Zirkzee með mark í frumraun og Þjóðverjar magnaðir Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 20:44 Jamal Musiala fagnar marki gegn Ungverjum í kvöld en hann átti stóran þátt í risasigri Þjóðverja. Getty/Bernd Thissen Þjóðverjar hófu nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á stórsigri, 5-0, gegn Ungverjalandi í kvöld á meðan að Holland vann Bosníu 4-2 í sama riðli, í A-deildinni. Niclas Füllkrug, nú framherji West Ham, kom Þýskalandi yfir gegn Ungverjum á 27. mínútu, eftir góða sókn og stutta sendingu frá Jamal Musiala. Musiala skoraði svo sjálfur annað markið eftir að hann slapp einn gegn markverði. Musiala þurfti reyndar að taka langan sprett og fékk á endanum varnarmenn í sig en náði þó að skora, á 57. mínútu. Florian Wirtz bætti svo við þriðja markinu á 66. mínútu, eftir aðra stoðsendingu Musiala, og gerði út um leikinn. Hinn tvítugi Aleksandar Pavlovic gerði fjórða mark Þjóðverja, í sínum fyrsta mótsleik fyrir þýska landsliðið. Þjóðverjar voru mikið betri og til að mynda átti Kai Havertz tvær frábærar tilraunir, skalla og skot, í þverslá og niður en í hvorugt skiptið fór boltinn inn fyrir línuna. Hann skoraði hins vegar fimmta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann náði í sjálfur, tíu mínútum fyrir leikslok. Joshua Zirkzee fagnar sínu fyrsta marki fyrir hollenska landsliðið, gegn Bosníu í kvöld.Getty/Angelo Blankespoor Joshua Zirkzee, framherji Manchester United, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Hollands þegar liðið mætti Bosníu í Eindhoven og var aðeins tólf mínútur að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ermedin Demirovic jafnaði fyrir Bosníu en Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan, kom Hollandi yfir á nýjan leik rétt fyrir hálfleik. Liverpool-maðurinn Cody Gakpo skoraði svo þriðja mark Hollands snemma í seinni hálfleik en hinn 38 ára gamli Edin Dzeko kom Bosníu aftur inn í leikinn með marki á 73. mínútu. Það dugði þó ekki til og þeir Wout Weghorst og Xavi Simons innsigluðu sigur Hollendinga með mörkum í lokin. Heimir glímir við heita Grikki Í B-deildinni unnu næstu andstæðingar Heimis Hallgrímssonar og írska landsliðsins, Grikkir, öruggan 3-0 sigur gegn Finnum. Írland og Grikkland mætast á þriðjudagskvöld og þá mæta Finnar liði Englands, sem vann Íra 2-0 í kvöld. Georgía vann 4-1 gegn Tékklandi og Albanía hafði betur gegn Úkraínu, 2-1, í riðli 1 í B-deildinni. Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13 Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Niclas Füllkrug, nú framherji West Ham, kom Þýskalandi yfir gegn Ungverjum á 27. mínútu, eftir góða sókn og stutta sendingu frá Jamal Musiala. Musiala skoraði svo sjálfur annað markið eftir að hann slapp einn gegn markverði. Musiala þurfti reyndar að taka langan sprett og fékk á endanum varnarmenn í sig en náði þó að skora, á 57. mínútu. Florian Wirtz bætti svo við þriðja markinu á 66. mínútu, eftir aðra stoðsendingu Musiala, og gerði út um leikinn. Hinn tvítugi Aleksandar Pavlovic gerði fjórða mark Þjóðverja, í sínum fyrsta mótsleik fyrir þýska landsliðið. Þjóðverjar voru mikið betri og til að mynda átti Kai Havertz tvær frábærar tilraunir, skalla og skot, í þverslá og niður en í hvorugt skiptið fór boltinn inn fyrir línuna. Hann skoraði hins vegar fimmta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann náði í sjálfur, tíu mínútum fyrir leikslok. Joshua Zirkzee fagnar sínu fyrsta marki fyrir hollenska landsliðið, gegn Bosníu í kvöld.Getty/Angelo Blankespoor Joshua Zirkzee, framherji Manchester United, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Hollands þegar liðið mætti Bosníu í Eindhoven og var aðeins tólf mínútur að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ermedin Demirovic jafnaði fyrir Bosníu en Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan, kom Hollandi yfir á nýjan leik rétt fyrir hálfleik. Liverpool-maðurinn Cody Gakpo skoraði svo þriðja mark Hollands snemma í seinni hálfleik en hinn 38 ára gamli Edin Dzeko kom Bosníu aftur inn í leikinn með marki á 73. mínútu. Það dugði þó ekki til og þeir Wout Weghorst og Xavi Simons innsigluðu sigur Hollendinga með mörkum í lokin. Heimir glímir við heita Grikki Í B-deildinni unnu næstu andstæðingar Heimis Hallgrímssonar og írska landsliðsins, Grikkir, öruggan 3-0 sigur gegn Finnum. Írland og Grikkland mætast á þriðjudagskvöld og þá mæta Finnar liði Englands, sem vann Íra 2-0 í kvöld. Georgía vann 4-1 gegn Tékklandi og Albanía hafði betur gegn Úkraínu, 2-1, í riðli 1 í B-deildinni.
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13 Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13
Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31