að Heimi hefði tekið. Stephen Kenny hætti í lok síðasta árs en Heimir var ekki ráðinn fyrr en í sumar. „Það er fullt af góðu fólki sem starfar hjá írska knattspyrnusambandinu en þeir sem taka ákvarðanirnar gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju,“ sagði Keane blákalt í útsendingu ITV, og fékk stjórnandann Mark Pougatch og Ian Wright til að skella upp úr. Roy Keane with some strong words about the FAI for the ITV audience.pic.twitter.com/0eTkZvkbNp— Balls.ie (@ballsdotie) September 7, 2024 Keane óskaði Heimi hins vegar velfarnaðar í starfi en Heimir var sjálfur óánægður með leik sinna manna í gær. Kom til greina í starfið sem Heimir fékk Keane var einn af þeim sem orðaðir voru við starf landsliðsþjálfara Írlands síðasta vetur, og er sagður hafa verið tekinn í viðtal vegna starfsins. Hann starfaði síðast fyrir írska sambandið þegar hann var aðstoðarmaður Martins O‘Neill á árunum 2013-2018. Írar komust þá meðal annars í 16-liða úrslit á EM 2016, eða aðeins styttra en íslenska landsliðið undir stjórn Heimis og Lars Lagerbäck. Keane hvatti Heimi til þess að láta írska liðið spila einfaldari fótbolta en það átti að gera undir stjórn Kenny. Þannig vonast hann eftir betri árangri en Írar hafa ekki komist á stórmót síðan árið 2016. Vill að Heimir einfaldi hlutina „Stephen Kenny vildi spila ákveðna tegund af fótbolta en við vorum bara ekki með nógu mikla gæðaleikmenn. Við reyndum of margar sendingar og vorum of opnir fyrir. Síðustu ár hefur írska liðið spilað boltanum of mikið. Það þarf að fara aftur í grunnatriðin og gera mótherjanum erfitt fyrir að ná í sigur,“ sagði Keane. „Það versta er að áhugi fólks hefur minnkað á síðustu árum. Það er samkeppni við ruðninginn og stuðningsmenn verða að sjá lið sem stendur sig vel og er erfitt að vinna,“ sagði Keane og bætti við að síðustu ár hefðu einfaldlega ekki verið nógu góð fyrir Írland, bæði innan sem utan vallar. Hann sagði ómögulegt að gagnrýna írska liðið mikið eftir tapið í gær, vegna styrkleika andstæðinganna. Englendingarnir hefðu þó verið skelfilegir í seinni hálfleik, eftir góðan fyrri hálfleik, og ekki nýtt tækifærið til að rúlla yfir írska liðið. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Gamli Manchester United-fyrirliðinn Keane, sem er fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Írlands, stóðst ekki mátið að hnýta í forráðamenn írska sambandsins þegar talið barst að því hve langan tíma leitin að Heimi hefði tekið. Stephen Kenny hætti í lok síðasta árs en Heimir var ekki ráðinn fyrr en í sumar. „Það er fullt af góðu fólki sem starfar hjá írska knattspyrnusambandinu en þeir sem taka ákvarðanirnar gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju,“ sagði Keane blákalt í útsendingu ITV, og fékk stjórnandann Mark Pougatch og Ian Wright til að skella upp úr. Roy Keane with some strong words about the FAI for the ITV audience.pic.twitter.com/0eTkZvkbNp— Balls.ie (@ballsdotie) September 7, 2024 Keane óskaði Heimi hins vegar velfarnaðar í starfi en Heimir var sjálfur óánægður með leik sinna manna í gær. Kom til greina í starfið sem Heimir fékk Keane var einn af þeim sem orðaðir voru við starf landsliðsþjálfara Írlands síðasta vetur, og er sagður hafa verið tekinn í viðtal vegna starfsins. Hann starfaði síðast fyrir írska sambandið þegar hann var aðstoðarmaður Martins O‘Neill á árunum 2013-2018. Írar komust þá meðal annars í 16-liða úrslit á EM 2016, eða aðeins styttra en íslenska landsliðið undir stjórn Heimis og Lars Lagerbäck. Keane hvatti Heimi til þess að láta írska liðið spila einfaldari fótbolta en það átti að gera undir stjórn Kenny. Þannig vonast hann eftir betri árangri en Írar hafa ekki komist á stórmót síðan árið 2016. Vill að Heimir einfaldi hlutina „Stephen Kenny vildi spila ákveðna tegund af fótbolta en við vorum bara ekki með nógu mikla gæðaleikmenn. Við reyndum of margar sendingar og vorum of opnir fyrir. Síðustu ár hefur írska liðið spilað boltanum of mikið. Það þarf að fara aftur í grunnatriðin og gera mótherjanum erfitt fyrir að ná í sigur,“ sagði Keane. „Það versta er að áhugi fólks hefur minnkað á síðustu árum. Það er samkeppni við ruðninginn og stuðningsmenn verða að sjá lið sem stendur sig vel og er erfitt að vinna,“ sagði Keane og bætti við að síðustu ár hefðu einfaldlega ekki verið nógu góð fyrir Írland, bæði innan sem utan vallar. Hann sagði ómögulegt að gagnrýna írska liðið mikið eftir tapið í gær, vegna styrkleika andstæðinganna. Englendingarnir hefðu þó verið skelfilegir í seinni hálfleik, eftir góðan fyrri hálfleik, og ekki nýtt tækifærið til að rúlla yfir írska liðið.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira