Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. september 2024 21:29 Åge Hareide var sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur og sæll með 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi en mun breyta byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tyrklandi næsta mánudag. Klippa: Þjálfarinn kátur „Alltaf frábært að vinna. Við hugsuðum ekki mikið um það, en ég heyrði af því í gær þegar San Marínó vann að við værum eina liðið sem ætti eftir að vinna [leik í Þjóðadeildinni]. Þannig að ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum vinna og sem betur fer stóðst það,“ sagði Åge í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Åge gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur, Logi Tómasson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið og Stefán Teitur Þórðarson var á miðjunni. Menn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson sátu á bekknum. „Við töluðum við leikmenn sem byrjuðu ekki í dag en hafa verið byrjunarliðsmenn. Sumir meiddir eða að spila lítið. Tökum engar óþarfa áhættur með það. Við þurfum líka að byggja upp hóp sem höndlar tvo leiki á skömmum tíma og munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Erum með varnarmenn á bekknum sem eru klárir að spila, varnarlínan stóð sig vel í kvöld en varnarlínan í Tyrkjaleiknum mun vonandi gera það líka,“ sagði Age og staðfesti þar í raun að byrjunarliðið, eða varnarlínan að minnsta kosti, verði öðruvísi í næsta leik. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports höfðu áhyggjur af varnarskipulagi íslenska liðsins. Bakverðir voru látnir falla til baka inn á teiginn og vængmenn dregnir niður til að verjast fyrirgjöfum Svartfellinga. „Við viljum hafa eins marga menn í teignum og við getum þegar við verjumst fyrirgjöfum. Gegn öðruvísi liðum myndum við setja bakverðina út.“ Framundan er leikur gegn Tyrklandi ytra næsta mánudag. Líkt og Åge fór yfir má búast við breytingum á byrjunarliðinu en sigurinn í kvöld ætti að gefa liðinu sjálfstraust og trú á verkefninu. „Ekki spurning. Góð úrslit skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur og erfiðar aðstæður en við réðum vel við það. Í fyrri hálfleik spiluðum við vel en aðeins öðruvísi og erfiðari seinni hálfleikur,“ sagði Age og staðfesti svo að lokum að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið meiddur af velli. Viðtalið allt má sjá í spilaranum að ofan. UEFA Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Klippa: Þjálfarinn kátur „Alltaf frábært að vinna. Við hugsuðum ekki mikið um það, en ég heyrði af því í gær þegar San Marínó vann að við værum eina liðið sem ætti eftir að vinna [leik í Þjóðadeildinni]. Þannig að ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum vinna og sem betur fer stóðst það,“ sagði Åge í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Åge gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur, Logi Tómasson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið og Stefán Teitur Þórðarson var á miðjunni. Menn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson sátu á bekknum. „Við töluðum við leikmenn sem byrjuðu ekki í dag en hafa verið byrjunarliðsmenn. Sumir meiddir eða að spila lítið. Tökum engar óþarfa áhættur með það. Við þurfum líka að byggja upp hóp sem höndlar tvo leiki á skömmum tíma og munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Erum með varnarmenn á bekknum sem eru klárir að spila, varnarlínan stóð sig vel í kvöld en varnarlínan í Tyrkjaleiknum mun vonandi gera það líka,“ sagði Age og staðfesti þar í raun að byrjunarliðið, eða varnarlínan að minnsta kosti, verði öðruvísi í næsta leik. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports höfðu áhyggjur af varnarskipulagi íslenska liðsins. Bakverðir voru látnir falla til baka inn á teiginn og vængmenn dregnir niður til að verjast fyrirgjöfum Svartfellinga. „Við viljum hafa eins marga menn í teignum og við getum þegar við verjumst fyrirgjöfum. Gegn öðruvísi liðum myndum við setja bakverðina út.“ Framundan er leikur gegn Tyrklandi ytra næsta mánudag. Líkt og Åge fór yfir má búast við breytingum á byrjunarliðinu en sigurinn í kvöld ætti að gefa liðinu sjálfstraust og trú á verkefninu. „Ekki spurning. Góð úrslit skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur og erfiðar aðstæður en við réðum vel við það. Í fyrri hálfleik spiluðum við vel en aðeins öðruvísi og erfiðari seinni hálfleikur,“ sagði Age og staðfesti svo að lokum að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið meiddur af velli. Viðtalið allt má sjá í spilaranum að ofan.
UEFA Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira