Heimavöllurinn skráður í Færeyjum en vonast til að spila á Íslandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. september 2024 13:15 Víkingur tryggði sér sæti í Sambansdeildinni í vetur. vísir / diego Víkingur hefur tilkynnt UEFA að heimaleikir félagsins í Sambandsdeild Evrópu fari fram í Þórshöfn í Færeyjum. Frestur til að breyta leikstað rennur út á mánudag, Víkingur vill spila hér á landi og sendi út neyðarkall til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir aðgerðum. Framkvæmdastjóri Víkings er bjartsýnn á að það takist. Þetta staðfesti Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Vísi. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu. Haraldur er framkvæmdastjóri Íslandsmeistaranna.x / @harharalds Fyrsti heimaleikur Víkings verður gegn Cercle Brugge 24. október, þeir fá svo FK Borac í heimsókn 7. nóvember og Djurgarden 12. desember. UEFA leggur áherslu á að allir leikirnir fari fram á sama velli, því kemur ekki til greina að spila á Laugardalsvelli sem verður ekki leikfær í desember. Víkingsvöllur uppfyllir ekki kröfur og er algjörlega úr myndinni. Framvöllur í Úlfarsárdal uppfyllir ýmsar kröfur en ekki allar og þykir óhentugur. Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks Kópavogsvöllur er að svo stöddu álitlegasti kosturinn, uppfyllir öryggiskröfur en það þyrfti að bæta lýsinguna. Leigður yrði ljósabúnaður, ekki til eignar, sem myndi kosta 35 til 50 milljónir króna. Kostnaður sem Haraldur segir sambærilegan við að flytja liðið þrisvar sinnum til Færeyja og baka. Lokafrestur til að tilkynna heimavöll rann út á föstudag, og Víkingur tilgreindi þar Þórsvöll í Færeyjum, en fékk samþykkt af UEFA að breyta heimavellinum á mánudag ef þess gefst kostur. Þórsvöllur í Færeyjum Staðan er því svo að Víkingur mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í Færeyjum. „Neyðarkall“ var sent út til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir lausnum, Haraldur segir KSÍ hafa hjálpað Víkingi mikið en hvorugur aðili sé fær um að bera kostnaðinn, það verði ríkið og borgin að gera. Viðbrögðin hafi þó verið góð og strax séu hlutir komnir á hreyfingu. Hann trúir ekki öðru en að lausn finnist og íslenskur fótbolti verði spilaður áfram á Íslandi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5. september 2023 13:01 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Þetta staðfesti Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Vísi. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu. Haraldur er framkvæmdastjóri Íslandsmeistaranna.x / @harharalds Fyrsti heimaleikur Víkings verður gegn Cercle Brugge 24. október, þeir fá svo FK Borac í heimsókn 7. nóvember og Djurgarden 12. desember. UEFA leggur áherslu á að allir leikirnir fari fram á sama velli, því kemur ekki til greina að spila á Laugardalsvelli sem verður ekki leikfær í desember. Víkingsvöllur uppfyllir ekki kröfur og er algjörlega úr myndinni. Framvöllur í Úlfarsárdal uppfyllir ýmsar kröfur en ekki allar og þykir óhentugur. Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks Kópavogsvöllur er að svo stöddu álitlegasti kosturinn, uppfyllir öryggiskröfur en það þyrfti að bæta lýsinguna. Leigður yrði ljósabúnaður, ekki til eignar, sem myndi kosta 35 til 50 milljónir króna. Kostnaður sem Haraldur segir sambærilegan við að flytja liðið þrisvar sinnum til Færeyja og baka. Lokafrestur til að tilkynna heimavöll rann út á föstudag, og Víkingur tilgreindi þar Þórsvöll í Færeyjum, en fékk samþykkt af UEFA að breyta heimavellinum á mánudag ef þess gefst kostur. Þórsvöllur í Færeyjum Staðan er því svo að Víkingur mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í Færeyjum. „Neyðarkall“ var sent út til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir lausnum, Haraldur segir KSÍ hafa hjálpað Víkingi mikið en hvorugur aðili sé fær um að bera kostnaðinn, það verði ríkið og borgin að gera. Viðbrögðin hafi þó verið góð og strax séu hlutir komnir á hreyfingu. Hann trúir ekki öðru en að lausn finnist og íslenskur fótbolti verði spilaður áfram á Íslandi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5. september 2023 13:01 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5. september 2023 13:01