Zirkzee með mark í frumraun og Þjóðverjar magnaðir Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 20:44 Jamal Musiala fagnar marki gegn Ungverjum í kvöld en hann átti stóran þátt í risasigri Þjóðverja. Getty/Bernd Thissen Þjóðverjar hófu nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á stórsigri, 5-0, gegn Ungverjalandi í kvöld á meðan að Holland vann Bosníu 4-2 í sama riðli, í A-deildinni. Niclas Füllkrug, nú framherji West Ham, kom Þýskalandi yfir gegn Ungverjum á 27. mínútu, eftir góða sókn og stutta sendingu frá Jamal Musiala. Musiala skoraði svo sjálfur annað markið eftir að hann slapp einn gegn markverði. Musiala þurfti reyndar að taka langan sprett og fékk á endanum varnarmenn í sig en náði þó að skora, á 57. mínútu. Florian Wirtz bætti svo við þriðja markinu á 66. mínútu, eftir aðra stoðsendingu Musiala, og gerði út um leikinn. Hinn tvítugi Aleksandar Pavlovic gerði fjórða mark Þjóðverja, í sínum fyrsta mótsleik fyrir þýska landsliðið. Þjóðverjar voru mikið betri og til að mynda átti Kai Havertz tvær frábærar tilraunir, skalla og skot, í þverslá og niður en í hvorugt skiptið fór boltinn inn fyrir línuna. Hann skoraði hins vegar fimmta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann náði í sjálfur, tíu mínútum fyrir leikslok. Joshua Zirkzee fagnar sínu fyrsta marki fyrir hollenska landsliðið, gegn Bosníu í kvöld.Getty/Angelo Blankespoor Joshua Zirkzee, framherji Manchester United, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Hollands þegar liðið mætti Bosníu í Eindhoven og var aðeins tólf mínútur að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ermedin Demirovic jafnaði fyrir Bosníu en Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan, kom Hollandi yfir á nýjan leik rétt fyrir hálfleik. Liverpool-maðurinn Cody Gakpo skoraði svo þriðja mark Hollands snemma í seinni hálfleik en hinn 38 ára gamli Edin Dzeko kom Bosníu aftur inn í leikinn með marki á 73. mínútu. Það dugði þó ekki til og þeir Wout Weghorst og Xavi Simons innsigluðu sigur Hollendinga með mörkum í lokin. Heimir glímir við heita Grikki Í B-deildinni unnu næstu andstæðingar Heimis Hallgrímssonar og írska landsliðsins, Grikkir, öruggan 3-0 sigur gegn Finnum. Írland og Grikkland mætast á þriðjudagskvöld og þá mæta Finnar liði Englands, sem vann Íra 2-0 í kvöld. Georgía vann 4-1 gegn Tékklandi og Albanía hafði betur gegn Úkraínu, 2-1, í riðli 1 í B-deildinni. Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13 Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira
Niclas Füllkrug, nú framherji West Ham, kom Þýskalandi yfir gegn Ungverjum á 27. mínútu, eftir góða sókn og stutta sendingu frá Jamal Musiala. Musiala skoraði svo sjálfur annað markið eftir að hann slapp einn gegn markverði. Musiala þurfti reyndar að taka langan sprett og fékk á endanum varnarmenn í sig en náði þó að skora, á 57. mínútu. Florian Wirtz bætti svo við þriðja markinu á 66. mínútu, eftir aðra stoðsendingu Musiala, og gerði út um leikinn. Hinn tvítugi Aleksandar Pavlovic gerði fjórða mark Þjóðverja, í sínum fyrsta mótsleik fyrir þýska landsliðið. Þjóðverjar voru mikið betri og til að mynda átti Kai Havertz tvær frábærar tilraunir, skalla og skot, í þverslá og niður en í hvorugt skiptið fór boltinn inn fyrir línuna. Hann skoraði hins vegar fimmta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann náði í sjálfur, tíu mínútum fyrir leikslok. Joshua Zirkzee fagnar sínu fyrsta marki fyrir hollenska landsliðið, gegn Bosníu í kvöld.Getty/Angelo Blankespoor Joshua Zirkzee, framherji Manchester United, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Hollands þegar liðið mætti Bosníu í Eindhoven og var aðeins tólf mínútur að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ermedin Demirovic jafnaði fyrir Bosníu en Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan, kom Hollandi yfir á nýjan leik rétt fyrir hálfleik. Liverpool-maðurinn Cody Gakpo skoraði svo þriðja mark Hollands snemma í seinni hálfleik en hinn 38 ára gamli Edin Dzeko kom Bosníu aftur inn í leikinn með marki á 73. mínútu. Það dugði þó ekki til og þeir Wout Weghorst og Xavi Simons innsigluðu sigur Hollendinga með mörkum í lokin. Heimir glímir við heita Grikki Í B-deildinni unnu næstu andstæðingar Heimis Hallgrímssonar og írska landsliðsins, Grikkir, öruggan 3-0 sigur gegn Finnum. Írland og Grikkland mætast á þriðjudagskvöld og þá mæta Finnar liði Englands, sem vann Íra 2-0 í kvöld. Georgía vann 4-1 gegn Tékklandi og Albanía hafði betur gegn Úkraínu, 2-1, í riðli 1 í B-deildinni.
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13 Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira
Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13
Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31