Hefur fundað mikið með forvera sínum Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2024 11:33 Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón „Þetta leggst mjög vel í mig og kærkomið að fá heimaleik. Það er orðið ár síðan við spiluðum hérna á heimavelli. Þetta er bara spennandi,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs karla í fótbolta, um leik dagsins við Dani. Leikur Íslands og Danmerkur er klukkan 15:00 í Víkinni í dag. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Líkt og hann nefnir að ofan fagna menn því að fá loks heimaleik og liðinu gengið vel í Víkinni. „Það er nú þannig með fótbolta að flestum gengur betur heima en úti. Við eigum núna þrjá leiki í röð hérna heima og við verðum að láta þá telja,“ segir Ólafur. En hvað þarf að gera til að vinna Dani í dag? „Við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik, þetta er gott danskt lið. Við þurfum að vera vel skipulagðir, eins og við höfum verið, og nýta sénsana okkar. Allar þessar klisjur. Við þurfum að vera on the front foot, klárir í slaginn. Nýta okkur gervigrasið og hafa tempo í okkar leik,“ segir Ólafur Ingi. Erfitt að skora í landsleikjum Hann býst við heldur lokuðum leik, sem landsleikir séu almennt. Taktíkin sé allsráðandi og hvert tækifæri til að skora gildi þeim mun meira. „Landsliðsfótbolti yfirhöfuð er aðeins öðruvísi en félagsliðabolti. Það er meira undir í hverjum leik og þeir taktískari en gengur og gerist í félagsliðum. Manni er refsað fyrir minnstu mistök, svo við þurfum fyrst og fremst að halda einbeitingu og klára hvert einasta augnablik. Það er erfitt að skora í landsleikjum, þetta eru yfirleitt lokaðir leikir og við þurfum að passa upp á varnarleikinn og nýta þær aðstæður sem við komumst í,“ segir Ólafur. Klippa: Hefur fundað mikið með forveranum Hann kveðst þá finna sig vel í nýju starfi. Hann var áður þjálfari U19 ára landsliðsins en var hækkaður í tign eftir að Davíð Snorri Jónsson hætti með U21 landsliðið til að taka við starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðsins. Davíð hafi reynst Ólafi vel. „Það hefur gengið bara mjög vel. Maður nýtur góðs af því að forveri minn, Davíð, er inni hjá sambandinu. Við höfum átt marga góða fundi og hann hjálpað mér að ná utan um þetta. Ég þekki að sjálfsögðu marga leikmenn hérna sem ég hef haft hjá U19. Þetta er ekki þannig stórt skref en gleðilegt,“ segir Ólafur Ingi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ísland og Danmörk mætast klukkan 15:00 og leikurinn í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
Leikur Íslands og Danmerkur er klukkan 15:00 í Víkinni í dag. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Líkt og hann nefnir að ofan fagna menn því að fá loks heimaleik og liðinu gengið vel í Víkinni. „Það er nú þannig með fótbolta að flestum gengur betur heima en úti. Við eigum núna þrjá leiki í röð hérna heima og við verðum að láta þá telja,“ segir Ólafur. En hvað þarf að gera til að vinna Dani í dag? „Við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik, þetta er gott danskt lið. Við þurfum að vera vel skipulagðir, eins og við höfum verið, og nýta sénsana okkar. Allar þessar klisjur. Við þurfum að vera on the front foot, klárir í slaginn. Nýta okkur gervigrasið og hafa tempo í okkar leik,“ segir Ólafur Ingi. Erfitt að skora í landsleikjum Hann býst við heldur lokuðum leik, sem landsleikir séu almennt. Taktíkin sé allsráðandi og hvert tækifæri til að skora gildi þeim mun meira. „Landsliðsfótbolti yfirhöfuð er aðeins öðruvísi en félagsliðabolti. Það er meira undir í hverjum leik og þeir taktískari en gengur og gerist í félagsliðum. Manni er refsað fyrir minnstu mistök, svo við þurfum fyrst og fremst að halda einbeitingu og klára hvert einasta augnablik. Það er erfitt að skora í landsleikjum, þetta eru yfirleitt lokaðir leikir og við þurfum að passa upp á varnarleikinn og nýta þær aðstæður sem við komumst í,“ segir Ólafur. Klippa: Hefur fundað mikið með forveranum Hann kveðst þá finna sig vel í nýju starfi. Hann var áður þjálfari U19 ára landsliðsins en var hækkaður í tign eftir að Davíð Snorri Jónsson hætti með U21 landsliðið til að taka við starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðsins. Davíð hafi reynst Ólafi vel. „Það hefur gengið bara mjög vel. Maður nýtur góðs af því að forveri minn, Davíð, er inni hjá sambandinu. Við höfum átt marga góða fundi og hann hjálpað mér að ná utan um þetta. Ég þekki að sjálfsögðu marga leikmenn hérna sem ég hef haft hjá U19. Þetta er ekki þannig stórt skref en gleðilegt,“ segir Ólafur Ingi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ísland og Danmörk mætast klukkan 15:00 og leikurinn í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira