Hefur fundað mikið með forvera sínum Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2024 11:33 Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón „Þetta leggst mjög vel í mig og kærkomið að fá heimaleik. Það er orðið ár síðan við spiluðum hérna á heimavelli. Þetta er bara spennandi,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs karla í fótbolta, um leik dagsins við Dani. Leikur Íslands og Danmerkur er klukkan 15:00 í Víkinni í dag. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Líkt og hann nefnir að ofan fagna menn því að fá loks heimaleik og liðinu gengið vel í Víkinni. „Það er nú þannig með fótbolta að flestum gengur betur heima en úti. Við eigum núna þrjá leiki í röð hérna heima og við verðum að láta þá telja,“ segir Ólafur. En hvað þarf að gera til að vinna Dani í dag? „Við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik, þetta er gott danskt lið. Við þurfum að vera vel skipulagðir, eins og við höfum verið, og nýta sénsana okkar. Allar þessar klisjur. Við þurfum að vera on the front foot, klárir í slaginn. Nýta okkur gervigrasið og hafa tempo í okkar leik,“ segir Ólafur Ingi. Erfitt að skora í landsleikjum Hann býst við heldur lokuðum leik, sem landsleikir séu almennt. Taktíkin sé allsráðandi og hvert tækifæri til að skora gildi þeim mun meira. „Landsliðsfótbolti yfirhöfuð er aðeins öðruvísi en félagsliðabolti. Það er meira undir í hverjum leik og þeir taktískari en gengur og gerist í félagsliðum. Manni er refsað fyrir minnstu mistök, svo við þurfum fyrst og fremst að halda einbeitingu og klára hvert einasta augnablik. Það er erfitt að skora í landsleikjum, þetta eru yfirleitt lokaðir leikir og við þurfum að passa upp á varnarleikinn og nýta þær aðstæður sem við komumst í,“ segir Ólafur. Klippa: Hefur fundað mikið með forveranum Hann kveðst þá finna sig vel í nýju starfi. Hann var áður þjálfari U19 ára landsliðsins en var hækkaður í tign eftir að Davíð Snorri Jónsson hætti með U21 landsliðið til að taka við starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðsins. Davíð hafi reynst Ólafi vel. „Það hefur gengið bara mjög vel. Maður nýtur góðs af því að forveri minn, Davíð, er inni hjá sambandinu. Við höfum átt marga góða fundi og hann hjálpað mér að ná utan um þetta. Ég þekki að sjálfsögðu marga leikmenn hérna sem ég hef haft hjá U19. Þetta er ekki þannig stórt skref en gleðilegt,“ segir Ólafur Ingi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ísland og Danmörk mætast klukkan 15:00 og leikurinn í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
Leikur Íslands og Danmerkur er klukkan 15:00 í Víkinni í dag. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Líkt og hann nefnir að ofan fagna menn því að fá loks heimaleik og liðinu gengið vel í Víkinni. „Það er nú þannig með fótbolta að flestum gengur betur heima en úti. Við eigum núna þrjá leiki í röð hérna heima og við verðum að láta þá telja,“ segir Ólafur. En hvað þarf að gera til að vinna Dani í dag? „Við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik, þetta er gott danskt lið. Við þurfum að vera vel skipulagðir, eins og við höfum verið, og nýta sénsana okkar. Allar þessar klisjur. Við þurfum að vera on the front foot, klárir í slaginn. Nýta okkur gervigrasið og hafa tempo í okkar leik,“ segir Ólafur Ingi. Erfitt að skora í landsleikjum Hann býst við heldur lokuðum leik, sem landsleikir séu almennt. Taktíkin sé allsráðandi og hvert tækifæri til að skora gildi þeim mun meira. „Landsliðsfótbolti yfirhöfuð er aðeins öðruvísi en félagsliðabolti. Það er meira undir í hverjum leik og þeir taktískari en gengur og gerist í félagsliðum. Manni er refsað fyrir minnstu mistök, svo við þurfum fyrst og fremst að halda einbeitingu og klára hvert einasta augnablik. Það er erfitt að skora í landsleikjum, þetta eru yfirleitt lokaðir leikir og við þurfum að passa upp á varnarleikinn og nýta þær aðstæður sem við komumst í,“ segir Ólafur. Klippa: Hefur fundað mikið með forveranum Hann kveðst þá finna sig vel í nýju starfi. Hann var áður þjálfari U19 ára landsliðsins en var hækkaður í tign eftir að Davíð Snorri Jónsson hætti með U21 landsliðið til að taka við starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðsins. Davíð hafi reynst Ólafi vel. „Það hefur gengið bara mjög vel. Maður nýtur góðs af því að forveri minn, Davíð, er inni hjá sambandinu. Við höfum átt marga góða fundi og hann hjálpað mér að ná utan um þetta. Ég þekki að sjálfsögðu marga leikmenn hérna sem ég hef haft hjá U19. Þetta er ekki þannig stórt skref en gleðilegt,“ segir Ólafur Ingi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ísland og Danmörk mætast klukkan 15:00 og leikurinn í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira